Björn lagði ríkið og fær milljónir í bætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. júní 2022 18:18 Björn Þorláksson stefndi íslenska ríkinu og hafði betur. Vísir/Aðsend Íslenska ríkið þarf að greiða Birni Þorlákssyni, fyrrverandi upplýsingafulltrúa Umhverfisstofnunar tæpar sjö milljónir vegna uppsagnar hans á síðasta ári, þar af þrjár milljónir í miskabætur. Björn stefndi ríkinu á síðasta ári á þeim grundvelli að ólöglega hafi verið staðið að því þegar staða hans hjá Umhverfisstofnun var lögð niður. Fyrirvaralaust kallaður á fund Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans. Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar síðasta ári var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að af verkefnalýsingu þess starfs sé ljóst að um sé að ræða verkefni sem Björn hafi sem upplýsingafulltrúi sinnt áður. Þurfti að flytja til Reykjavíkur til að fá vinnu við hæfi Kemur þarf fram að íslenska ríkinu, fyrir hönd Umhverfisstofnunar, hafi ekki tekist að sýna fram á með áherslubreytingum sem gera átti á starfinu, aukið námskeiðahald um fjarfundabúnað og fjölbreyttari notkun samfélagsins, að ekki mætti gera ráð fyrir því að Björn gæti fullnægt þeim breyttu kröfum sem hið nýja starf fól í sér. Björn starfaði sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Vísir/Vilhelm Taldi dómurinn að forstöðumaður Umhverfisstofnunar hefði brotið gegn Birni og þar með bakað íslenska ríkinu bótaskyldu. Féllst dómurinn á það að þessi framganga hafi verið meiðandi fyrir Björn og skaðað faglegt orðspor hans. Að auki hafi hún verið til þess fallinn að valda verulegri röskun á stöðu og högum Birns. Fram hefur komið að Björn var búsettur á Akureyri á meðan hann starfaði fyrir Umhverfisstofnun. Í dóminum kemur fram að hann hafi ekki fundið vinnu við hæfi þar eftir að hann lét af störfum hjá Umhverfisstofnun. Hann hafi neyðst til þess að flytja til Reykjavíkur þar sem hann hóf störf sem blaðamaður á Fréttablaðinu síðastliðið haust. Þarf íslenska ríkið að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir í miskabætur. Ríkið þarf að auki að greiða Birni 2,5 milljónir króna vegna málskostnaðar. Fjölmiðlar Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59 Björn Þorláksson ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun hefur ráðið Björn Þorláksson til starfa sem sérfræðing á sviði upplýsingamála. Starfið var auglýst í desember og sótti 81 um. 25. janúar 2017 11:21 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Björn stefndi ríkinu á síðasta ári á þeim grundvelli að ólöglega hafi verið staðið að því þegar staða hans hjá Umhverfisstofnun var lögð niður. Fyrirvaralaust kallaður á fund Forsaga málsins er sú að Björn var fyrirvaralaust kallaður á fund með forstjóra stofnunarinnar og mannauðsstjóra í nóvember árið 2020. Honum var þar afhent bréf þar sem honum var tilkynnt um verulegar breytingar á verkefnaskipulagi og áherslum tengdum starfi hans. Þá var honum boðið að taka þátt í hæfnismati, sem hann þáði með þeim fyrirvara að það stæðist lög, sem hann efaðist um. Í janúar síðasta ári var Birni síðan tilkynnt að leggja ætti starf upplýsingafulltrúa niður. Um mánuði auglýsti Umhverfisstofnun starf sérfræðings í stafrænni þróun, fræðslu og miðlun til umsóknar. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur segir að af verkefnalýsingu þess starfs sé ljóst að um sé að ræða verkefni sem Björn hafi sem upplýsingafulltrúi sinnt áður. Þurfti að flytja til Reykjavíkur til að fá vinnu við hæfi Kemur þarf fram að íslenska ríkinu, fyrir hönd Umhverfisstofnunar, hafi ekki tekist að sýna fram á með áherslubreytingum sem gera átti á starfinu, aukið námskeiðahald um fjarfundabúnað og fjölbreyttari notkun samfélagsins, að ekki mætti gera ráð fyrir því að Björn gæti fullnægt þeim breyttu kröfum sem hið nýja starf fól í sér. Björn starfaði sem upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar.Vísir/Vilhelm Taldi dómurinn að forstöðumaður Umhverfisstofnunar hefði brotið gegn Birni og þar með bakað íslenska ríkinu bótaskyldu. Féllst dómurinn á það að þessi framganga hafi verið meiðandi fyrir Björn og skaðað faglegt orðspor hans. Að auki hafi hún verið til þess fallinn að valda verulegri röskun á stöðu og högum Birns. Fram hefur komið að Björn var búsettur á Akureyri á meðan hann starfaði fyrir Umhverfisstofnun. Í dóminum kemur fram að hann hafi ekki fundið vinnu við hæfi þar eftir að hann lét af störfum hjá Umhverfisstofnun. Hann hafi neyðst til þess að flytja til Reykjavíkur þar sem hann hóf störf sem blaðamaður á Fréttablaðinu síðastliðið haust. Þarf íslenska ríkið að greiða Birni 6,8 milljónir króna vegna málsins, þar af þrjár milljónir í miskabætur. Ríkið þarf að auki að greiða Birni 2,5 milljónir króna vegna málskostnaðar.
Fjölmiðlar Dómsmál Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41 Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59 Björn Þorláksson ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun hefur ráðið Björn Þorláksson til starfa sem sérfræðing á sviði upplýsingamála. Starfið var auglýst í desember og sótti 81 um. 25. janúar 2017 11:21 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Fyrrverandi upplýsingafulltrúi fer fram á 23 milljónir Björn Þorláksson, fjölmiðlamaður og fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar, hefur höfðað bótamál á hendur íslenska ríkinu á grundvelli þess að staða hans hjá Umhverfisstofnun hafi verið lögð niður með ólögmætum hætti. Hann fer fram á tveggja ára laun og miskabætur, en krafan nemur samtals 23 milljónum króna. 17. júní 2021 20:41
Stefnir ráðherra vegna ólögmætrar uppsagnar Fyrrverandi upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar hefur stefnt Guðmundi Inga Guðbrandssyni, umhverfisráðherra, vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmæta uppsögn. Forstjóri stofnunarinnar sagði Birni upp þegar starf hans var lagt niður fyrr á þessu ári. 13. mars 2021 11:59
Björn Þorláksson ráðinn upplýsingafulltrúi Umhverfisstofnunar Umhverfisstofnun hefur ráðið Björn Þorláksson til starfa sem sérfræðing á sviði upplýsingamála. Starfið var auglýst í desember og sótti 81 um. 25. janúar 2017 11:21