Illmennið Gru og skósveinar hans hafa verið vinsælir meðal ungra áhorfenda frá því fyrsta myndin, Aulinn ég, kom út árið 2010. Síðan þá hafa tvær framhaldsmyndir komið út auk sjálfstæða framhaldsins Skósveinarnir sem kom út árið 2015. Stefnt er að því að fjórða myndin í röðinni komi út 2024.
Í júlí í ár er hins vegar væntanleg önnur mynd um skósveinana gulu, Skósveinarnir: Gru rís upp, sem fjallar um upphaf ferils Gru og skósveinanna.
Í samtali Carell við Digital Spy, sem talar fyrir Gru, sagði hann upptökur fyrir fjórðu myndina þegar hafnar og að myndin væri rökrétt framhald í sögunni um Gru og fjölskyldu hans.
Í viðtalinu sagðist Carrell ekki fyllilega hafa skilið hvað skósveinarnir væru eiginlega þegar þeir voru fyrst útskýrðir fyrir honum en þegar hann sá þá í myndinni hafi hann loks skilið þá. Hann sagði háttprýði, gæsku og ást vera undirliggjandi í allri þeirra hegðun auk þess sem þeir væru fyndnir.