Reykjavík fari að fordæmi Helsinki í húsnæðismálum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. júní 2022 13:19 Trausti Breiðfjörð Magnússon borgarfulltrúi Sósíalista er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. Aðsend/Getty Borgarfulltrúi Sósíalistaflokks Íslands segir að borgarstjórn ætti að fara að fordæmi borgaryfirvalda í Helsinki og bæði fjölga félagslegum íbúðum og víkka út skilyrðin þannig að fleiri tekjuhópar geti nýtt sér úrræðið í ljósi hækkandi fasteignaverðs. Hlutfall félagslegs húsnæðis í Helsinki er um 19 til 25 prósent á meðan það er um 5 prósent í Reykjavík. Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista, er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég fer út og heimsæki og skoða borgir hvað það er margt sem hægt er að læra af öðrum löndum.“ Borgaryfirvöld í Helsinki hafa aukið hlutfall félagslegs húsnæðis vegna fasteignaverðs sem hefur verið á fleygiferð þar eins og annars staðar í Evrópu. „Húsnæðisverð er orðið svo hátt að bara örfáir hafa efni á því.“ Í Helsinki sé hlutfall félagslegs húsnæðis mun hærra en í Reykjavík. „Það er að rokka hlutfallið en það er á bilinu 19-25%. Það fer eftir hvernig maður skilgreinir sem er félagslegt húsnæði. Í Reykjavík er þetta undir 5%. Við erum bara á pari við lönd eins og Bandaríkin og Spán.“ Ekki aðeins þau sem hafa minnst á milli handanna komast inn á félagslegan húsnæðismarkað. Skilyrðin eru mun víðari í Helsinki. „Við lítum svo á að það sé algjörlega nauðsynlegt að fara að víkkaút þessi skilyrði í borginni því það er svo margt fólk sem er fast á mjög miskunnarlausum leigumarkaði þar sem 90% fólks vill ekki vera á. Það er svolítið sérstakt þegar fólk talar um frjálsan markað því mér finnst ekki vera mikið frelsi í þessu.“ Heimilislausir hafa forgang enda hafa Finnar einsett sér að binda enda á heimilisleysi á tveimur kjörtímabilum. „Svo er unnið smám saman upp eftir tekjum en þetta endar á því að þetta er orðið mun breiðari hópur kemst inn því það er svo hátt hlutfall af félagslegu húsnæði. Það er forgangsraðað eftir neyð fólks en það segir sig sjálft ef við erum, eins og hérna í Reykjavík, með undir 5% félagslegt húsnæði að þá eru ofsalega fáir sem komast inn og það er fólkið sem er í allra, allra mestu neyðinni sem er náttúrulega mjög mikilvægt að fái húsnæði en það eru svo margir aðrir sem eru skildir eftir þegar hlutfallið er svona lágt.“ Húsnæðismál Reykjavík Finnland Borgarstjórn Leigumarkaður Fasteignamarkaður Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Trausti Breiðfjörð Magnússon, borgarfulltrúi Sósíalista, er nýkominn frá Helsinki þar sem hann sótti ráðstefnu um húsnæðismál. „Það kemur mér alltaf jafn mikið á óvart þegar ég fer út og heimsæki og skoða borgir hvað það er margt sem hægt er að læra af öðrum löndum.“ Borgaryfirvöld í Helsinki hafa aukið hlutfall félagslegs húsnæðis vegna fasteignaverðs sem hefur verið á fleygiferð þar eins og annars staðar í Evrópu. „Húsnæðisverð er orðið svo hátt að bara örfáir hafa efni á því.“ Í Helsinki sé hlutfall félagslegs húsnæðis mun hærra en í Reykjavík. „Það er að rokka hlutfallið en það er á bilinu 19-25%. Það fer eftir hvernig maður skilgreinir sem er félagslegt húsnæði. Í Reykjavík er þetta undir 5%. Við erum bara á pari við lönd eins og Bandaríkin og Spán.“ Ekki aðeins þau sem hafa minnst á milli handanna komast inn á félagslegan húsnæðismarkað. Skilyrðin eru mun víðari í Helsinki. „Við lítum svo á að það sé algjörlega nauðsynlegt að fara að víkkaút þessi skilyrði í borginni því það er svo margt fólk sem er fast á mjög miskunnarlausum leigumarkaði þar sem 90% fólks vill ekki vera á. Það er svolítið sérstakt þegar fólk talar um frjálsan markað því mér finnst ekki vera mikið frelsi í þessu.“ Heimilislausir hafa forgang enda hafa Finnar einsett sér að binda enda á heimilisleysi á tveimur kjörtímabilum. „Svo er unnið smám saman upp eftir tekjum en þetta endar á því að þetta er orðið mun breiðari hópur kemst inn því það er svo hátt hlutfall af félagslegu húsnæði. Það er forgangsraðað eftir neyð fólks en það segir sig sjálft ef við erum, eins og hérna í Reykjavík, með undir 5% félagslegt húsnæði að þá eru ofsalega fáir sem komast inn og það er fólkið sem er í allra, allra mestu neyðinni sem er náttúrulega mjög mikilvægt að fái húsnæði en það eru svo margir aðrir sem eru skildir eftir þegar hlutfallið er svona lágt.“
Húsnæðismál Reykjavík Finnland Borgarstjórn Leigumarkaður Fasteignamarkaður Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36 Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03 Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Fleiri fréttir Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Sjá meira
Árshækkun íbúðaverðs 24 prósent og ekki hærri síðan 2006 Samkvæmt nýbirtum upplýsingum frá Þjóðskrá hækkaði íbúðaverð um þrjú prósent í maí á milli mánaða. Það er sem af er ári hefur íbúðaverð hækkað um þrettán prósent og 24 prósent á síðustu tólf mánuðum. 21. júní 2022 13:36
Vonast eftir hraðri uppbyggingu á kjörtímabilinu Oddvitar Framsóknarflokksins og Viðreisnar eru bjartsýnir á að framkvæmdir við nýjar íbúðir og Sundabraut geti farið hratt af stað á kjörtímabilinu. Nýr meirihluti sé einhuga um að drífa Sundabraut áfram. 7. júní 2022 11:03
Borgarfulltrúar glaðbeittir á skólabekk Nýkjörnir og endurkjörnir borgarfulltrúar hlakka til að takast á við málefni borgarinnar á komandi kjörtímabili. Í dag hófst þriggja daga námskeið fyrir nýja borgarfulltrúa þar sem þeir eru upplýstir um rangala stjórnsýslunnar og uppbyggingu borgarkerfisins. 1. júní 2022 19:21