Bayern dreymir um Kane til að taka við af Lewandowski Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. júlí 2022 14:02 Harry Kane er draumaframherji Bayern München. Han Myung-Gu/Getty Images Nú þegar pólska markamaskínan Robert Lewandowski er að ganga í raðir Barcelona frá Bayern München eru forráðamenn félagsins sagðir dreyma um enska framherjann Harry Kane til að fylla í skarðið. Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í morgun er Robert Lewandowski mættur til Miami að hitta nýju liðsfélagana sína í Barcelona. Hann gengur til liðs við Börsunga fyrir 42,5 milljónir punda. Nú þegar þýska stórveldið er að missa sinn helsta markaskorara úr liðinu ætti ekki að koma á óvart að heyra að liðið sé strax farið að velta fyrir sér hver gæti tekið við keflinu. Lewandowski hefur leikið með Bayern frá árinu 2014, en hann hefur skorað hvorki meira né minna en 238 mörk í 253 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern. Þetta eru því engin smá fótspor sem næsti maður þarf að fylla í. Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern og núverandi stjórnarformaður liðsins, segir að það væri draumi líkast að geta lokkað enska framherjan Harry Kane til liðsins í framtíðinni. „Hann er samningsbundinn Tottenham núna,“ sagði Kahn í samtali við þýska miðilinn Bild. „Hann er klárlega einn af bestu framherjum heims, en þetta er bara draumur um framtíðina. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að koma liðinu í gang fyrir tímabilið sem er að hefjast. Þannig að við skulum bara sjá til hvað gerist.“ Kane hefur um árabil verið talinn einn af bestu framherjum heims. Þessi 28 ára Englendingur hefur skorað 248 mörk í 386 leikjum fyrir Tottenham, en þar af hefur hann skorað 183 í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmanni deildarinnar frá upphafi. Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira
Eins og greint var frá hér á Vísi fyrr í morgun er Robert Lewandowski mættur til Miami að hitta nýju liðsfélagana sína í Barcelona. Hann gengur til liðs við Börsunga fyrir 42,5 milljónir punda. Nú þegar þýska stórveldið er að missa sinn helsta markaskorara úr liðinu ætti ekki að koma á óvart að heyra að liðið sé strax farið að velta fyrir sér hver gæti tekið við keflinu. Lewandowski hefur leikið með Bayern frá árinu 2014, en hann hefur skorað hvorki meira né minna en 238 mörk í 253 deildarleikjum. Alls hefur hann skorað 344 mörk í 375 leikjum fyrir Bayern. Þetta eru því engin smá fótspor sem næsti maður þarf að fylla í. Oliver Kahn, fyrrum markvörður Bayern og núverandi stjórnarformaður liðsins, segir að það væri draumi líkast að geta lokkað enska framherjan Harry Kane til liðsins í framtíðinni. „Hann er samningsbundinn Tottenham núna,“ sagði Kahn í samtali við þýska miðilinn Bild. „Hann er klárlega einn af bestu framherjum heims, en þetta er bara draumur um framtíðina. Núna þurfum við að einbeita okkur að því að koma liðinu í gang fyrir tímabilið sem er að hefjast. Þannig að við skulum bara sjá til hvað gerist.“ Kane hefur um árabil verið talinn einn af bestu framherjum heims. Þessi 28 ára Englendingur hefur skorað 248 mörk í 386 leikjum fyrir Tottenham, en þar af hefur hann skorað 183 í ensku úrvalsdeildinni sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmanni deildarinnar frá upphafi.
Enski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Enski boltinn Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Körfubolti Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Sunnudagsmessan: Hver hefur komið mest á óvart? Ekitike tryggði sigurinn og fór beint í sturtu Barcelona vill fá Rashford á tombóluverði Madueke frá í tvo mánuði Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Fóru yfir breytta nálgun Guardiola: „Þetta var 7-3-0 á tímabili“ Aldrei verið minna með boltann í sex hundruð leikjum Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Vildi vinna sem og byrja leikinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Sjá meira