Lúxushótel með 40 herbergjum byggt á Grenivík Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. júní 2022 08:05 Lúxus hótelið á Grenivík, sem framkvæmdir eru hafnar við. Hótelið verður glæslegt í alla staði og útsýnið frá því stórkostlegt. Aðsend Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt sjö þúsund fermetra lúxus hótel á Grenivík. Fjörutíu herbergi verða á hótelinu, þar af fjórar svítur. Grýtubakkahreppur er við austanverðan Eyjafjörð. Í sveitarfélaginu búa um 370 íbúar, um 300 á Grenivík og um 70 manns í blómlegri sveit suður af Grenivík. Það er mjög snyrtilegt í þorpinu og mannlíf þar gott, enda hjálpast allir við að gera flott sveitarfélag að enn betra sveitarfélagi. Á staðnum eru flott fyrirtæki eins og harðfiskframleiðsla á eyjabita og lyfjafyrirtækið Pharmarctica svo eitthvað sé nefnt. Grýtubakkahreppur er mjög vel rekið enda á það töluvert af kvóta og gerir vel við íbúa sína. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. „Það er mikil samheldni í fólki hérna og jákvæðni, mikil jákvæðni og mikil uppbygging í gangi, nóg að gera, það vantar bara fleira fólk. Það er hér fyrirtæki, sem er að fara að byggja hérna hátt í sjö þúsund fermetra lúxus hótel, sem á að opna eftir eitt og hálft ár. Ég ætla að vona að þeir finni iðnaðarmenn í það, það er dálítill skortur á þeim.“ Segir Ingólfur og bætir við. „Þetta verða 40 herbergi og ég held að það séu einhverjar fjórar svítur að minnsta kosti, 150 til 160 fermetrar í hótelinu“. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. Hann talar líka skemmtilega og hreina norðlensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru mjög ánægðir með að búa á Grenivík. „Ég hef alltaf búið hérna og finnst bara mjög gott, gott að ala börnin hérna upp,“ segir Gyða Dröfn Árnadóttir. „Þetta er bara rólegur og snyrtilegur staður með góðu fólki,“ segir Guðrún Árnadóttir. „Það er mikil samstaða á Grenivík og allir góðir við hvern annan,“ segir Brynhildur Jóna Helgadóttir. Grýtubakkahreppur er sjálfstætt sveitarfélag, sem er mjög vel stætt. En á sveitarfélagið svona mikið af peningum? „Já, fullt rassgatið af peningum,“ segir Brynhildur Jóna og skellihlær. „Hér býr bara skemmtilegt og gott fólk, samstaða er mikil og allir góðir við alla, bara stuð,“ segir Margrét Ösp Stefánsdóttir. „Ég held að það sé bara allt samfélagið, sem gerir það að svona góðu samfélagi, það er samstaða um nánast allt. Það er góð stemming á meðal íbúa, allir skemmtilegir og alltaf nóg að gera, okkur vantar bara fleira fólk til okkar,“ segir Gunnþór Ingimar Svavarsson. Öflug harðfiskframleiðsla er á Grenivík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hressir strákar á Grenivík taka undir með fullorðna fólkinu, þeir segja frábært að búa á staðnum, það sé stutt að fara til vina sinna, staðurinn sé lítill og það þekki allir alla. Myndband af nýja lúxus hótelinu Hressir og skemmtilegir strákar á Grenivík, sem segja frábært að búa á staðnum og það sé mjög stutt að fara til vina sinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grýtubakkahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Grýtubakkahreppur er við austanverðan Eyjafjörð. Í sveitarfélaginu búa um 370 íbúar, um 300 á Grenivík og um 70 manns í blómlegri sveit suður af Grenivík. Það er mjög snyrtilegt í þorpinu og mannlíf þar gott, enda hjálpast allir við að gera flott sveitarfélag að enn betra sveitarfélagi. Á staðnum eru flott fyrirtæki eins og harðfiskframleiðsla á eyjabita og lyfjafyrirtækið Pharmarctica svo eitthvað sé nefnt. Grýtubakkahreppur er mjög vel rekið enda á það töluvert af kvóta og gerir vel við íbúa sína. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. „Það er mikil samheldni í fólki hérna og jákvæðni, mikil jákvæðni og mikil uppbygging í gangi, nóg að gera, það vantar bara fleira fólk. Það er hér fyrirtæki, sem er að fara að byggja hérna hátt í sjö þúsund fermetra lúxus hótel, sem á að opna eftir eitt og hálft ár. Ég ætla að vona að þeir finni iðnaðarmenn í það, það er dálítill skortur á þeim.“ Segir Ingólfur og bætir við. „Þetta verða 40 herbergi og ég held að það séu einhverjar fjórar svítur að minnsta kosti, 150 til 160 fermetrar í hótelinu“. Ingólfur Kristinn er fæddur og uppalinn á Grenivík og þekkir því mjög vel til staðarins. Hann rekur m.a. gistiheimili og er smiður. Hann talar líka skemmtilega og hreina norðlensku.Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúarnir eru mjög ánægðir með að búa á Grenivík. „Ég hef alltaf búið hérna og finnst bara mjög gott, gott að ala börnin hérna upp,“ segir Gyða Dröfn Árnadóttir. „Þetta er bara rólegur og snyrtilegur staður með góðu fólki,“ segir Guðrún Árnadóttir. „Það er mikil samstaða á Grenivík og allir góðir við hvern annan,“ segir Brynhildur Jóna Helgadóttir. Grýtubakkahreppur er sjálfstætt sveitarfélag, sem er mjög vel stætt. En á sveitarfélagið svona mikið af peningum? „Já, fullt rassgatið af peningum,“ segir Brynhildur Jóna og skellihlær. „Hér býr bara skemmtilegt og gott fólk, samstaða er mikil og allir góðir við alla, bara stuð,“ segir Margrét Ösp Stefánsdóttir. „Ég held að það sé bara allt samfélagið, sem gerir það að svona góðu samfélagi, það er samstaða um nánast allt. Það er góð stemming á meðal íbúa, allir skemmtilegir og alltaf nóg að gera, okkur vantar bara fleira fólk til okkar,“ segir Gunnþór Ingimar Svavarsson. Öflug harðfiskframleiðsla er á Grenivík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nokkrir hressir strákar á Grenivík taka undir með fullorðna fólkinu, þeir segja frábært að búa á staðnum, það sé stutt að fara til vina sinna, staðurinn sé lítill og það þekki allir alla. Myndband af nýja lúxus hótelinu Hressir og skemmtilegir strákar á Grenivík, sem segja frábært að búa á staðnum og það sé mjög stutt að fara til vina sinna.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grýtubakkahreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira