Frumsýning á Vísi: Tónlistarmyndband Ásgeirs Trausta við lagið Snowblind Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. júlí 2022 07:30 Tónlistarmyndband Ásgeirs við lagið Snowblind er frumsýnt hér á Vísi. Stilla úr myndbandi Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á nýju lagi og tónlistarmyndbandi frá tónlistarmanninum Ásgeiri. Lagið heitir Snowblind og er hér um að ræða fyrstu smáskífu af væntanlegri plötu, Time On My Hands, sem kemur út á vegum útgáfufyrirtækisins One Little Independent í október. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Snowblind skartar texta eftir þá Ásgeir Trausta og Pétur Ben og var tekið upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Um er að ræða ískalda og kraftmikla elektróník sem ef til vill gefur fyrirheit um það sem koma skal. Stilla úr myndbandi Að hafa ekki tök á aðstæðum Ásgeir segir hugmyndina að laginu og textanum hafa kviknað sem ljósmynd af fólki að keyra í snjóbyl þar sem snjórinn skellur eins og stjörnuhríð á bílrúðunni. „Fólkið er blindað af snjónum og hefur ekki alveg tök á aðstæðum.“ Textinn getur verið myndlíking fyrir ýmsar aðstæður í lífi fólks en eins og svo oft áður vonast Ásgeir til þess að fólk túlki textann á sinn eigin hátt og lesi það úr honum sem það vill. Stilla úr myndbandi Viðburðaríkir tímar framundan Blaðamaður hitti á Ásgeir fyrir skömmu síðan og þar kom meðal annars fram að það er mikið á döfinni hjá þessum tónlistarmanni. Ásamt því að gefa út nýja plötu fagnar hann tíu ára afmæli plötunnar Dýrð í dauðaþögn sem naut mikilla vinsælda um heim allan. Afmælinu verður meðal annars fagnað með stórtónleikum í Hörpu þann 27. ágúst. Framundan hjá Ásgeiri er jafnframt fjöldinn allur af tónleikum um Evrópu til að kynna nýja plötu. View this post on Instagram A post shared by A sgeir (@asgeirmusic) Uppbygging á ímyndunarafli Leikstjóri tónlistarmyndbandsins við Snowblind er Erlendur Sveinsson. „Markmiðið var að skapa sjónrænt efni fyrir þetta magnaða lag og að byggja upp kraftmikla atburðarrás sem byggir upp ímyndunarafl áhorfenda,“ segir Erlendur. Myndbandið er unnið í samstarfi við Icelandair og eru Ásgeir og teymið hans þeim mjög þakklátir. „Maður veit aldrei nákvæmlega hvað kemur út úr svona verkefni þegar lagt er af stað í það en Icelandair þorir og treystir listafólkinu og stendur með útkomunni þótt hún sé stundum ekki það sem lagt var upp með. Það er gaman að sjá að Icelandair er til í að styrkja íslenska tónlist á þennan hátt. Fyrirtækið hefur auðvitað verið dyggur stuðningsaðili íslenskrar tónlistar um árabil en aðstoð við gerð tónlistarmyndbanda er ný og skemmtileg nálgun sem getur skipt mjög miklu máli fyrir tónlistarfólk.“ Tónlist Tengdar fréttir Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum. 10. júlí 2022 11:30 Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög. 1. júlí 2022 14:30 Ásgeir Trausti frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi á morgun Tónlistarmaðurinn Ásgeir er að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Myndbandið verður frumsýnt á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 07:30. 13. júlí 2022 16:00 Ásgeir Trausti frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi á morgun Tónlistarmaðurinn Ásgeir er að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Myndbandið verður frumsýnt á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 07:30. 13. júlí 2022 16:00 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Snowblind skartar texta eftir þá Ásgeir Trausta og Pétur Ben og var tekið upp í Hljóðrita í Hafnarfirði. Um er að ræða ískalda og kraftmikla elektróník sem ef til vill gefur fyrirheit um það sem koma skal. Stilla úr myndbandi Að hafa ekki tök á aðstæðum Ásgeir segir hugmyndina að laginu og textanum hafa kviknað sem ljósmynd af fólki að keyra í snjóbyl þar sem snjórinn skellur eins og stjörnuhríð á bílrúðunni. „Fólkið er blindað af snjónum og hefur ekki alveg tök á aðstæðum.