Rooney mættur aftur til Bandaríkjanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júlí 2022 13:00 Wayne Rooney stýrði Derby County síðasta vetur. Nú er hann á leiðinni til Bandaríkjanna á nýjan leik. Mick Walker/Getty Images Wayne Rooney er mættur til Bandaríkjanna en hann verður tilkynntur sem nýr þjálfari DC United í MLS-deildinni í fótbolta hvað á hverju. Hann lék með liðinu árin 2018 og 2019 og mun nú mæta til leiks sem þjálfari. Á síðustu leiktíð vann Rooney þrekvirki með Derby County og var hársbreidd frá því að halda liðinu upp í ensku B-deildinni þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Raunar hefði liðið haldið sér uppi hefðu ekki verið tekin af því samtals 21 stig sökum fjárhagsvandræða þess. Rooney sagði svo upp sem þjálfari liðsins í sumar en Hrútarnir munu leika í ensku C-deildinni á næstu leiktíð. Í stað þess að sitja heima og bíða eftir starfi hefur Rooney ákveðið að róa á gömul mið. Hann er mættur til Washington og verður samkvæmt miðlum vestanhafs tilkynntur sem nýr þjálfari DC United innan tíðar. Wayne Rooney arrives at Dulles #dcu pic.twitter.com/trPgYCohIA— Steven Goff (@SoccerInsider) July 11, 2022 Þar bíður hans annað erfitt verkefni en DC United tapaði 7-0 gegn Philadelphia Union á föstudaginn var. Liðið er í næst neðsta sæti Austurdeildar með aðeins 17 stig að loknum 17 leikjum. Ásamt því að spila með DC United þá spilaði hinn 36 ára gamli Wayne Rooney með Manchester United, Everton og Derby á ferli sínum. Þá spilaði hann 120 leiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim 53 mörk. Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. 29. júní 2022 23:30 Rooney hættir sem þjálfari Derby Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins. 24. júní 2022 19:01 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Á síðustu leiktíð vann Rooney þrekvirki með Derby County og var hársbreidd frá því að halda liðinu upp í ensku B-deildinni þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður. Raunar hefði liðið haldið sér uppi hefðu ekki verið tekin af því samtals 21 stig sökum fjárhagsvandræða þess. Rooney sagði svo upp sem þjálfari liðsins í sumar en Hrútarnir munu leika í ensku C-deildinni á næstu leiktíð. Í stað þess að sitja heima og bíða eftir starfi hefur Rooney ákveðið að róa á gömul mið. Hann er mættur til Washington og verður samkvæmt miðlum vestanhafs tilkynntur sem nýr þjálfari DC United innan tíðar. Wayne Rooney arrives at Dulles #dcu pic.twitter.com/trPgYCohIA— Steven Goff (@SoccerInsider) July 11, 2022 Þar bíður hans annað erfitt verkefni en DC United tapaði 7-0 gegn Philadelphia Union á föstudaginn var. Liðið er í næst neðsta sæti Austurdeildar með aðeins 17 stig að loknum 17 leikjum. Ásamt því að spila með DC United þá spilaði hinn 36 ára gamli Wayne Rooney með Manchester United, Everton og Derby á ferli sínum. Þá spilaði hann 120 leiki fyrir Englands hönd og skoraði í þeim 53 mörk.
Fótbolti Enski boltinn Bandaríski fótboltinn Tengdar fréttir Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. 29. júní 2022 23:30 Rooney hættir sem þjálfari Derby Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins. 24. júní 2022 19:01 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Sjá meira
Umboðsmaður Rooneys gæti verið í veseni eftir að hafa borgað laun leikmanna Paul Stretford, umboðsmaður knattspyrnuþjálfarans Wayne Rooney, sætir nú rannsókn af hálfu enska knattspyrnusambandsins, FA, eftir að hann var sakaður um að hafa borgað leikmönnum og starfsfólki Derby County laun í laumi. 29. júní 2022 23:30
Rooney hættir sem þjálfari Derby Knattspyrnustjórinn Wayne Rooney hefur beðið forráðamenn enska C-deildarliðsins Derby County að hann vilji losna undan skyldum sínum sem þjálfari aðalliðsins. 24. júní 2022 19:01