„Við lokum á nýnasista og rasista“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2022 11:56 1984 hýsir fjölda vefsíða, á Íslandi sem og erlendis. 1984.is Vefhýsingarfyrirtækið 1984 hefur það að stefnu sinni að greiða fyrir mál- og fjölmiðlafrelsi í hvívetna, að því er fram kemur í yfirlýsingu frá fyrirtækinu. Það muni ekki láta undan „alvarlegum netárásum“ og „hótunum“ aðila sem ítrekað reyni að fá fyrirtækið til að loka vefsíðum sem það hýsi. Yfirlýsingin var send fréttastofu í kjölfar fyrirspurnar um vefsíðuna The Mapping Project. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League (ADL) sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag. Þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðunni, sem er hýst á Íslandi og samtökin telja ógn gegn gyðingum, verði lokað. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að ráðuneytinu hafi borist umrætt erindi. Málið varði hagsmuni fólks sem búsett er í Bandaríkjunum og til að íslensk stjórnvöld geti gripið til aðgerða þurfi fyrst að kæra málið til bandarískra lögregluyfirvalda, „sem síðan myndu eftir atvikum senda réttarbeiðni til íslenskra yfirvalda um gagnkvæma aðstoð“. Láta ekki undan Forsvarsmenn íslenska vefhýsingarfyrirtækisins 1984 vilja ekki tjá sig sérstaklega um þetta tiltekna mál. Fyrirtækið sendi fréttastofu þó yfirlýsingu um almenna stefnu fyrirtækisins. Þar segir að fyrirtækið hýsi þá sem mótmæli hinum „valdamiklu og miskunnarlausu“. Þetta séu til dæmis blaðamenn og aðgerðasinnar um allan heim. „Við greiðum fyrir málfrelsi og fjölmiðlafrelsi. Það sem við gerum ekki er að hýsa fólk sem ýtir undir ofbeldi, hryðjuverk, kúgun eða hatur. Við lokum á nýnasista og rasista. Við höfum þurft að sitja undir alvarlegum netárásum, lagalegum árásum og líkamlegum hótunum frá haturshópum með mismunandi skoðanir sem reyna að fá okkur til að loka síðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við látum ekki undan, sama hvert gjaldið verður við lögfræðiaðstoð, öryggisráðstafanir eða hugarró.“ Á Mapping Project má finna gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja. Bandaríkin Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Yfirlýsingin var send fréttastofu í kjölfar fyrirspurnar um vefsíðuna The Mapping Project. Miðlar í Bandaríkjunum og Ísrael fjölluðu í gær um beiðni sem samtökin Anti-Defamation League (ADL) sendu stjórnvöldum á Íslandi á miðvikudag. Þar eru þau hvött til að beita sér fyrir því að vefsíðunni, sem er hýst á Íslandi og samtökin telja ógn gegn gyðingum, verði lokað. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins staðfestir í skriflegu svari til fréttastofu að ráðuneytinu hafi borist umrætt erindi. Málið varði hagsmuni fólks sem búsett er í Bandaríkjunum og til að íslensk stjórnvöld geti gripið til aðgerða þurfi fyrst að kæra málið til bandarískra lögregluyfirvalda, „sem síðan myndu eftir atvikum senda réttarbeiðni til íslenskra yfirvalda um gagnkvæma aðstoð“. Láta ekki undan Forsvarsmenn íslenska vefhýsingarfyrirtækisins 1984 vilja ekki tjá sig sérstaklega um þetta tiltekna mál. Fyrirtækið sendi fréttastofu þó yfirlýsingu um almenna stefnu fyrirtækisins. Þar segir að fyrirtækið hýsi þá sem mótmæli hinum „valdamiklu og miskunnarlausu“. Þetta séu til dæmis blaðamenn og aðgerðasinnar um allan heim. „Við greiðum fyrir málfrelsi og fjölmiðlafrelsi. Það sem við gerum ekki er að hýsa fólk sem ýtir undir ofbeldi, hryðjuverk, kúgun eða hatur. Við lokum á nýnasista og rasista. Við höfum þurft að sitja undir alvarlegum netárásum, lagalegum árásum og líkamlegum hótunum frá haturshópum með mismunandi skoðanir sem reyna að fá okkur til að loka síðum,“ segir í yfirlýsingunni. „Við látum ekki undan, sama hvert gjaldið verður við lögfræðiaðstoð, öryggisráðstafanir eða hugarró.“ Á Mapping Project má finna gagnvirkt kort af Massachusetts þar sem merktar eru inn nærri 500 stofnanir sem eru sakaðar um aðkomu að ýmsum misgjörðum; þjóðernishreinsunum, nýlendustefnu og Zíonisma. Þá er þetta ekki í fyrsta sinn sem ADL koma óánægju sinni á framfæri við yfirvöld á Íslandi en þau mótmæltu meðal annars harðlega frumvarpi sem bannaði umskurð drengja.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira