Hótaði að myrða mann með smjörhníf Árni Sæberg skrifar 8. júlí 2022 15:27 Líflátshótunin var höfð uppi í matsal ótilgreinds gistiskýlis. Þetta gistiskýli er á Lindargötu í Reykjavík. Stöð 2/Egill Karlmaður á þrítugsaldri var á dögunum dæmdur til sextán mánaða fangelsisvistar fyrir margvísleg brot, þar á meðal líflátshótun með því að hafa hótað að myrða mann með smjörhníf í gistiskýli í Reykjavík. Maðurinn, sem er fæddur árið 1997, á að baki langan sakaferil en hann hefur sjö sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar. Einn ákæruliður var raunar vegna brots gegn valdstjórninni sem framið var á Litla-Hrauni þegar hann hótaði fangavörðum lífláti og hrækti í andlit annars þeirra. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot, meðal annars fyrir að stela vörum úr matvöruverslunum. Stærsti þjófnaðurinn var framinn árið 2020 í félagi við annann mann með því að brjóta rúðu skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur á Laugarvegi og hafa þaðan skartgripi að andvirði tæplega þriggja milljóna króna. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa ruðst inn á heimili manns sem hann hafði ætlað að kaupa morfíntöflu af. Maðurinn sagði morfíntöflusalann hafa haft af honum fimm þúsund krónur og lokað á hann án þess að afhenda töfluna. Við það hafi hann ákveðið að sparka upp hurðinni og ná peningnum til baka. Dómurinn taldi ósannað að hann hefði veist að fólkinu með ofbeldi en sakfelldi hann fyrir að hafa rænt síma af eiginkonu morfíntöflusalans. Sagðist hafa verið að smyrja sér samloku Maðurinn játaði sök í flestum ákæruliðum en neitaði þó að hafa hótað manni lífláti. Atvikið sem hann var ákærður fyrir varð í janúar árið 2020 í ótilgreindu gistiskýli fyrir heimilislausa á kvöldverðartíma. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnis varð ágreiningur milli mannsins og annars í tengslum við farsíma eða farsímakort. Maðurinn sagði fyrir dómi að upp úr hafi soðið milli mannanna á meðan hann var að smyrja sér samloku, þess vegna hafi hann verið með smjörhníf í hönd. Hinn maðurinn sagði manninn hafa fyrirvaralaust tekið upp smjörhníf og hótað honum lífláti. Eftir atvikið hafi honum verið mjög brugðið og liðið mjög illa. Starfsmaður gistiskýlisins bar vitni fyrir dómi og staðfesti að mestu frásögn brotaþola en sagði þó að hann hefði verið „mjög pirrandi“ og ögrað manninum líkt og hann vildi að hann myndi hefja rifrildi. Dómurinn taldi sanna að maðurinn hefði gerst sekur um líflátshótun enda hafi hótunin verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola. Sem áður segir var maðurinn dæmdur í 16 mánaða fangelsi en dómari taldi ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsingu hans vegna langs afbrotaferils hans. Þá var hann dæmdur til að greiða 115 þúsund krónur í skaðabætur, tæpleg 1,8 milljón króna málsvarnarþóknun skipaðs lögmanns og rúmlega 400 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér. Reykjavík Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Sjá meira
Maðurinn, sem er fæddur árið 1997, á að baki langan sakaferil en hann hefur sjö sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar. Einn ákæruliður var raunar vegna brots gegn valdstjórninni sem framið var á Litla-Hrauni þegar hann hótaði fangavörðum lífláti og hrækti í andlit annars þeirra. Þá var hann ákærður og sakfelldur fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot, meðal annars fyrir að stela vörum úr matvöruverslunum. Stærsti þjófnaðurinn var framinn árið 2020 í félagi við annann mann með því að brjóta rúðu skartgripaverslunarinnar Gull og Silfur á Laugarvegi og hafa þaðan skartgripi að andvirði tæplega þriggja milljóna króna. Maðurinn var einnig sakfelldur fyrir rán með því að hafa ruðst inn á heimili manns sem hann hafði ætlað að kaupa morfíntöflu af. Maðurinn sagði morfíntöflusalann hafa haft af honum fimm þúsund krónur og lokað á hann án þess að afhenda töfluna. Við það hafi hann ákveðið að sparka upp hurðinni og ná peningnum til baka. Dómurinn taldi ósannað að hann hefði veist að fólkinu með ofbeldi en sakfelldi hann fyrir að hafa rænt síma af eiginkonu morfíntöflusalans. Sagðist hafa verið að smyrja sér samloku Maðurinn játaði sök í flestum ákæruliðum en neitaði þó að hafa hótað manni lífláti. Atvikið sem hann var ákærður fyrir varð í janúar árið 2020 í ótilgreindu gistiskýli fyrir heimilislausa á kvöldverðartíma. Samkvæmt framburði brotaþola og vitnis varð ágreiningur milli mannsins og annars í tengslum við farsíma eða farsímakort. Maðurinn sagði fyrir dómi að upp úr hafi soðið milli mannanna á meðan hann var að smyrja sér samloku, þess vegna hafi hann verið með smjörhníf í hönd. Hinn maðurinn sagði manninn hafa fyrirvaralaust tekið upp smjörhníf og hótað honum lífláti. Eftir atvikið hafi honum verið mjög brugðið og liðið mjög illa. Starfsmaður gistiskýlisins bar vitni fyrir dómi og staðfesti að mestu frásögn brotaþola en sagði þó að hann hefði verið „mjög pirrandi“ og ögrað manninum líkt og hann vildi að hann myndi hefja rifrildi. Dómurinn taldi sanna að maðurinn hefði gerst sekur um líflátshótun enda hafi hótunin verið til þess fallin að vekja ótta hjá brotaþola. Sem áður segir var maðurinn dæmdur í 16 mánaða fangelsi en dómari taldi ekki ástæðu til að skilorðsbinda refsingu hans vegna langs afbrotaferils hans. Þá var hann dæmdur til að greiða 115 þúsund krónur í skaðabætur, tæpleg 1,8 milljón króna málsvarnarþóknun skipaðs lögmanns og rúmlega 400 þúsund krónur í annan sakarkostnað. Dóm Héraðsdóms Reykjavíkur má lesa í heild sinni hér.
Reykjavík Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Læknar undirrita nýjan kjarasamning Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Fleiri fréttir Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Sjá meira