“ Textinn getur verið myndlíking fyrir ýmsar aðstæður í lífi fólks en eins og svo oft áður vonast Ásgeir til þess að fólk túlki textann á sinn eigin hátt og lesi það úr honum sem það vill. Stilla úr myndbandi Viðburðaríkir tímar framundan Blaðamaður hitti á Ásgeir fyrir skömmu síðan og þar kom meðal annars fram að það er mikið á döfinni hjá þessum tónlistarmanni. Ásamt því að gefa út nýja plötu fagnar hann tíu ára afmæli plötunnar Dýrð í dauðaþögn sem naut mikilla vinsælda um heim allan. Afmælinu verður meðal annars fagnað með stórtónleikum í Hörpu þann 27. ágúst. Framundan hjá Ásgeiri er jafnframt fjöldinn allur af tónleikum um Evrópu til að kynna nýja plötu. View this post on Instagram A post shared by A sgeir (@asgeirmusic) Uppbygging á ímyndunarafli Leikstjóri tónlistarmyndbandsins við Snowblind er Erlendur Sveinsson. „Markmiðið var að skapa sjónrænt efni fyrir þetta magnaða lag og að byggja upp kraftmikla atburðarrás sem byggir upp ímyndunarafl áhorfenda,“ segir Erlendur. Myndbandið er unnið í samstarfi við Icelandair og eru Ásgeir og teymið hans þeim mjög þakklátir. „Maður veit aldrei nákvæmlega hvað kemur út úr svona verkefni þegar lagt er af stað í það en Icelandair þorir og treystir listafólkinu og stendur með útkomunni þótt hún sé stundum ekki það sem lagt var upp með. Það er gaman að sjá að Icelandair er til í að styrkja íslenska tónlist á þennan hátt. Fyrirtækið hefur auðvitað verið dyggur stuðningsaðili íslenskrar tónlistar um árabil en aðstoð við gerð tónlistarmyndbanda er ný og skemmtileg nálgun sem getur skipt mjög miklu máli fyrir tónlistarfólk.“
Tónlist Tengdar fréttir Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum. 10. júlí 2022 11:30 Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög. 1. júlí 2022 14:30 Ásgeir Trausti frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi á morgun Tónlistarmaðurinn Ásgeir er að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Myndbandið verður frumsýnt á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 07:30. 13. júlí 2022 16:00 Ásgeir Trausti frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi á morgun Tónlistarmaðurinn Ásgeir er að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Myndbandið verður frumsýnt á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 07:30. 13. júlí 2022 16:00 Mest lesið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sá aldrei neitt annað fyrir sér en að verða tónlistarmaður Tónlistarmaðurinn Ásgeir, áður þekktur undir listamannsnafninu Ásgeir Trausti, fagnar því í ár að tíu ár eru liðin frá því fyrsta platan hans Dýrð í Dauðaþögn kom út. Í tilefni af þessum tímamótum ákvað hann að gefa plötuna aftur út og ásamt því mun hann halda stórtónleika í Eldborg, Hörpu þann 27. ágúst næstkomandi. Það er ýmislegt fleira á döfinni í tónlistarheimi Ásgeirs en þekkt íslenskt tónlistarfólk kemur til með að endurgera þekktustu lög hans á plötu sem enn á eftir að tilkynna hvenær kemur út. Blaðamaður hitti Ásgeir í kaffibolla og fékk að taka púlsinn á honum. 10. júlí 2022 11:30
Afmælisútgáfa Dýrðar í dauðaþögn Ásgeir Trausti endurgerði plötuna „Dýrð í dauða þögn“ í sérstakri afmælisútgáfu í tilefni þess að tíu ár eru liðin frá því að hún kom upprunalega út. Afmælisútgáfan lenti í dag, á afmælisdegi kappans og inniheldur einnig fjögur áður óútgefin lög. 1. júlí 2022 14:30
Ásgeir Trausti frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi á morgun Tónlistarmaðurinn Ásgeir er að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Myndbandið verður frumsýnt á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 07:30. 13. júlí 2022 16:00
Ásgeir Trausti frumsýnir glænýtt tónlistarmyndband á Vísi á morgun Tónlistarmaðurinn Ásgeir er að senda frá sér glænýtt lag og tónlistarmyndband. Myndbandið verður frumsýnt á Lífinu á Vísi á morgun klukkan 07:30. 13. júlí 2022 16:00