Öryggisvistun vegna alvarlegra líkamsárása á fangaverði og samfanga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júlí 2022 13:46 Líkamsárásirnar áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði. Vísir/Vilhelm Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið gert að sæta áframhaldandi öryggisvistun vegna tveggja alvarlegra líkamsárása sem áttu sér stað í fangelsinu á Hólmsheiði í janúar síðastliðnum. Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem manninum er gert að sæta áframhaldandi vistun á viðeigandi stofnun til föstudagsins 5. ágúst. Er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa ráðist á samfanga á Hólmsheiði, en samkvæmt málsgögnum komu fangaverðir að samfanganum bóðugum á gólfi fangaklefans og var blóð á gólfi og veggjum. Hlaut hann opið sár á vör og munnholi, sprungu á tönn og heilahristing. Í skýrslutökum lýsti brotaþoli því að maðurinn hafi komið inn í klefann þar sem hann lá í rúmi sínu, kýlt hann þremur höggum í andlit og yfirgefið svo klefann þegar fangeverðir kölluðu á hann. Alvarlegar líkamsárásir á tvo fangaverði Samkvæmt málsgögnum réðist maðurinn einnig á tvo fangaverði inni í klefa. „Annar fangavörður var fyrir utan klefann og fór inn í klefann er hann heyrði læti þaðan, sá hann hvar kærði lét höggin dynja á fangaverðinum sem lá meðvitundarlaus og blóðugur á gólfinu,“ segir í dómnum Fangavörðurinn reyndi að stöðva kærða sem réðist þá gegn honum og veitti honum ítrekuð högg. Meðal áverka sem annar fangavarðanna hlaut er brot á andlitsbeinum, nefbeinabrot, tognun á öxl, mar á höfði, í munni og á brjóstkassa. Hlaut hinn fangavörðurinn bólgu á enni, skurð og mar á augabrún, sár á höfði og bólgu á vör Maðurinn hefur alfarið neitað að tjá sig í yfirheyrslum hjá lögreglu en meðal málsgagna eru myndbönd úr öryggismyndavélum fangelsisins. Í dómnum kemur einnig fram að maðurinn hafi frá árinu 2017 hlotið sjö refsidóma og verið dæmdur samtals í 57 mánaða fangelsi fyrir margvísleg auðgunar-, umferðar-, fíkniefna-og vopnalagabrot auk skjalabrots, húsbrots, rangra sakargifta, eignaspjalla, nytjastuldar og ráns. Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira
Landsréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms þar sem manninum er gert að sæta áframhaldandi vistun á viðeigandi stofnun til föstudagsins 5. ágúst. Er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa ráðist á samfanga á Hólmsheiði, en samkvæmt málsgögnum komu fangaverðir að samfanganum bóðugum á gólfi fangaklefans og var blóð á gólfi og veggjum. Hlaut hann opið sár á vör og munnholi, sprungu á tönn og heilahristing. Í skýrslutökum lýsti brotaþoli því að maðurinn hafi komið inn í klefann þar sem hann lá í rúmi sínu, kýlt hann þremur höggum í andlit og yfirgefið svo klefann þegar fangeverðir kölluðu á hann. Alvarlegar líkamsárásir á tvo fangaverði Samkvæmt málsgögnum réðist maðurinn einnig á tvo fangaverði inni í klefa. „Annar fangavörður var fyrir utan klefann og fór inn í klefann er hann heyrði læti þaðan, sá hann hvar kærði lét höggin dynja á fangaverðinum sem lá meðvitundarlaus og blóðugur á gólfinu,“ segir í dómnum Fangavörðurinn reyndi að stöðva kærða sem réðist þá gegn honum og veitti honum ítrekuð högg. Meðal áverka sem annar fangavarðanna hlaut er brot á andlitsbeinum, nefbeinabrot, tognun á öxl, mar á höfði, í munni og á brjóstkassa. Hlaut hinn fangavörðurinn bólgu á enni, skurð og mar á augabrún, sár á höfði og bólgu á vör Maðurinn hefur alfarið neitað að tjá sig í yfirheyrslum hjá lögreglu en meðal málsgagna eru myndbönd úr öryggismyndavélum fangelsisins. Í dómnum kemur einnig fram að maðurinn hafi frá árinu 2017 hlotið sjö refsidóma og verið dæmdur samtals í 57 mánaða fangelsi fyrir margvísleg auðgunar-, umferðar-, fíkniefna-og vopnalagabrot auk skjalabrots, húsbrots, rangra sakargifta, eignaspjalla, nytjastuldar og ráns.
Fangelsismál Dómsmál Lögreglumál Tengdar fréttir Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52 Mest lesið „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Hlýnandi veður Veður Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Innlent Fleiri fréttir Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Sjá meira
Fangaverðir með beinbrot og höfuðáverka eftir alvarlega líkamsárás Tveir fangaverðir í fangelsinu á Hólmsheiði urðu fyrir alvarlegri líkamsárás um síðustu helgi þegar fangi réðst að þeim. 19. janúar 2022 06:52