Guðmundur í harðri baráttu um sæti á The Open Sindri Sverrisson skrifar 28. júní 2022 14:29 Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús freista þess að komast inn á The Open. seth@golf.is Nú stendur yfir lokaúrtökumótið fyrir The Open, opna breska mótið í golfi, og freista tveir Íslendingar þess að komast inn á þetta virta risamót. Haraldur Franklín Magnús varð fyrstur íslenskra karla til að komast inn á The Open þegar hann lenti í öðru sæti á úrtökumóti árið 2018. Það þarf hins vegar allt að ganga upp hjá honum á lokakaflanum í ár til að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast áfram. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er hins vegar í betri stöðu nú þegar verið er að spila seinni hringinn af tveimur. Lokaúrtökumótið fer fram á fjórum völlum samtímis og komast efstu fjórir á hverjum velli áfram á The Open sem fram fer um miðjan júlí. Guðmundur og Haraldur keppa á mótinu á The Prince's vellinum á Englandi. Guðmundur var, þegar þetta er skrifað, að fá örn á áttundu holu og vinna sig upp í 3. sæti en hann er þó jafn sjö öðrum kylfingum þar. Þeir eru samtals á -2 höggum hver en Guðmundur lék fyrri hring mótsins á pari. Gangi vel hjá honum síðustu tíu holurnar á Guðmundur mjög raunhæfa möguleika á að spila á St. Andrews vellinum þegar The Open fer þar fram. Haraldur er samtals á +1 höggi og er í 19. sæti þegar hann á níu holur eftir. Alls eru 288 kylfingar á völlunum fjórum að keppa um sætin sextán sem í boði eru. Gripið er til bráðabana ef þess þarf til að skera úr um það hverjir enda í fjórum efstu sætunum á hverjum velli. Golf Opna breska Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús varð fyrstur íslenskra karla til að komast inn á The Open þegar hann lenti í öðru sæti á úrtökumóti árið 2018. Það þarf hins vegar allt að ganga upp hjá honum á lokakaflanum í ár til að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast áfram. Guðmundur Ágúst Kristjánsson er hins vegar í betri stöðu nú þegar verið er að spila seinni hringinn af tveimur. Lokaúrtökumótið fer fram á fjórum völlum samtímis og komast efstu fjórir á hverjum velli áfram á The Open sem fram fer um miðjan júlí. Guðmundur og Haraldur keppa á mótinu á The Prince's vellinum á Englandi. Guðmundur var, þegar þetta er skrifað, að fá örn á áttundu holu og vinna sig upp í 3. sæti en hann er þó jafn sjö öðrum kylfingum þar. Þeir eru samtals á -2 höggum hver en Guðmundur lék fyrri hring mótsins á pari. Gangi vel hjá honum síðustu tíu holurnar á Guðmundur mjög raunhæfa möguleika á að spila á St. Andrews vellinum þegar The Open fer þar fram. Haraldur er samtals á +1 höggi og er í 19. sæti þegar hann á níu holur eftir. Alls eru 288 kylfingar á völlunum fjórum að keppa um sætin sextán sem í boði eru. Gripið er til bráðabana ef þess þarf til að skera úr um það hverjir enda í fjórum efstu sætunum á hverjum velli.
Golf Opna breska Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira