Segir umboðsmenn leikmanna reyna að græða á ástandinu í Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 07:30 Leikmenn Shakhtar Donetsk í æfingaleik í apríl. Deildarkeppnin í Úkraínu á að fara af stað á nýjan leik í ágúst en það stefnir í að engir erlendir leikmenn verði í deildinni. Mustafa Ciftci/Getty Images Sergei Palkin, framkvæmdastjóri úkraínska knattspyrnufélagsins Shakhtar Donetsk, hefur ásakað hina ýmsu umboðsmenn um að reyna græða á ástandindu í Úkraínu. Palkin sendir líka Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, tóninn en ný reglugerð þeirra varðandi erlenda leikmenn í Úkraínu veikir stöðu liða þar í landi gríðarlega. Þetta kemur fram á vef The Athletic. Þar segir að úkraínsk félög séu að reyna selja erlenda leikmenn sýna til annarra landa í von um að safna nægu fjármagni til að halda félögunum frá gjaldþroti á meðan það geisar stríð í landinu. Met with Shakhtar chief exec Sergei Palkin. Ukrainian football to restart in August and he claims some agents are exploiting war: Agents say, Don t pay Shakhtar, the players will become free, just pay me (the agent) 10m & forget about the club . https://t.co/zLEOwdNTMM— Adam Crafton (@AdamCrafton_) June 23, 2022 Deildarkeppni í Úkraínu var hætt í febrúar vegna innrásar Rússa en nú er talað um að hefja leik að nýju í ágúst. Hvar leikir ættu að fara fram er þó alls óvíst. Reglugerð FIFA gerði það að verkum að erlendir leikmenn og þjálfarar í Úkraínu máttu semja við önnur lið og spila með þeim út síðustu leiktíð. Nú hefur FIFA ákveðið að framlengja það um ár. Undanþága er gefin ef leikmenn og þjálfarar komast að munnlegu samkomulagi við félagið sem þeir eru samningsbundnir fyrir 30. júní næstkomandi. Það gefur liðum á borð við Shakhtar rétt rúmlega viku til að selja sína helstu leikmenn í von um að fá aura í kassann. Lassina Traore og Sergei Palkin.Pavlo_Bagmut/Getty Images Palkin segir að sumir umboðsmenn hafi sagt liðum utan Úkraínu að þau þurfi ekki að borga, frekar eigi þau að bíða og borga hærri þóknun til umboðsmanna. „Sumir umboðsmenn eru að ganga frá okkur. Þeir eru að reyna stela leikmönnum. Þeir spila leiki, hafa sambönd við lið og segja þeim að þau þurfi ekki að borga okkur. Þú getur ekki ímyndað þér hvað er í gangi,“ sagði Palkin í viðtali sínu við The Athletic. „Við höfum alls níu daga til að semja við leikmenn okkar um sölur eða lán til erlendra liða, það er ómögulegt. FIFA hefur ekki hjálpað liðum í Úkraínu með regluverki sínu. Þvert á móti, það hefur veikt samningsstöðu okkar gagnvart leikmönnunum og gert umboðsmenn enn valdameiri og ríkari,“ sagði Palkin að endingu. Fótbolti Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00 Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34 Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Palkin sendir líka Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, tóninn en ný reglugerð þeirra varðandi erlenda leikmenn í Úkraínu veikir stöðu liða þar í landi gríðarlega. Þetta kemur fram á vef The Athletic. Þar segir að úkraínsk félög séu að reyna selja erlenda leikmenn sýna til annarra landa í von um að safna nægu fjármagni til að halda félögunum frá gjaldþroti á meðan það geisar stríð í landinu. Met with Shakhtar chief exec Sergei Palkin. Ukrainian football to restart in August and he claims some agents are exploiting war: Agents say, Don t pay Shakhtar, the players will become free, just pay me (the agent) 10m & forget about the club . https://t.co/zLEOwdNTMM— Adam Crafton (@AdamCrafton_) June 23, 2022 Deildarkeppni í Úkraínu var hætt í febrúar vegna innrásar Rússa en nú er talað um að hefja leik að nýju í ágúst. Hvar leikir ættu að fara fram er þó alls óvíst. Reglugerð FIFA gerði það að verkum að erlendir leikmenn og þjálfarar í Úkraínu máttu semja við önnur lið og spila með þeim út síðustu leiktíð. Nú hefur FIFA ákveðið að framlengja það um ár. Undanþága er gefin ef leikmenn og þjálfarar komast að munnlegu samkomulagi við félagið sem þeir eru samningsbundnir fyrir 30. júní næstkomandi. Það gefur liðum á borð við Shakhtar rétt rúmlega viku til að selja sína helstu leikmenn í von um að fá aura í kassann. Lassina Traore og Sergei Palkin.Pavlo_Bagmut/Getty Images Palkin segir að sumir umboðsmenn hafi sagt liðum utan Úkraínu að þau þurfi ekki að borga, frekar eigi þau að bíða og borga hærri þóknun til umboðsmanna. „Sumir umboðsmenn eru að ganga frá okkur. Þeir eru að reyna stela leikmönnum. Þeir spila leiki, hafa sambönd við lið og segja þeim að þau þurfi ekki að borga okkur. Þú getur ekki ímyndað þér hvað er í gangi,“ sagði Palkin í viðtali sínu við The Athletic. „Við höfum alls níu daga til að semja við leikmenn okkar um sölur eða lán til erlendra liða, það er ómögulegt. FIFA hefur ekki hjálpað liðum í Úkraínu með regluverki sínu. Þvert á móti, það hefur veikt samningsstöðu okkar gagnvart leikmönnunum og gert umboðsmenn enn valdameiri og ríkari,“ sagði Palkin að endingu.
Fótbolti Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00 Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34 Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Handbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Sjá meira
Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00
Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34
Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45