Búið að handtaka árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2022 23:50 Hinn 22 ára gamli Robert E. Crimo er talinn vera árásarmaðurinn. Facebook/AP Lögregluþjónar í Highland Park, úthverfi Chicago í Bandaríkjunum, hafa handtekið manninn sem hóf skothríð á skrúðgöngu í bænum í dag. Maðurinn skaut minnst sex til bana og særði 24. Maðurinn heitir Robert E. Crimo og er 22 ára gamall. Fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluþjóna hafa séð hann á tólfta tímanum í kvöld og handtekið hann eftir stutta eftirför. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að Crimo var handtekinn skömmu fyrir miðnætti. BREAKING: 15 minutes ago, Robert Crimo was spotted by police. He fled from police. After a brief chase, he was stopped and arrested, police say. @cbschicago pic.twitter.com/JmIsCSXc45— Tim McNicholas (@TimMcNicholas) July 4, 2022 Búið er að hlúa að nítján af þeim sem særðust og útskrifa þau. Samkvæmt Chicago Sun-Times voru þau frá átta til 85 ára gömul. Fjögur af þeim særðu eru börn og er minnst eitt þeirra sagt í alvarlegu ástandi. Fleiri slösuðust eftir að skothríðin hófst en rúmlega fjörtíu leituðu á sjúkrahús eftir árásina. Authorities have identified a person of interest in the July 4 parade shooting in Highland Park, Illinois, which has left at least 6 dead and dozens wounded https://t.co/Wq85HDKx2j pic.twitter.com/vk2ROAE5RA— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) July 4, 2022 Hundruð flúðu undan skothríðinni en mikill fjöldi fólks hafði komið sér fyrir við leiðina sem fara átti skrúðgönguna. Myndbönd af vettvangi sýna að maðurinn hleypti tugum skota af á stuttum tíma, áður en hann flúði. Riffill mannsins fannst á þakinu en Crimo var þrátt fyrir það sagður líklegur til að vera vopnaður og lýsti lögreglan honum sem hættulegum. Hundruð áttu fótum sínum fjör að launa þegar skothríðin hófst.AP/Tyler Pasciak LaRiviere Búið er að gefa út að fimm hinna látnu hafi verið fullorðin en ekki er vitað með þann sjötta. Flestir sem dóu gerðu það á vettvangi árásarinnar en einn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Crimo mun hafa komist upp á þak húss við götuna sem skrúðgangan fór um. Chicago Sun-Times hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi verið vel falinn þegar hann hóf skothríðina. Verið var að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna en skothríðin hófst um tuttugu mínútum eftir að skrúðgangan hófst. Another shot from the Highland Park mass shooting.Hadn t seen this clip on here.Sounds like nearly 60 shots fired in this one alone. pic.twitter.com/X66gqEiGHD— Jake (@SiIentRunning) July 4, 2022 Lögregluþjóna bar tiltölulega fljótt að garði og hafa þeir varið klukkustundum í að leita að árásarmanninum en án árangurs. Hundruð lögregluþjóna og annarra útsendara löggæslustofnana koma að leitinni og rannsókn á ódæðinu í Highland Park. AP hefur eftir Joe Biden, forseta, að hann hafi skipað alríkisembættum að aðstoða við að hafa hendur í hári árásarmannsins. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Maðurinn heitir Robert E. Crimo og er 22 ára gamall. Fjölmiðlar vestanhafs segja lögregluþjóna hafa séð hann á tólfta tímanum í kvöld og handtekið hann eftir stutta eftirför. Fréttin hefur verið uppfærð með tilliti til þess að Crimo var handtekinn skömmu fyrir miðnætti. BREAKING: 15 minutes ago, Robert Crimo was spotted by police. He fled from police. After a brief chase, he was stopped and arrested, police say. @cbschicago pic.twitter.com/JmIsCSXc45— Tim McNicholas (@TimMcNicholas) July 4, 2022 Búið er að hlúa að nítján af þeim sem særðust og útskrifa þau. Samkvæmt Chicago Sun-Times voru þau frá átta til 85 ára gömul. Fjögur af þeim særðu eru börn og er minnst eitt þeirra sagt í alvarlegu ástandi. Fleiri slösuðust eftir að skothríðin hófst en rúmlega fjörtíu leituðu á sjúkrahús eftir árásina. Authorities have identified a person of interest in the July 4 parade shooting in Highland Park, Illinois, which has left at least 6 dead and dozens wounded https://t.co/Wq85HDKx2j pic.twitter.com/vk2ROAE5RA— Bloomberg Quicktake (@Quicktake) July 4, 2022 Hundruð flúðu undan skothríðinni en mikill fjöldi fólks hafði komið sér fyrir við leiðina sem fara átti skrúðgönguna. Myndbönd af vettvangi sýna að maðurinn hleypti tugum skota af á stuttum tíma, áður en hann flúði. Riffill mannsins fannst á þakinu en Crimo var þrátt fyrir það sagður líklegur til að vera vopnaður og lýsti lögreglan honum sem hættulegum. Hundruð áttu fótum sínum fjör að launa þegar skothríðin hófst.AP/Tyler Pasciak LaRiviere Búið er að gefa út að fimm hinna látnu hafi verið fullorðin en ekki er vitað með þann sjötta. Flestir sem dóu gerðu það á vettvangi árásarinnar en einn lést af sárum sínum á sjúkrahúsi, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Crimo mun hafa komist upp á þak húss við götuna sem skrúðgangan fór um. Chicago Sun-Times hefur eftir lögreglunni að Crimo hafi verið vel falinn þegar hann hóf skothríðina. Verið var að halda upp á þjóðhátíðardag Bandaríkjanna en skothríðin hófst um tuttugu mínútum eftir að skrúðgangan hófst. Another shot from the Highland Park mass shooting.Hadn t seen this clip on here.Sounds like nearly 60 shots fired in this one alone. pic.twitter.com/X66gqEiGHD— Jake (@SiIentRunning) July 4, 2022 Lögregluþjóna bar tiltölulega fljótt að garði og hafa þeir varið klukkustundum í að leita að árásarmanninum en án árangurs. Hundruð lögregluþjóna og annarra útsendara löggæslustofnana koma að leitinni og rannsókn á ódæðinu í Highland Park. AP hefur eftir Joe Biden, forseta, að hann hafi skipað alríkisembættum að aðstoða við að hafa hendur í hári árásarmannsins.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Sjá meira
Mannskæð skotárás á skrúðgöngu í Bandaríkjunum Minnst sex liggja í valnum og minnst 24 eru særðir eftir að maður hóf skothríð á skrúðgöngu í úthverfi Chicago í Bandaríkjunum. Árásarmaðurinn gengur enn laus og er lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu. 4. júlí 2022 17:56
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent