„Mjög gaman og mikill heiður að hátíðin vilji nota lagið okkar“ Elísabet Hanna skrifar 5. júlí 2022 22:01 Poppvélin er ánægð með verkefnið. Aðsend Hljómsveitin Poppvélin gaf út lagið „Bærinn minn“ í dag og er það lag hátíðarinnar Hjarta Hafnarfjarðar í ár. Lagið spilar inn nostalgíuna og hjálpar hlustandanum að rifja upp góðar minningar frá æskuslóðunum. Heiðar til liðs við Poppvélina Sveitin fékk til liðs við sig Hafnfirðinginn Heiðar Örn Kristjánsson, oftast kendan við Botnleðju, til þess að koma að flutningi lagsins. Heiðar syngur því dúett á móti Sólveigu Ásgeirsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Örlygur Smári og Valgeir Magnússon. Mikill heiður „Þegar þessi hugmynd kom upp að við skyldum vera með lag hátíðarinnar í ár, vissi ég strax að þetta lag væri lagið. Það grúvar flott við þá nostalgíu hugmynd sem þarf að vera í slíku lagi enda gekk það svo glimrandi upp þegar Valli bjó til þennan nostalgíu texta við lagið. Það er mjög gaman og mikill heiður að hátíðin vilji nota lagið okkar sem einkennislag hátíðarinnar í ár,“ segir Örlygur Smári um lagið. Hann er alsæll að Hjarta Hafnarfjarðar skyldi hafa valið lagið sem lag hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Poppvélin (@poppvelin) Æskuslóðir ,,Ég reyndi að rifja upp hvernig manns næsta umhverfi tekur utan um mann, þegar maður er að alast upp, þegar ég var að semja þennan texta. Það sem er helst að gerast þegar maður er barn og unglingur. Þá upplifir maður sitt nánasta umhverfi sem öryggi og vinasamfélag og svo kemur ástin að sjálfsögðu við sögu,“ segir Valli sem samdi textann og bætir við: „Ég reyndi að gera það að verkum að textinn gæti átt við hvaða bæjarfélag sem er svo hver og einn getur tengt við það við sjálfan sig, hvar sem viðkomandi ólst upp. Í mínu tilfelli fór ég í huganum í Fossvog í Reykjavík þar sem ég ólst upp. En svo sá ég að þetta virkaði þegar Heiðar gat tengt við sína æsku í Hafnarfirði. Hljómsveitin klráraði svo textann í sameiningu,” segir Valgeir um texta lagsins. Lagið má heyra í heild sinni hér að neðan: Tónlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hafnfirðingar eru hamingjusamir Nærsamfélagið er eitt af því sem hefur áhrif á ánægju, hamingju og farsæld okkar og hefur jafnframt mótandi áhrif á líf okkar og lífsgæði. En hamingjan er soldið eins og veðrið, síbreytilegt, erfitt að útskýra og henda reiður á. 10. maí 2022 08:30 Hafnarfjörður getur orðið ríkasta sveitarfélag landsins Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. 25. apríl 2022 09:31 Hafnarfjörður til framtíðar Markvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að halda álögum á íbúum í lágmarki og sérstaklega hefur verið horft til barnafjölskyldna með það að markmiði að létta þeim róðurinn. Það hefur tekist og er óumdeilt. 5. febrúar 2022 08:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Heiðar til liðs við Poppvélina Sveitin fékk til liðs við sig Hafnfirðinginn Heiðar Örn Kristjánsson, oftast kendan við Botnleðju, til þess að koma að flutningi lagsins. Heiðar syngur því dúett á móti Sólveigu Ásgeirsdóttur, söngkonu hljómsveitarinnar. Aðrir meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Örlygur Smári og Valgeir Magnússon. Mikill heiður „Þegar þessi hugmynd kom upp að við skyldum vera með lag hátíðarinnar í ár, vissi ég strax að þetta lag væri lagið. Það grúvar flott við þá nostalgíu hugmynd sem þarf að vera í slíku lagi enda gekk það svo glimrandi upp þegar Valli bjó til þennan nostalgíu texta við lagið. Það er mjög gaman og mikill heiður að hátíðin vilji nota lagið okkar sem einkennislag hátíðarinnar í ár,“ segir Örlygur Smári um lagið. Hann er alsæll að Hjarta Hafnarfjarðar skyldi hafa valið lagið sem lag hátíðarinnar. View this post on Instagram A post shared by Poppvélin (@poppvelin) Æskuslóðir ,,Ég reyndi að rifja upp hvernig manns næsta umhverfi tekur utan um mann, þegar maður er að alast upp, þegar ég var að semja þennan texta. Það sem er helst að gerast þegar maður er barn og unglingur. Þá upplifir maður sitt nánasta umhverfi sem öryggi og vinasamfélag og svo kemur ástin að sjálfsögðu við sögu,“ segir Valli sem samdi textann og bætir við: „Ég reyndi að gera það að verkum að textinn gæti átt við hvaða bæjarfélag sem er svo hver og einn getur tengt við það við sjálfan sig, hvar sem viðkomandi ólst upp. Í mínu tilfelli fór ég í huganum í Fossvog í Reykjavík þar sem ég ólst upp. En svo sá ég að þetta virkaði þegar Heiðar gat tengt við sína æsku í Hafnarfirði. Hljómsveitin klráraði svo textann í sameiningu,” segir Valgeir um texta lagsins. Lagið má heyra í heild sinni hér að neðan:
Tónlist Hafnarfjörður Tengdar fréttir Hafnfirðingar eru hamingjusamir Nærsamfélagið er eitt af því sem hefur áhrif á ánægju, hamingju og farsæld okkar og hefur jafnframt mótandi áhrif á líf okkar og lífsgæði. En hamingjan er soldið eins og veðrið, síbreytilegt, erfitt að útskýra og henda reiður á. 10. maí 2022 08:30 Hafnarfjörður getur orðið ríkasta sveitarfélag landsins Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. 25. apríl 2022 09:31 Hafnarfjörður til framtíðar Markvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að halda álögum á íbúum í lágmarki og sérstaklega hefur verið horft til barnafjölskyldna með það að markmiði að létta þeim róðurinn. Það hefur tekist og er óumdeilt. 5. febrúar 2022 08:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Sjá meira
Hafnfirðingar eru hamingjusamir Nærsamfélagið er eitt af því sem hefur áhrif á ánægju, hamingju og farsæld okkar og hefur jafnframt mótandi áhrif á líf okkar og lífsgæði. En hamingjan er soldið eins og veðrið, síbreytilegt, erfitt að útskýra og henda reiður á. 10. maí 2022 08:30
Hafnarfjörður getur orðið ríkasta sveitarfélag landsins Tækifærin eru oft nær en okkur grunar. Hafnarfjörður hefur tækifæri til þess að koma sér í öfundsverða stöðu á tveimur áratugum. Óslípaði demantur okkar Hafnfirðinga eru Óttastaðir handan Álversins í Straumsvík. 25. apríl 2022 09:31
Hafnarfjörður til framtíðar Markvisst hefur verið unnið að því á kjörtímabilinu að halda álögum á íbúum í lágmarki og sérstaklega hefur verið horft til barnafjölskyldna með það að markmiði að létta þeim róðurinn. Það hefur tekist og er óumdeilt. 5. febrúar 2022 08:01