Stóreignir bendlaðar við Pútín virðast reknar í „samvinnufélagi“ Kjartan Kjartansson skrifar 21. júní 2022 11:23 Pútín hefur alla tíð svarið af sér sveitasetur og snekkjur sem bendlaðar hafa verið við hann. Allar þær helstu tengjast í gegnum leynilegt tölvupóstlén. Vísir/EPA Vísbendingar eru um að hallir, snekkjur og vínekrur sem bendlaðar hafa verið við Vladímír Pútín Rússlandsforseta tengist innbyrðis og að þær séu jafnvel reknar í einhvers konar óformlegu samvinnufélagi. Verðmæti eignanna er metið á meira en 590 milljarða íslenskra króna. Lengi hafa verið ásakanir á lofti um að vinir Pútín úr ólígarkastétt sjái honum fyrir alls kyns eignum svo að forsetinn geti lifað í vellystingum án þess að þær verði raktar beint til hans. Pútín hefur jafnvel verið talinn einn auðugasti maður heims vegna þessarar auðsöfnunar hans. Erfitt hefur þó reynst að sanna tengsl hans við eignirnar þar sem vinir hans hafa stigið fram fyrir skjöldu og sagst eiga þær. Eignirnar eru skráðar á ólíka einstaklinga, fyrirtæki og góðgerðafélög. Samkvæmt opinberum gögnum í Rússland á Pútín sjálfur takmarkaðar eignir: litla íbúð í Pétursborg, tvo sovéska bíla frá 6. áratugnum, hjólhýsi og lítinn bílskúr. Samtök rannsóknarblaðamanna sem kanna skipulagða glæpastarfsemi og spillingu (OCCRP) hafa nú afhjúpað tengsl á milli eignanna sem eiga að nafninu til að vera ótengdar. Þær tengjast með sameiginlegu tölvupóstléni, LLCInvest.ru, sem er ekki sýnilegt almennum netnotendum. Tölvupóstar sem samtökin komust yfir sýna enn fremur hvernig stjórnendur og yfirmenn hjá þeim félögum sem halda utan um eignirnar hafa átt í samskiptum um daglegan rekstur eins og þeir séu hluti af sama fyrirtæki, að því er segir í frétt The Guardian um rannsóknina. Sérfræðingur í spillingu í Rússlandi segir uppljóstranirnar vekja spurningar um hvort að eignirnar séu undir sameiginlegri stjórn. „LLCInvest líkist helst samvinnufélagi eða samtökum þar sem félagar geta skipst á hlunnindum og eignum,“ segir sérfræðingurinn sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við rússnesk yfirvöld. Allar meiriháttar eignir bendlaðar við Pútín í safninu Alls fundu OCCRP og rússneska fréttasíðan Meduza 86 fyrirtæki og góðgerðafélög sem virðast deila léninu. Á meðal eignanna er höll við Svartahaf sem er metin á milljarð dollara sem Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur landsins, fullyrti að hefði verið reist sérstaklega fyrir Pútín, og vínekrur í kringum hana. Þar er einnig skíðasvæði í Igora og sveitasetur norðan við Pétursborg. Samtökin fullyrða að allar meiriháttar eignir sem fjölmiðlar hafi tengt við Pútín forseta í gegnum tíðina tengist í gegnum tölvupóstlénið. Eignirnar eru jafnframt sagðar tengjast rússneska bankanum Bank Rossiya í gegnum upplýsingatæknifyrirtækið sem hýsir lénið. Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur lýst Bank Rossiya sem „einkabanka háttsettra embættismanna rússneska sambandsríkisins“. Miklu magni lýsigagna tölvupósta fyrirtækisins var lekið til fjölmiðla í fyrra. Úr þeim gögnum mátti lesa hvernig eigendur algerlega ótengdra fyrirtækja á ólíkum sviðum ræddu saman um fjármál eins og þeir störfuðu undir sama hatti. Talsmaður Kremlarstjórnar hafnar því að Pútín hafi nokkuð að gera með eignirnar og fyrirtækin. Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira
Lengi hafa verið ásakanir á lofti um að vinir Pútín úr ólígarkastétt sjái honum fyrir alls kyns eignum svo að forsetinn geti lifað í vellystingum án þess að þær verði raktar beint til hans. Pútín hefur jafnvel verið talinn einn auðugasti maður heims vegna þessarar auðsöfnunar hans. Erfitt hefur þó reynst að sanna tengsl hans við eignirnar þar sem vinir hans hafa stigið fram fyrir skjöldu og sagst eiga þær. Eignirnar eru skráðar á ólíka einstaklinga, fyrirtæki og góðgerðafélög. Samkvæmt opinberum gögnum í Rússland á Pútín sjálfur takmarkaðar eignir: litla íbúð í Pétursborg, tvo sovéska bíla frá 6. áratugnum, hjólhýsi og lítinn bílskúr. Samtök rannsóknarblaðamanna sem kanna skipulagða glæpastarfsemi og spillingu (OCCRP) hafa nú afhjúpað tengsl á milli eignanna sem eiga að nafninu til að vera ótengdar. Þær tengjast með sameiginlegu tölvupóstléni, LLCInvest.ru, sem er ekki sýnilegt almennum netnotendum. Tölvupóstar sem samtökin komust yfir sýna enn fremur hvernig stjórnendur og yfirmenn hjá þeim félögum sem halda utan um eignirnar hafa átt í samskiptum um daglegan rekstur eins og þeir séu hluti af sama fyrirtæki, að því er segir í frétt The Guardian um rannsóknina. Sérfræðingur í spillingu í Rússlandi segir uppljóstranirnar vekja spurningar um hvort að eignirnar séu undir sameiginlegri stjórn. „LLCInvest líkist helst samvinnufélagi eða samtökum þar sem félagar geta skipst á hlunnindum og eignum,“ segir sérfræðingurinn sem vildi ekki koma fram undir nafni af ótta við rússnesk yfirvöld. Allar meiriháttar eignir bendlaðar við Pútín í safninu Alls fundu OCCRP og rússneska fréttasíðan Meduza 86 fyrirtæki og góðgerðafélög sem virðast deila léninu. Á meðal eignanna er höll við Svartahaf sem er metin á milljarð dollara sem Alexei Navalní, helsti stjórnarandstæðingur landsins, fullyrti að hefði verið reist sérstaklega fyrir Pútín, og vínekrur í kringum hana. Þar er einnig skíðasvæði í Igora og sveitasetur norðan við Pétursborg. Samtökin fullyrða að allar meiriháttar eignir sem fjölmiðlar hafi tengt við Pútín forseta í gegnum tíðina tengist í gegnum tölvupóstlénið. Eignirnar eru jafnframt sagðar tengjast rússneska bankanum Bank Rossiya í gegnum upplýsingatæknifyrirtækið sem hýsir lénið. Bandaríska fjármálaráðuneytið hefur lýst Bank Rossiya sem „einkabanka háttsettra embættismanna rússneska sambandsríkisins“. Miklu magni lýsigagna tölvupósta fyrirtækisins var lekið til fjölmiðla í fyrra. Úr þeim gögnum mátti lesa hvernig eigendur algerlega ótengdra fyrirtækja á ólíkum sviðum ræddu saman um fjármál eins og þeir störfuðu undir sama hatti. Talsmaður Kremlarstjórnar hafnar því að Pútín hafi nokkuð að gera með eignirnar og fyrirtækin.
Rússland Vladimír Pútín Mál Alexei Navalní Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Dónatal í desember Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Biður Pútín um að afhenda Assad Erlent Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Innlent Hæstiréttur hafnar Alex Jones Erlent Fleiri fréttir Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Sjá meira