Viðurkenndi lögbrot vegna Tónaflóðs eftir vandlega yfirlegu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 08:39 Ríkisútvarpið þarf að greiða 1,5 milljónir í stjórnvaldssekt vegna málsins. Vísir/Vilhelm Ríkisútvarpið braut lög vegna kostunar á þáttunum Tónaflóð sem sýndir voru á sumrin 2020 og 2021. Eftir athugun Fjölmiðlanefndar og vandlega yfirlegu Ríkisútvarpsins komst ríkisfjölmiðillinn sjálfur að þeirri niðurstöðu að kostun þáttanna hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Tónaflóð var sýnt í beinni útsendingu umrædd sumur. Um var að ræða beina útsendingu frá sumartónleikum RÚV og Rásar 2. Tónlistarmenn ferðuðust um landið og sýnt var beint frá tónleikum sem haldnir voru í öllum landshlutum. Þekktum tónlistarmönnum úr héraði var boðið að taka lagið með hljómsveitinni Albatross. Þættirnir voru kostaðir. Taldi RÚV að kostun á þáttunum væri heimild þar sem lög um Ríkisútvarpið heimila kostun á því sem nefnist íburðarmiklir viðburðir. Ábending barst um að kostun Tónaflóðs Málið var tekið til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd eftir að ábending barst um að Tónaflóðsþættirnir gætu ekki talist falla undir þann flokk. Í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar kom fram að stofnunin hafi hins vegar upphaflega litið á að þættirnir féllu undir þann flokk. Var það meðal annars rökstudd með því að árleg útsending RÚV og Rásar frá útitónleikum Menningarnætur félli undir flokkinn íburðarmikill viðburður. Ákveðið hafi verið sumarið 2020, meðal annars í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu, að fjölga tónleikum og færa þá landsbyggðinni. Stórtónleikar á Menningarnótt tengjast málinu.Vísir/Vilhelm Hafi tónleikar verið haldnir víðs vegar um landið það sumar undir merkjum Tónaflóðs. Til hafi staðið að ljúka tónleikaröðinni með stórtónleikum frá Arnarhóli í Reykjavík á Menningarnótt en ekki hafi orðið af því vegna sóttvarnarráðstafana. Þess í stað hafi lokatónleikarnir farið fram í Gamla bíói. Hafi þættirnir Tónaflóð verið hugsaðir sem „safn tónleika í einu knippi“, það er að litið hafi verið svo á að einstakir tónleikar væru samofnir útsendingu lokatónleika Menningarnætur og þannig hafi þeir verið taldir flokkast undir að vera íburðarmikill dagskrárliður. Lágu yfir málinu og komust að því að lög hafi verið brotin Hins vegar kemur einnig fram í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar að eftir vandlega yfirlegu hafi RÚV komist að þeirri niðurstöðu að kostun Tónaflóðs hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Hvorki hafi verið um að ræða þáttaröð sem talist geti íburðarmikill dagskrárliður samkvæmt lögum og skilgreiningu í auglýsingareglum RÚV, og hafi enda aldrei verið litið svo á, né geti einstakar útsendingar, að Menningarnótt frátalinni, talist íburðarmiklar eftir efni sínu. Þá hafi ekki verið rétt að líta á allar útsendingarnar sem eina samfellda heild, líkt og raunin hafi verið. Fjölmiðlanefnd hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Sjá meira
Tónaflóð var sýnt í beinni útsendingu umrædd sumur. Um var að ræða beina útsendingu frá sumartónleikum RÚV og Rásar 2. Tónlistarmenn ferðuðust um landið og sýnt var beint frá tónleikum sem haldnir voru í öllum landshlutum. Þekktum tónlistarmönnum úr héraði var boðið að taka lagið með hljómsveitinni Albatross. Þættirnir voru kostaðir. Taldi RÚV að kostun á þáttunum væri heimild þar sem lög um Ríkisútvarpið heimila kostun á því sem nefnist íburðarmiklir viðburðir. Ábending barst um að kostun Tónaflóðs Málið var tekið til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd eftir að ábending barst um að Tónaflóðsþættirnir gætu ekki talist falla undir þann flokk. Í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar kom fram að stofnunin hafi hins vegar upphaflega litið á að þættirnir féllu undir þann flokk. Var það meðal annars rökstudd með því að árleg útsending RÚV og Rásar frá útitónleikum Menningarnætur félli undir flokkinn íburðarmikill viðburður. Ákveðið hafi verið sumarið 2020, meðal annars í ljósi þeirra aðstæðna sem þá ríktu, að fjölga tónleikum og færa þá landsbyggðinni. Stórtónleikar á Menningarnótt tengjast málinu.Vísir/Vilhelm Hafi tónleikar verið haldnir víðs vegar um landið það sumar undir merkjum Tónaflóðs. Til hafi staðið að ljúka tónleikaröðinni með stórtónleikum frá Arnarhóli í Reykjavík á Menningarnótt en ekki hafi orðið af því vegna sóttvarnarráðstafana. Þess í stað hafi lokatónleikarnir farið fram í Gamla bíói. Hafi þættirnir Tónaflóð verið hugsaðir sem „safn tónleika í einu knippi“, það er að litið hafi verið svo á að einstakir tónleikar væru samofnir útsendingu lokatónleika Menningarnætur og þannig hafi þeir verið taldir flokkast undir að vera íburðarmikill dagskrárliður. Lágu yfir málinu og komust að því að lög hafi verið brotin Hins vegar kemur einnig fram í svörum RÚV til Fjölmiðlanefndar að eftir vandlega yfirlegu hafi RÚV komist að þeirri niðurstöðu að kostun Tónaflóðs hafi ekki samrýmst lögum um Ríkisútvarpið. Hvorki hafi verið um að ræða þáttaröð sem talist geti íburðarmikill dagskrárliður samkvæmt lögum og skilgreiningu í auglýsingareglum RÚV, og hafi enda aldrei verið litið svo á, né geti einstakar útsendingar, að Menningarnótt frátalinni, talist íburðarmiklar eftir efni sínu. Þá hafi ekki verið rétt að líta á allar útsendingarnar sem eina samfellda heild, líkt og raunin hafi verið. Fjölmiðlanefnd hefur sektað RÚV um 1,5 milljónir vegna málsins.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Stjórnsýsla Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Sjá meira