Bíður þess að hjartað hætti að slá eða að hún fái sýkingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 23. júní 2022 07:49 Prudente og Weeldreyer á sjúkrahúsinu. Óttast er um líf bandarískrar konu sem er að missa fóstur á spítala á Möltu en fær ekki að gangast undir þungunarrof þar sem slíkar aðgerðir eru bannaðar með öllu í landinu. „Ég vil bara komast héðan lifandi,“ sagði konan við Guardian í gær. Andrea Prudente ferðaðist til Möltu með eiginmanni sínum til að upplifa svokallað „babymoon“; frí áður en barn kemur í heiminn. Eina nóttina byrjaði henni hins vegar að blæða mikið og leitaði þá á sjúkrahús. Læknar á eyjunni Gozo skrifuðu upp á lyf til að freista þess að koma í veg fyrir fósturmissi en tveimur dögum seinna, þegar parið var aftur komið til Möltu, missti Prudente vatnið og var lögð inn. Í ljós kom að fylgjan hafði losnað og það var ekkert legvatn eftir. Prudente var tjáð að fóstrið myndi ekki lifa. Henni var hins vegar sömuleiðis greint frá því að vegna laga gegn þungunarrofi gætu læknarnir ekkert gert fyrr en hjarta fóstursins hætti að slá eða Prudente fengi sýkingu. Prudente var komin 16 vikur á leið. US woman left traumatised after Malta hospital refuses life-saving abortion https://t.co/1bNFfk8xEP— The Guardian (@guardian) June 22, 2022 Prudente var flutt á annað sjúkrahús þar sem í ljós kom að naflastrengurinn var farinn að þrýstast út um legháls hennar, sem eykur líkurnar á blæðingu og sýkingu. Þá var hún einnig greind með Covid-19. En læknarnir geta ekkert gert, segja þeir. „Þetta er óhugsandi form tilfinningalegra og andlegra pyntinga,“ segir Jay Weeldreyer, maki Prudente. „Hluti af mér fagnar því enn að heyra hjartsláttinn en á sama tíma vil ég ekki hjartsláttinn því hann er aðeins að leiða til meiri þjáninga fyrir konuna sem ég elska.“ Parinu hefur verið ráðlagt að snúa aftur á hótelið sitt og bíða þess að hjartslátturinn stöðvist eða að Prudente fái sýkingu. Þau segjast ekki hafa haft hugmynd um löggjöfina á Möltu þegar þau ákváðu að ferðast þangað og vilja nú ekkert heitar en að komast frá landinu til að Prudente fái nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Prudente segist hafa viljað segja frá stöðu sinni til að forða öðrum konum frá því sem hún er að ganga í gegnum. Malta Þungunarrof Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira
Andrea Prudente ferðaðist til Möltu með eiginmanni sínum til að upplifa svokallað „babymoon“; frí áður en barn kemur í heiminn. Eina nóttina byrjaði henni hins vegar að blæða mikið og leitaði þá á sjúkrahús. Læknar á eyjunni Gozo skrifuðu upp á lyf til að freista þess að koma í veg fyrir fósturmissi en tveimur dögum seinna, þegar parið var aftur komið til Möltu, missti Prudente vatnið og var lögð inn. Í ljós kom að fylgjan hafði losnað og það var ekkert legvatn eftir. Prudente var tjáð að fóstrið myndi ekki lifa. Henni var hins vegar sömuleiðis greint frá því að vegna laga gegn þungunarrofi gætu læknarnir ekkert gert fyrr en hjarta fóstursins hætti að slá eða Prudente fengi sýkingu. Prudente var komin 16 vikur á leið. US woman left traumatised after Malta hospital refuses life-saving abortion https://t.co/1bNFfk8xEP— The Guardian (@guardian) June 22, 2022 Prudente var flutt á annað sjúkrahús þar sem í ljós kom að naflastrengurinn var farinn að þrýstast út um legháls hennar, sem eykur líkurnar á blæðingu og sýkingu. Þá var hún einnig greind með Covid-19. En læknarnir geta ekkert gert, segja þeir. „Þetta er óhugsandi form tilfinningalegra og andlegra pyntinga,“ segir Jay Weeldreyer, maki Prudente. „Hluti af mér fagnar því enn að heyra hjartsláttinn en á sama tíma vil ég ekki hjartsláttinn því hann er aðeins að leiða til meiri þjáninga fyrir konuna sem ég elska.“ Parinu hefur verið ráðlagt að snúa aftur á hótelið sitt og bíða þess að hjartslátturinn stöðvist eða að Prudente fái sýkingu. Þau segjast ekki hafa haft hugmynd um löggjöfina á Möltu þegar þau ákváðu að ferðast þangað og vilja nú ekkert heitar en að komast frá landinu til að Prudente fái nauðsynlega heilbrigðisþjónustu. Prudente segist hafa viljað segja frá stöðu sinni til að forða öðrum konum frá því sem hún er að ganga í gegnum.
Malta Þungunarrof Heilbrigðismál Mannréttindi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fleiri fréttir Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Sjá meira