Rússar hafa nánast lagt Luhansk hérað undir sig Heimir Már Pétursson skrifar 30. júní 2022 21:00 Það náðist mynd á eftirlitsmyndavél þegar eldflaugin sprakk í verslunarmiðstöðinni. AP/forsetaskrifstofa Úkraínu Rússar eru við það að ná fullum yfirráðum yfir síðustu borginni í Luhansk héraði eftir harða bardaga undanfarnar vikur. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að útvega Úkraínumönnum þau vopn sem dugi til að þeir vinni stríðið í Úkraínu. Ættingjar og vinir hafa lagt blóm við rústirnar af verslunarmiðstöðinni til minningar um þá sem féllu.AP/Efrem Lukatsky Rússar eru við það að ná yfirráðum yfir öllu Luhansk héraði þar sem síðasta vígið er borgin Lysychansk en Úkraínumenn ráða enn yfir um helmingi Donetsk héraðs. Lysychansk er nánast algerlega umkringd Rússum sem mistókst þó að ráðast inn í borgina í gær. Oleksandr Baybuza er einn fjölmargra sem sakna ástvina eftir sprenginguna í verslunarmiðstöðinni á mánudag. Hann lifir enn í voninni að finna mág sinn á lífi þótt líkurnar séu ekki miklar.AP/Efrem Lukatsky Sumir binda enn vonir við að finna ástvini sina á lífi, eða að minnsta kosti líkamsleifar þeirra, í rústum verslunarmiðstöðvar sem Rússar sprengdu í loft upp meðeldflaug í Kremenchuk á mánudag. Að minnsta kosti átján óbreyttir borgarar létust, um sextíu særðust og tuttugu er saknað. Oleksandr Baybuza leitar að mági sínum en síðast var vitað af honum við störf í verslunarmiðstöðinni á mánudag. „Allir vona að hann sé á lífi, að hann sé særður einhvers staðar. Við missum aldrei vonina og bíðum eftir góðum fréttum. Við vonum að hann sé á lífi," segir Baybuza þar sem hann stendur ásamt fleirum sem eiga um sárt að binda við rústirnar. Möguleikarnir að finna einhvern á lífi eru engir. Vladimir Putin forseti Rússlands sver og sárt við leggur eina ferðina enn að Rússar geri ekki árásir á óbreytta borgara þótt sönnunargögnin blasi við um alla Úkraínu.AP/Alexander Zemlianichenko Putin Rússlandsforseti heldur hins vegar áfram að þræta fyrir árásir á borgarleg skotmörk þrátt fyrir ógrynni sönnunargagna um hið gagnstæða, bæði í Kremenchuk sem og annars staðar í Úkraínu. „Rússneski herinn gerir ekki árásir á borgaraleg skotmörk. Við þurfum þess ekki. Við vitum vel um staðsetningu skotmarka og með nákvæmum, langdrægum vopnum hæfum við þau. En auðvitað fæ ég nákvæmari upplýsingar við komuna til Moskvu,“ sagði Putin eftir leiðtogafund ríkja við Kaspíahaf í Turkmenistan í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir að ekki eigi að hlusta á yfirlýsingar Putins heldur mæta honum af fullkominni hörku þannig að Úkraína vinni stríðið.AP/Paul White Aðildarríki NATO hétu Úkraínumönnum enn frekari hernaðarstuðningi á leiðtogafundi i Madrid í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir Breta ætla að auka hernaðaraðstoðina um einn milljarð punda. „Við þurfum að halda ótrauð áfram, halda áfram að styðja Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðunum gagnvart Rússum og hunsa orðræðu Vladimirs Pútíns. Hið eina sem skiptir máli er það sem gerist á vígvellinum,“ sagði Truss í Madrid í dag. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Ættingjar og vinir hafa lagt blóm við rústirnar af verslunarmiðstöðinni til minningar um þá sem féllu.AP/Efrem Lukatsky Rússar eru við það að ná yfirráðum yfir öllu Luhansk héraði þar sem síðasta vígið er borgin Lysychansk en Úkraínumenn ráða enn yfir um helmingi Donetsk héraðs. Lysychansk er nánast algerlega umkringd Rússum sem mistókst þó að ráðast inn í borgina í gær. Oleksandr Baybuza er einn fjölmargra sem sakna ástvina eftir sprenginguna í verslunarmiðstöðinni á mánudag. Hann lifir enn í voninni að finna mág sinn á lífi þótt líkurnar séu ekki miklar.AP/Efrem Lukatsky Sumir binda enn vonir við að finna ástvini sina á lífi, eða að minnsta kosti líkamsleifar þeirra, í rústum verslunarmiðstöðvar sem Rússar sprengdu í loft upp meðeldflaug í Kremenchuk á mánudag. Að minnsta kosti átján óbreyttir borgarar létust, um sextíu særðust og tuttugu er saknað. Oleksandr Baybuza leitar að mági sínum en síðast var vitað af honum við störf í verslunarmiðstöðinni á mánudag. „Allir vona að hann sé á lífi, að hann sé særður einhvers staðar. Við missum aldrei vonina og bíðum eftir góðum fréttum. Við vonum að hann sé á lífi," segir Baybuza þar sem hann stendur ásamt fleirum sem eiga um sárt að binda við rústirnar. Möguleikarnir að finna einhvern á lífi eru engir. Vladimir Putin forseti Rússlands sver og sárt við leggur eina ferðina enn að Rússar geri ekki árásir á óbreytta borgara þótt sönnunargögnin blasi við um alla Úkraínu.AP/Alexander Zemlianichenko Putin Rússlandsforseti heldur hins vegar áfram að þræta fyrir árásir á borgarleg skotmörk þrátt fyrir ógrynni sönnunargagna um hið gagnstæða, bæði í Kremenchuk sem og annars staðar í Úkraínu. „Rússneski herinn gerir ekki árásir á borgaraleg skotmörk. Við þurfum þess ekki. Við vitum vel um staðsetningu skotmarka og með nákvæmum, langdrægum vopnum hæfum við þau. En auðvitað fæ ég nákvæmari upplýsingar við komuna til Moskvu,“ sagði Putin eftir leiðtogafund ríkja við Kaspíahaf í Turkmenistan í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir að ekki eigi að hlusta á yfirlýsingar Putins heldur mæta honum af fullkominni hörku þannig að Úkraína vinni stríðið.AP/Paul White Aðildarríki NATO hétu Úkraínumönnum enn frekari hernaðarstuðningi á leiðtogafundi i Madrid í gær. Liz Truss utanríkisráðherra Bretlands segir Breta ætla að auka hernaðaraðstoðina um einn milljarð punda. „Við þurfum að halda ótrauð áfram, halda áfram að styðja Úkraínu, viðhalda refsiaðgerðunum gagnvart Rússum og hunsa orðræðu Vladimirs Pútíns. Hið eina sem skiptir máli er það sem gerist á vígvellinum,“ sagði Truss í Madrid í dag.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Vladimír Pútín Tengdar fréttir Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53 Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Putin segir sókn Rússa stöðuga og samkvæmt áætlun Putin Rússlandsforseti þvertekur fyrir að ráðist sé á borgaraleg skotmörk í Úkraínu. Sókn rússneskra hersveita væri stöðug og gengi samkvæmt áætlun. Utanríkisráðherra Bretlands segir Vesturlönd verða að auka stuðning sinn við Úkraínumenn og sjá til þess að þeir gersigri rússneska innrásarliðið. 30. júní 2022 11:53
Vaktin: Pútín hafnar því að Rússar haldi úkraínskum flutningaskipum föstum Vladímír Pútín Rússlandsforseti hafnar því að Rússar haldi flutningaskipum föstum í úkraínskum höfnum. Einnig gerði hann lítið úr áhrifum kornskorts á heimsmarkað og sagði refsiaðgerðir Vesturlanda valda hækkandi matarverði. 30. júní 2022 08:57