Klara mun koma til með að senda frá sér nokkrar órafmagnaðar útgáfur af Þjóðhátíðarlögum og verða tónlistarmyndböndin frumsýnd á Vísi í hádeginu á fimmtudögum fram að Þjóðhátíð.
„Ég lagði til við Ölgerðina og Tuborg að við myndum framleiða aðeins öðruvísi kynningarefni þetta árið og eitthvað sem myndi gefa fólki nýjar útgáfur og upplifun af þjóðhátíðarlögum sem þau elska. Ég ákvað að breyta þeim í dúetta, draga fram rafmagnsgítar og gera live og tiltölulega órafmagnaðar útgáfur sem er hægt að setja á þegar fólk er að koma sér í gír fyrir Þjóðhátíð,“ segir Klara.
Hér má sjá stiklu úr tónlistarmyndbandinu: