Fann örlagaríkan gítar 45 árum síðar: „Ég brast í grát“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 3. júlí 2022 00:01 Randy Bachmann hélt tónleika með gítarnum í Tokyo, borginni sem gítarinn fannst loks í. AP Meðlimur hljómsveitarinnar Guess Who hefur loks fengið uppáhalds gítarinn sinn aftur í hendurnar, 45 árum eftir að honum var stolið. Aðdáandi hljómsveitarinnar rakst á gítarinn í Tokyo borg og kom honum til skila. 45 ára leit Randy Bachmann að Gretsch gítarnum sínum er lokið en gítarinn notaði Bachmann meðal annars til að semja American Woman, sem er vinsælasta lag hljómsveitarinnar Guess Who. Gítarnum var stolið á hóteli í Toronto árið 1977. „Kærastan mín er hérna með mér,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn afhentan frá japönskum tónlistarmanni sem hafði keypt gítarinn í Tokyo árið 2014. Randy Bachmann er nú 78 ára að aldri og búinn að segja skilið við hljómsveitina frægu Guess Who. Hann segir alla sína gítara einstaka á sinn hátt en hinn appelsínuguli Gretsch 6120 frá árinu 1957, sem hann keypti á unglingsárum, er í sérstöku uppáhaldi. Bachmann segist hafa safnað lengi fyrir gítarnum og unnið við ýmis konar störf til að eiga fyrir honum. Grét í þrjá daga „Gítarinn var líf mitt. Hann var hamarinn minn og verkfærið til að semja lög, búa til tónlist og pening,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn loks í hendurnar í kanadíska sendíráðinu í Tokyo. „Þegar honum var stolið frá mér, grét ég í þrjá daga - hann var hluti af mér. Þetta var mikið áfall.“ Hann hafi í kjölfarið keypt um 300 gítara til að reyna að finna einhvern sem gæti fyllt í skarðið, en án árangurs. Bachmann hefur í viðtölum oft talað um söknuðinn við að missa gítarinn. Árið 2020 heyrði aðdáandi sögu Bachmanns og hóf leit á netinu sem endaði með því að gítarinn fannst í búð í Tokyo tveimur vikum síðar. Aðdáandinn, William Long, notaði skrámu á gítarnum, sem sést vel á gömlum myndum til að bera kennsl á þann rétta. Tónlist Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
45 ára leit Randy Bachmann að Gretsch gítarnum sínum er lokið en gítarinn notaði Bachmann meðal annars til að semja American Woman, sem er vinsælasta lag hljómsveitarinnar Guess Who. Gítarnum var stolið á hóteli í Toronto árið 1977. „Kærastan mín er hérna með mér,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn afhentan frá japönskum tónlistarmanni sem hafði keypt gítarinn í Tokyo árið 2014. Randy Bachmann er nú 78 ára að aldri og búinn að segja skilið við hljómsveitina frægu Guess Who. Hann segir alla sína gítara einstaka á sinn hátt en hinn appelsínuguli Gretsch 6120 frá árinu 1957, sem hann keypti á unglingsárum, er í sérstöku uppáhaldi. Bachmann segist hafa safnað lengi fyrir gítarnum og unnið við ýmis konar störf til að eiga fyrir honum. Grét í þrjá daga „Gítarinn var líf mitt. Hann var hamarinn minn og verkfærið til að semja lög, búa til tónlist og pening,“ sagði Bachmann þegar hann fékk gítarinn loks í hendurnar í kanadíska sendíráðinu í Tokyo. „Þegar honum var stolið frá mér, grét ég í þrjá daga - hann var hluti af mér. Þetta var mikið áfall.“ Hann hafi í kjölfarið keypt um 300 gítara til að reyna að finna einhvern sem gæti fyllt í skarðið, en án árangurs. Bachmann hefur í viðtölum oft talað um söknuðinn við að missa gítarinn. Árið 2020 heyrði aðdáandi sögu Bachmanns og hóf leit á netinu sem endaði með því að gítarinn fannst í búð í Tokyo tveimur vikum síðar. Aðdáandinn, William Long, notaði skrámu á gítarnum, sem sést vel á gömlum myndum til að bera kennsl á þann rétta.
Tónlist Mest lesið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira