Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2022 13:43 Björgunarmenn leita í rústum byggingar í bænum Serhiivka, um 50 kílómetrum suðvestur af Odessa, í morgun. AP/Nina Lyashonok Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. Rússar hafa gert tugi eldflaugaárása á borgir víðs vegar um Úkraínu undanfarna daga þar sem tugir manna hafa fallið. Nú síðast í gærkvöldi skutu þeir tveimur eldflaugum á bæinn Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa. Flestir þeirra sem féllu voru sofandi í níu hæða fjölbýlishúsi. Fullorðin manneskja og barn féllu síðan þegar eldflaug var skotið á sumarleyfisbúðir í bænum. Þrjátíu og átta manns særðust, þeirra á meðal sex börn, í þessum árásum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði samkomu í Vínarborg í gærkvöldi. Hann sagði Úkraínu hafa varað evrópuríki við því árum saman að verða ekki háðinnflutningi orkugjafa frá Rússlandi. Flæði fjármuna frá Evrópu til kaupa á rússneskum orkugjöfum verði að stöðva nú þegar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogafund NATO á miðvikudag þar sem hann óskaði eftir frekari efnahags- og hernaðarstuðningi bandalagsríkjanna.AP/Manu Fernandez „Í hversu mörg ár höfum við ekki bent á þá staðreynd að Rússar nota gjaldeyristekjur af sölu á gasi og olíu til Vesturlanda gegn þeim sjálfum, gegn öllu samfélagi lýðræðislegra þjóða. Þeir fjármagna öfl klofnings og upplýsingaóreiðu og stjórnmálahreyfingar sem eru á móti sameinaðri Evrópu og skapa þannig vandamál á öllu meginlandinu," sagði Zelenskyy. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Putin reyna að láta stríðið í Úkraínu líta út sem átök milli Rússa og NATO. Það sé fráleitt. Rússar hafi einfaldlega ráðist inn í fullvalda lýðræðisríki sem hafi fullan rétt á að verja sig.AP/John Sibley NATO ríkin samþykktu á leiðtogafundi á miðvikudag að stórauka hernaðarstuðning sinn við Úkraínu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Vladimir Putin Rússlandsforseta vilja láta líta út fyrir að stríðið snúist um átök Rússa við NATO og þess vegna hafi hann ítrekað hótaðbeitingu kjarnorkuvopna. „Þetta stríð snýst um árás Putins á fullkomlega saklaust land með hefðbundnum vopnum, með stórskotaliðsárásum, loftárásum og svo framvegis. Þetta snýst um rétt Úkraínu til að verja sig. Þetta er það sem stríðið snýst um," segir Johnson. Það ætti ekki að láta undan áróðri Putins um að stríðið snúist um átök Rússa við NATO. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Úkraína Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira
Rússar hafa gert tugi eldflaugaárása á borgir víðs vegar um Úkraínu undanfarna daga þar sem tugir manna hafa fallið. Nú síðast í gærkvöldi skutu þeir tveimur eldflaugum á bæinn Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa. Flestir þeirra sem féllu voru sofandi í níu hæða fjölbýlishúsi. Fullorðin manneskja og barn féllu síðan þegar eldflaug var skotið á sumarleyfisbúðir í bænum. Þrjátíu og átta manns særðust, þeirra á meðal sex börn, í þessum árásum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði samkomu í Vínarborg í gærkvöldi. Hann sagði Úkraínu hafa varað evrópuríki við því árum saman að verða ekki háðinnflutningi orkugjafa frá Rússlandi. Flæði fjármuna frá Evrópu til kaupa á rússneskum orkugjöfum verði að stöðva nú þegar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogafund NATO á miðvikudag þar sem hann óskaði eftir frekari efnahags- og hernaðarstuðningi bandalagsríkjanna.AP/Manu Fernandez „Í hversu mörg ár höfum við ekki bent á þá staðreynd að Rússar nota gjaldeyristekjur af sölu á gasi og olíu til Vesturlanda gegn þeim sjálfum, gegn öllu samfélagi lýðræðislegra þjóða. Þeir fjármagna öfl klofnings og upplýsingaóreiðu og stjórnmálahreyfingar sem eru á móti sameinaðri Evrópu og skapa þannig vandamál á öllu meginlandinu," sagði Zelenskyy. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Putin reyna að láta stríðið í Úkraínu líta út sem átök milli Rússa og NATO. Það sé fráleitt. Rússar hafi einfaldlega ráðist inn í fullvalda lýðræðisríki sem hafi fullan rétt á að verja sig.AP/John Sibley NATO ríkin samþykktu á leiðtogafundi á miðvikudag að stórauka hernaðarstuðning sinn við Úkraínu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Vladimir Putin Rússlandsforseta vilja láta líta út fyrir að stríðið snúist um átök Rússa við NATO og þess vegna hafi hann ítrekað hótaðbeitingu kjarnorkuvopna. „Þetta stríð snýst um árás Putins á fullkomlega saklaust land með hefðbundnum vopnum, með stórskotaliðsárásum, loftárásum og svo framvegis. Þetta snýst um rétt Úkraínu til að verja sig. Þetta er það sem stríðið snýst um," segir Johnson. Það ætti ekki að láta undan áróðri Putins um að stríðið snúist um átök Rússa við NATO.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Úkraína Mest lesið Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Erlent Borgin leggur bílstjórum línurnar Innlent Fleiri fréttir Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Sjá meira