Lífið

Emil í Kattholti er mættur á Spotify

Elísabet Hanna skrifar
Hlynur Atli Harðarson í hlutverki Emils í Kattholti í uppsetningu Borgarleikhússins.
Hlynur Atli Harðarson í hlutverki Emils í Kattholti í uppsetningu Borgarleikhússins. Borgarleikhúsið

Aðdáendur Emils í Kattholti geta glaðst yfir þeim fregnum að tónlistin úr söngleiknum er komin á streymisveitur. Tónlistin er gefin út í samstarfi Borgarleikhússins og Öldu Music. Sýningin var valin barnasýning ársins á Grímuverðlaunahátíðinni og á Sögum, verðlaunahátíð barnanna.

Sýningin verður áfram í sýningu á næsta leikári en nú þegar er uppselt á allar sýningarnar í ágúst og september.

Þeir sem syngja inn á hljómplötuna eru Gunnar Erik Snorrason, Hlynur Atli Harðarson, Sóley Rún Arnarsdóttir, Þórunn Obba Gunnarsdóttir, Ásthildur Úa Sigurðardóttir, Esther Talía Casey og Sigurður Þór Óskarsson, ásamt kór leikara sýningarinnar. Upptökum stjórnaði Agnar Már Magnússon og hljóðblöndun var í höndum Einars H. Stefánssonar.


Tengdar fréttir

Villi Neto ráðinn til Borgarleikhússins og fer beina leið í Kattholt

Leikarinn Vilhelm Neto mun stíga á svið næstu helgi eftir að hafa gert samning við Borgarleikhúsið. Þar mun hann meðal annars taka við hlutverki leikarans Hjartar Jóhanns Jónssonar í leikritinu um Emil í Kattholti þar sem hann heldur í önnur verkefni.

Gríman: Sjö ævintýri um skömm rakaði til sín verðlaunum

Leikritið Sjö ævintýri um skömm fékk alls sex verðlaun á Grímunni og hlaut meðal annars verðlaun fyrir Leikrit og Leikara ársins í aðalhlutverki. Verðlaunin voru veitt í Þjóðleikhúsinu fyrir leiklistarárið 2022.

Enginn Emil í Katt­holti

Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.