Varasamt að kyssa og knúsa viðkvæma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. júní 2022 12:20 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um úrræði til að bregðast við aukinni útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir fundar í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um mögulegar takmarkanir vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Hann hvetur fólk til þess að fara varlega í kringum þá sem eru í áhættuhópum og segir skynsamlegt fyrir viðkvæma að taka upp grímunotkun á ný. Um þrjátíu liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19 og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að nokkrir til viðbótar séu inniliggjandi á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu. Enginn er sagður á gjörgæslu vegna veirunnar en að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans, létust tveir vegna covid um helgina. Flestir inniliggjandi eru yfir sjötugu þar sem eldra fólk er líkt og áður berskjaldaðra fyrir alvarlegum veikindum. Í ljósi þess og aukinnar útbreiðslu fundar sóttvarnalæknir í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um stöðuna. „Það sem við munum leggja áherslu á eru sóttvarnir og sýkingavarnir og jafnvel grímunotkun og takmarkanir líkt og Landspítalinn hefur tekið upp,“ segir Þórólfur. Á Landspítalanum hafa heimsóknir verið takmarkaðar við einn gest í einu en Þórólfur segir hjúkrunarheimilanna að ákveða hvort það verði einnig gert þar. „Við bendum þeim bara á hvernig staðan er og mikilvægi þess að vernda þennan viðkvæma hóp og nota þau tæki og tól sem við höfum til þess. En síðan er það hjúkrunarheimilanna að ákveða hvernig þau framkvæma það.“ Sóttvarnalæknir hvetur viðkvæma og eldra fólk til að fá fjórðu sprautu en mætingin í hana hefur hingað til verið nokkuð dræm.vísir/Vilhelm Eldra fólk og viðkvæmir eru hvött til þess að fara í fjórðu sprautuna sem Þórólfur segir veita þeim betri vernd. Þátttakan hefur ekki verið góð en reynt verður að gera átak í því og verður það meðal annars rætt á fundinum. „Núna fyrir helgina var hún allavega þannig að þeir sem eru á aldrinum áttatíu til níutíu ára voru með tuttugu og fimm prósent þátttöku en hún var tuttugu prósent hjá níutíu ára og eldri.“ Þrátt fyrir að nýtt undirafbrigði ómíkron sé í dreifingu er enn lítið um endursmit og fyrri sýkingar virðast veita nokkuð góða vernd. Þórólfur segir útbreiðslu veirunnar slíka að almennar takmarkanir séu ekki til skoðunar þar sem þær þyrftu að vera mjög strangar. Hann hvetur þó fólk til að fara varlega. „Sérstaklega þá sem eru viðkvæmir; forðast mannmarga staði, nota grímur þegar það á við, passa upp á handspritt. Maður sér að fólk er mikið til hætt að hugsa um þetta og fólk er farið að kjassast og faðmast eins og það gerði áður og það þarf að varast sérstaklega að gera það með viðkvæmum einstaklingum og eldra fólki til að gera þetta eins bærilegt og hægt er fyrir þau.“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Um þrjátíu liggja inni á Landspítala með eða vegna Covid-19 og segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að nokkrir til viðbótar séu inniliggjandi á heilbrigðisstofnunum annars staðar á landinu. Enginn er sagður á gjörgæslu vegna veirunnar en að sögn Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans, létust tveir vegna covid um helgina. Flestir inniliggjandi eru yfir sjötugu þar sem eldra fólk er líkt og áður berskjaldaðra fyrir alvarlegum veikindum. Í ljósi þess og aukinnar útbreiðslu fundar sóttvarnalæknir í dag með fulltrúum hjúkrunarheimila um stöðuna. „Það sem við munum leggja áherslu á eru sóttvarnir og sýkingavarnir og jafnvel grímunotkun og takmarkanir líkt og Landspítalinn hefur tekið upp,“ segir Þórólfur. Á Landspítalanum hafa heimsóknir verið takmarkaðar við einn gest í einu en Þórólfur segir hjúkrunarheimilanna að ákveða hvort það verði einnig gert þar. „Við bendum þeim bara á hvernig staðan er og mikilvægi þess að vernda þennan viðkvæma hóp og nota þau tæki og tól sem við höfum til þess. En síðan er það hjúkrunarheimilanna að ákveða hvernig þau framkvæma það.“ Sóttvarnalæknir hvetur viðkvæma og eldra fólk til að fá fjórðu sprautu en mætingin í hana hefur hingað til verið nokkuð dræm.vísir/Vilhelm Eldra fólk og viðkvæmir eru hvött til þess að fara í fjórðu sprautuna sem Þórólfur segir veita þeim betri vernd. Þátttakan hefur ekki verið góð en reynt verður að gera átak í því og verður það meðal annars rætt á fundinum. „Núna fyrir helgina var hún allavega þannig að þeir sem eru á aldrinum áttatíu til níutíu ára voru með tuttugu og fimm prósent þátttöku en hún var tuttugu prósent hjá níutíu ára og eldri.“ Þrátt fyrir að nýtt undirafbrigði ómíkron sé í dreifingu er enn lítið um endursmit og fyrri sýkingar virðast veita nokkuð góða vernd. Þórólfur segir útbreiðslu veirunnar slíka að almennar takmarkanir séu ekki til skoðunar þar sem þær þyrftu að vera mjög strangar. Hann hvetur þó fólk til að fara varlega. „Sérstaklega þá sem eru viðkvæmir; forðast mannmarga staði, nota grímur þegar það á við, passa upp á handspritt. Maður sér að fólk er mikið til hætt að hugsa um þetta og fólk er farið að kjassast og faðmast eins og það gerði áður og það þarf að varast sérstaklega að gera það með viðkvæmum einstaklingum og eldra fólki til að gera þetta eins bærilegt og hægt er fyrir þau.“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Bólusetningar Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira