Mætir Arnari 23 árum eftir að hann mætti honum inni á vellinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2022 13:01 Ildefons Lima í baráttu við Jóhann Berg Guðmundsson í leik Andorra og Íslands í undankeppni EM vorið 2019. Þótt Jóhann Berg sé kominn á fertugsaldurinn var hann enn í 7. flokki þegar Lima lék sinn fyrsta A-landsleik. Lima er enn að og verður í eldlínunni í Víkinni í kvöld. getty/Quality Sport Images Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta Inter Club d'Escaldes frá Andorra í úrslitaleik um sæti í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Víkinni í kvöld. Í liði gestanna er einn allra reyndasti fótboltamaður heims. Meistaradeild Evrópu tímabilið 2022-23 hófst í Víkinni á þriðjudaginn. Inter Club d'Escaldes vann þá La Fiorita frá San Marinó, 2-1, á meðan Víkingur rústaði Levadia Tallin frá Eistlandi, 6-1. Miðað við leikina tvo á þriðjudaginn eru Víkingar mörgum ljósárum á undan Inter í getu og allt nema stórsigur Íslands- og bikarmeistaranna í kvöld yrði að teljast óvænt. En hver svo sem úrslit leiksins í kvöld verða ætla leikmenn Inter allavega að njóta dvalarinnar í Reykjavík til hins ítrasta. Í gær sást til þeirra á hlaupahjólum á Austurvelli og þá skoðuðu þeir Hallgrímskirkju. Leikmenn Inter Club d Escaldes láta sér amk ekki leiðast í Reykjavík meðan að þeir bíða eftir úrslitaleik gegn @vikingurfc pic.twitter.com/4EuOtayri1— Aron Guðmundsson (@ronnigudmunds) June 23, 2022 Visiting Reykjavík #andorra #ísland #iceland #inter #vikingur #championslesgue pic.twitter.com/BHt7HKbwwJ— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 23, 2022 Þekktasti leikmaður Inter er Ildefons Lima. Óhætt er að kalla hann reynslubolta en Lima er nefnilega á 43. aldursári og hefur spilað í meistaraflokki síðan 1997. Þá voru margir samherja hans ekki fæddir. Lima, sem fæddist 10. desember 1979 í Barcelona, er leikja- og markahæstur í sögu landsliðs Andorra með 134 leiki og ellefu mörk, þrátt fyrir að vera miðvörður. Hann lék sinn fyrsta landsleik 22. júní 1997. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Lima rífur kjaft við Joleon Lescott í leik Englands og Andorra á Wembley sumarið 2009.getty/Phil Cole Þegar Lima var enn ungur mætti hann Íslandi í undankeppni EM 2000. Hann var í byrjunarliði Andorra í fyrri leik liðanna 27. mars 1999. Ísland vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Í byrjunarliði Íslands var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Leiðir þeirra liggja nú aftur saman, 23 árum seinna, þótt hlutverkin séu ólík. Arnar er á hliðarlínunni en Lima enn að spila. Arnar Gunnlaugsson endurnýjar kynnin við Lima í kvöld.vísir/Hulda Margrét Lima lék ekki seinni leik Íslands og Andorra í undankeppni EM 2000 sem Íslendingar unnu 3-0. Hann hefur þó mætt Íslandi þrisvar sinnum síðan, í vináttulandsleik 2002 og svo í tveimur leikjum í undankeppni EM 2020. Í marki Íslands í leikjunum gegn Andorra 2019 stóð Hannes Þór Halldórsson, nýjasti leikmaður Víkings. Þeir Lima hittust í Víkinni fyrr í vikunni og hinn síungi Lima birti mynd af þeim saman á Twitter. Nice to see you again @hanneshalldors #andorra #ísland #halldorsson #keeper #reykjavik #vikingur #iceland #legend #worldcup #vikingclap pic.twitter.com/j7rSyR2np2— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 19, 2022 Sigurvegarinn í leik Víkings og Inter mætir Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Þjálfari Malmö er Víkingum vel kunnur; Milos Milojevic, fyrrverandi leikmaður og þjálfari þeirra rauðsvörtu. Leikur Víkings og Inter hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Andorra Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Meistaradeild Evrópu tímabilið 2022-23 hófst í Víkinni á þriðjudaginn. Inter Club d'Escaldes vann þá La Fiorita frá San Marinó, 2-1, á meðan Víkingur rústaði Levadia Tallin frá Eistlandi, 6-1. Miðað við leikina tvo á þriðjudaginn eru Víkingar mörgum ljósárum á undan Inter í getu og allt nema stórsigur Íslands- og bikarmeistaranna í kvöld yrði að teljast óvænt. En hver svo sem úrslit leiksins í kvöld verða ætla leikmenn Inter allavega að njóta dvalarinnar í Reykjavík til hins ítrasta. Í gær sást til þeirra á hlaupahjólum á Austurvelli og þá skoðuðu þeir Hallgrímskirkju. Leikmenn Inter Club d Escaldes láta sér amk ekki leiðast í Reykjavík meðan að þeir bíða eftir úrslitaleik gegn @vikingurfc pic.twitter.com/4EuOtayri1— Aron Guðmundsson (@ronnigudmunds) June 23, 2022 Visiting Reykjavík #andorra #ísland #iceland #inter #vikingur #championslesgue pic.twitter.com/BHt7HKbwwJ— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 23, 2022 Þekktasti leikmaður Inter er Ildefons Lima. Óhætt er að kalla hann reynslubolta en Lima er nefnilega á 43. aldursári og hefur spilað í meistaraflokki síðan 1997. Þá voru margir samherja hans ekki fæddir. Lima, sem fæddist 10. desember 1979 í Barcelona, er leikja- og markahæstur í sögu landsliðs Andorra með 134 leiki og ellefu mörk, þrátt fyrir að vera miðvörður. Hann lék sinn fyrsta landsleik 22. júní 1997. Lima er aðeins annar tveggja evrópskra leikmanna sem hafa leikið landsleik á fjórum mismunandi áratugum. Hinn er Finninn Jari Litmanen. Lima rífur kjaft við Joleon Lescott í leik Englands og Andorra á Wembley sumarið 2009.getty/Phil Cole Þegar Lima var enn ungur mætti hann Íslandi í undankeppni EM 2000. Hann var í byrjunarliði Andorra í fyrri leik liðanna 27. mars 1999. Ísland vann leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Í byrjunarliði Íslands var Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings. Leiðir þeirra liggja nú aftur saman, 23 árum seinna, þótt hlutverkin séu ólík. Arnar er á hliðarlínunni en Lima enn að spila. Arnar Gunnlaugsson endurnýjar kynnin við Lima í kvöld.vísir/Hulda Margrét Lima lék ekki seinni leik Íslands og Andorra í undankeppni EM 2000 sem Íslendingar unnu 3-0. Hann hefur þó mætt Íslandi þrisvar sinnum síðan, í vináttulandsleik 2002 og svo í tveimur leikjum í undankeppni EM 2020. Í marki Íslands í leikjunum gegn Andorra 2019 stóð Hannes Þór Halldórsson, nýjasti leikmaður Víkings. Þeir Lima hittust í Víkinni fyrr í vikunni og hinn síungi Lima birti mynd af þeim saman á Twitter. Nice to see you again @hanneshalldors #andorra #ísland #halldorsson #keeper #reykjavik #vikingur #iceland #legend #worldcup #vikingclap pic.twitter.com/j7rSyR2np2— Ildefonso Lima Solà (@ildelima6) June 19, 2022 Sigurvegarinn í leik Víkings og Inter mætir Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í næsta mánuði. Þjálfari Malmö er Víkingum vel kunnur; Milos Milojevic, fyrrverandi leikmaður og þjálfari þeirra rauðsvörtu. Leikur Víkings og Inter hefst klukkan 19:30 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Víkingur Reykjavík Andorra Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalinn í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Í beinni: Valencia - Real Sociedad | Hvernig kemur Orri undan sumri? Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn