Birti myndir af áverkunum sem Bridges veitti henni: „Get ekki þagað lengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2022 11:31 Það stórsá á Mychelle Johnson eftir að maki hennar, körfuboltamaðurinn Miles Bridges, réðist á hana. Eiginkona bandaríska körfuboltamannsins Miles Bridges hefur stigið fram og greint frá ofbeldi sem hann beitti hana. Bridges var handtekinn í fyrradag vegna heimilisofbeldis en var látinn laus gegn tryggingu sama dag. Hann á að mæta fyrir rétt 20. júlí. Eiginkona hans, Mychelle Johnson, birti myndir á Instagram af sér blárri og marðri vegna áverka sem Bridges veitti henni. Hún setti auk þess inn langa færslu þar sem hún lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana. „Það er glatað að þetta sé komið á þetta stig en ég get ekki þagað lengur. Ég hef leyft honum að leggja heimili mitt í rúst, misþyrma mér á allan mögulegan hátt og hræða líftóruna úr börnunum okkar,“ skrifaði Johnson. „Ég hef ekkert að sanna fyrir heiminum en ég mun ekki leyfa nokkrum manni sem gæti gert eitthvað svona hræðilegt að vera samviskulaus og mála upp ranga mynd af mér. Ég mun ekki leyfa fólkinu í kringum hann að halda áfram að þagga niðri í mér og halda áfram að ljúga til að verja hann.“ Johnson lýsti síðan ofbeldinu sem Bridges beitti hana. Hún sagði vera nef- og handarbrotin, með skaddaða hljóðhimnu, tognuð í hálsi eftir að hann reyndi að kyrkja hana og heilahristing. „Ég þarf ekki samúð en vil bara ekki að þetta hendi einhverja aðra. Ég vil bara að þessi einstaklingur fái hjálp. Börnin mín eiga betra skilið. Það er það sem ég vil. Þetta er sárt, allt er sárt en fyrst og síðast er ég hrædd og í sárum vegna þess að börnin mín upplifðu þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Chelley (@thechelleyj) Bridges átti prýðilegt tímabil með Charlotte Hornets síðasta vetur þar sem hann var með 20,2 stig, 7,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Samningur hans við Charlotte er runninn út og hann ætti möguleika á að fá góðan samning við frammistöðu síðasta tímabils. Atburðir síðustu daga munu þó eflaust fá lið til að hugsa sig tvisvar um áður en þau bjóða honum samning. Los Angeles Clippers valdi Bridges með tólfta valrétti í nýliðavalinu 2018 en skipti honum strax til Charlotte. NBA Heimilisofbeldi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Bridges var handtekinn í fyrradag vegna heimilisofbeldis en var látinn laus gegn tryggingu sama dag. Hann á að mæta fyrir rétt 20. júlí. Eiginkona hans, Mychelle Johnson, birti myndir á Instagram af sér blárri og marðri vegna áverka sem Bridges veitti henni. Hún setti auk þess inn langa færslu þar sem hún lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana. „Það er glatað að þetta sé komið á þetta stig en ég get ekki þagað lengur. Ég hef leyft honum að leggja heimili mitt í rúst, misþyrma mér á allan mögulegan hátt og hræða líftóruna úr börnunum okkar,“ skrifaði Johnson. „Ég hef ekkert að sanna fyrir heiminum en ég mun ekki leyfa nokkrum manni sem gæti gert eitthvað svona hræðilegt að vera samviskulaus og mála upp ranga mynd af mér. Ég mun ekki leyfa fólkinu í kringum hann að halda áfram að þagga niðri í mér og halda áfram að ljúga til að verja hann.“ Johnson lýsti síðan ofbeldinu sem Bridges beitti hana. Hún sagði vera nef- og handarbrotin, með skaddaða hljóðhimnu, tognuð í hálsi eftir að hann reyndi að kyrkja hana og heilahristing. „Ég þarf ekki samúð en vil bara ekki að þetta hendi einhverja aðra. Ég vil bara að þessi einstaklingur fái hjálp. Börnin mín eiga betra skilið. Það er það sem ég vil. Þetta er sárt, allt er sárt en fyrst og síðast er ég hrædd og í sárum vegna þess að börnin mín upplifðu þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Chelley (@thechelleyj) Bridges átti prýðilegt tímabil með Charlotte Hornets síðasta vetur þar sem hann var með 20,2 stig, 7,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Samningur hans við Charlotte er runninn út og hann ætti möguleika á að fá góðan samning við frammistöðu síðasta tímabils. Atburðir síðustu daga munu þó eflaust fá lið til að hugsa sig tvisvar um áður en þau bjóða honum samning. Los Angeles Clippers valdi Bridges með tólfta valrétti í nýliðavalinu 2018 en skipti honum strax til Charlotte.
NBA Heimilisofbeldi Mest lesið Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira