Strætó og Hopp vilja sameina krafta sína Snorri Másson skrifar 1. júlí 2022 08:16 Hopp og Strætó eiga nú í samstarfi og vonast til að geta gert fólki kleift að samtengja ferð með rafskútu og strætisvagni. Svona ferðir gætu orðið mikilvægur þáttur í starfsemi rafskútufyrirtækisins þegar fram í sækir. Þegar Hoppið kom fram á sjónarsviðið fyrir örfáum árum sáu margir fyrir sér að þar væri kominn nýr erkióvinur Strætó. En það er ekki rétt hugsun, heldur vilja þessir samgöngumátar vera vinir. Samhæfingin er hafin; þegar má sjá hvar rafskútur leynast nærri stoppistöðvum á Strætó.is Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þar að auki telji hún að til standi að láta nærliggjandi Hopphjól birtast á skjám Strætó á Hlemmi. „Það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, vegna þess að við vitum að fólk er byrjað að taka upp Hopp-appið og leita sér að skútu þegar það er í Strætó að koma, inn í höfuðborgina til dæmis. Þannig að það skiptir miklu máli að fá skúturnar inn í Strætó-appið, að sjálfsögðu,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp.Vísir/Egill Bæði Hopp og Strætó vilja að hægt sé að nota sömu tækni til að greiða fyrir heildarferðina. „Hvort það verði inneign hjá Hopp eða hvort þetta leiði þig inn í Hopp-appið, þetta eru bara tækniútfærslur sem þurfa að eiga sér stað þegar samtalið byrjar. En það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að við förum að tala um þetta,“ segir Sæunn. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir í samtali við fréttastofu að nú þegar Klappið - nýtt greiðslukerfi Strætó - er komið í gagnið, sé stefnt að því að þróa lausn til að leyfa farþegum að skipuleggja alla ferðina á einum stað. Tæknin sé til, næsta skref er að hefja ferlið. Þar koma líka önnur rafskútufyrirtæki inn í myndina, en Hopp er óneitanlega risi á markaðnum. Stofnað 2019 og starfsmennirnir orðnir um 50. „Rafskúturnar sem eru að fara núna 6.000 ferðir á dag, þið getið ímyndað ykkur hversu mikilvægt þetta er í samgönguflórunni. Þannig að það að það séu ekki rafskútustæði fyrir utan hverja einustu strætóstoppistöð, það bara skil ég ekki,“ segir Sæunn. Sagt var frá því að Borgarlínu seinkar. En Hopp er á fleygiferð; Hopphjólum er nú að fjölga úr 1000 í 3000 og næst á dagskrá er að hefja starfsemi í Árbæ og Grafarvogi. Nýtt verkstæði Hopp; nokkur af þeim 1.000 rafhlaupahjólum sem þegar eru í þjónustu fyrirtækisins.Vísir/Egill Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Tengdar fréttir 2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Þegar Hoppið kom fram á sjónarsviðið fyrir örfáum árum sáu margir fyrir sér að þar væri kominn nýr erkióvinur Strætó. En það er ekki rétt hugsun, heldur vilja þessir samgöngumátar vera vinir. Samhæfingin er hafin; þegar má sjá hvar rafskútur leynast nærri stoppistöðvum á Strætó.is Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þar að auki telji hún að til standi að láta nærliggjandi Hopphjól birtast á skjám Strætó á Hlemmi. „Það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, vegna þess að við vitum að fólk er byrjað að taka upp Hopp-appið og leita sér að skútu þegar það er í Strætó að koma, inn í höfuðborgina til dæmis. Þannig að það skiptir miklu máli að fá skúturnar inn í Strætó-appið, að sjálfsögðu,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp.Vísir/Egill Bæði Hopp og Strætó vilja að hægt sé að nota sömu tækni til að greiða fyrir heildarferðina. „Hvort það verði inneign hjá Hopp eða hvort þetta leiði þig inn í Hopp-appið, þetta eru bara tækniútfærslur sem þurfa að eiga sér stað þegar samtalið byrjar. En það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að við förum að tala um þetta,“ segir Sæunn. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir í samtali við fréttastofu að nú þegar Klappið - nýtt greiðslukerfi Strætó - er komið í gagnið, sé stefnt að því að þróa lausn til að leyfa farþegum að skipuleggja alla ferðina á einum stað. Tæknin sé til, næsta skref er að hefja ferlið. Þar koma líka önnur rafskútufyrirtæki inn í myndina, en Hopp er óneitanlega risi á markaðnum. Stofnað 2019 og starfsmennirnir orðnir um 50. „Rafskúturnar sem eru að fara núna 6.000 ferðir á dag, þið getið ímyndað ykkur hversu mikilvægt þetta er í samgönguflórunni. Þannig að það að það séu ekki rafskútustæði fyrir utan hverja einustu strætóstoppistöð, það bara skil ég ekki,“ segir Sæunn. Sagt var frá því að Borgarlínu seinkar. En Hopp er á fleygiferð; Hopphjólum er nú að fjölga úr 1000 í 3000 og næst á dagskrá er að hefja starfsemi í Árbæ og Grafarvogi. Nýtt verkstæði Hopp; nokkur af þeim 1.000 rafhlaupahjólum sem þegar eru í þjónustu fyrirtækisins.Vísir/Egill
Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Tengdar fréttir 2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54