Lífið

Fönguðu sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu

Samúel Karl Ólason skrifar
sprenging

Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ á Youtube hafa um árabil fangað hina ýmsu atburði með háhraðamyndavélum. Allt frá hefðbundnum hlutum eins og blöðrur að springa og diskar að brotna í sprengingar og skot úr fallbyssum. Nú fönguðu þeir sprengingu í vatni í fimm milljón römmum á sekúndu.

Til að fanga sprenginguna á mynd notuðu þeir sérstakar sprengjur sem eru hannaðar fyrir hermenn og sérsveitarmenn til að brjóta niður hurðir og það jafnvel brynvarðar hurðir.

Strákarnir byrjuðu á því að sprengja upp hurð og fanga það á mynd, áður en þeir fóru að nota sprengjurnar til að stúta stálplötum og matardiskum. Að endingu sprengdu þeir sprengjur í vatni til að sjá áhrif sprengingarinnar þar.

Vert er að benda á að þeir Gavin og Dan hafa komið með myndavélar sínar hingað til lands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.