Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. júní 2022 08:55 Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra sagði við opnun meðferðarheimilisins að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem hann hafi fengið að klippa borða í ráðherratíð sinni. Vísir/Tryggvi Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins. Heimilið er staðsett við Laugaland þar sem um árabil var rekið einkarekið meðferðarheimili fyrir stúlkur. Barna- og fjölskyldustofa hefur nú opnað nýtt ríkisrekið heimili í húsnæðinu. Engin starfsemi hefur verið í húsinu frá því á janúar á síðasta ári, þar til nú. „Hér koma stúlkur og kynsegin sem eru að sýna alvarlega andfélagslega hegðun og eiga þá annað hvort afbrota- eða neyslusögu eða eitthvað slíkt, alvarlega hegðunarörðugleika,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Barna- og fjölskyldustofu. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra fékk þann heiður að opna heimilið, sem fengið hefur nafnið Bjargey. „Markmið hér er að búa þessum krökkum sem koma hingað betra líf. Kynna þau í rauninni fyrir því sem gott er og vinna sértækt í þeirra vanda,“ segir Funi. Heimilið opnar nýja möguleika í meðferðarkerfinu fyrir ungmenni. „Þetta skiptir sköpum fyrir okkar meðferðarkerfi. Við höfum verið í mjög fábrotnu umhverfi þar sem við höfum haft Stuðla og Lækjarbakka. Þetta hefur bara verið of lítið. Þetta er alveg mjög kærkomin viðbót,“ segir Funi. Tvær stúlkur eru þegar fluttar inn, en pláss er fyrir fjögur til fimm ungmenni í einu. „Þetta er seinasta hálmstráið í okkar úrræðum hvað varðar börn. Þetta er langtímameðferð þannig að hér koma bara þeir sem virkilega þurfa á því að halda og þetta er held ég bara lífspursmál.“ Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Meðferðarheimili Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira
Heimilið er staðsett við Laugaland þar sem um árabil var rekið einkarekið meðferðarheimili fyrir stúlkur. Barna- og fjölskyldustofa hefur nú opnað nýtt ríkisrekið heimili í húsnæðinu. Engin starfsemi hefur verið í húsinu frá því á janúar á síðasta ári, þar til nú. „Hér koma stúlkur og kynsegin sem eru að sýna alvarlega andfélagslega hegðun og eiga þá annað hvort afbrota- eða neyslusögu eða eitthvað slíkt, alvarlega hegðunarörðugleika,“ segir Funi Sigurðsson, framkvæmdastjóri meðferðasviðs Barna- og fjölskyldustofu. Ásmundur Einar Daðason barnamálaráðherra fékk þann heiður að opna heimilið, sem fengið hefur nafnið Bjargey. „Markmið hér er að búa þessum krökkum sem koma hingað betra líf. Kynna þau í rauninni fyrir því sem gott er og vinna sértækt í þeirra vanda,“ segir Funi. Heimilið opnar nýja möguleika í meðferðarkerfinu fyrir ungmenni. „Þetta skiptir sköpum fyrir okkar meðferðarkerfi. Við höfum verið í mjög fábrotnu umhverfi þar sem við höfum haft Stuðla og Lækjarbakka. Þetta hefur bara verið of lítið. Þetta er alveg mjög kærkomin viðbót,“ segir Funi. Tvær stúlkur eru þegar fluttar inn, en pláss er fyrir fjögur til fimm ungmenni í einu. „Þetta er seinasta hálmstráið í okkar úrræðum hvað varðar börn. Þetta er langtímameðferð þannig að hér koma bara þeir sem virkilega þurfa á því að halda og þetta er held ég bara lífspursmál.“
Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Meðferðarheimili Fíkn Heilbrigðismál Geðheilbrigði Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Sjá meira