Glæsilegur handverksmarkaður í Króksfjarðarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. júlí 2022 20:09 Ingibjörg Kristjánsdóttir, handverkskona í Garpsdal (t.h.) og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, handverkskona í Mýrartungu II, sem eru hluti af stofnendum Handverksfélagsins Össu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Handverkskonurnar í Króksfjarðarnesi í Reykhólasveit hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af verkefnisleysi í sumar því það hefur verið meira en nóg að gera hjá þeim á handverksmarkaðnum í gamla Kaupfélagshúsinu að selja vörurnar sínar. Handverksmarkaðurinn er í gamla Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi þar sem má finna fjölbreytt og fallegt handverk unnið af konum í sveitinni og í næsta nágrenni. Þar er líka bókamarkaður og nytjamarkaður, og að sjálfsögðu er líka hægt að setjast niður og fá sér kaffi og veitingar. Félag kvennanna heitir "Handverksfélagið Assa", en Ingibjörg Kristjánsdóttir er einn af stofnendum þess. Einn karlmaður fær að vera "laumufélagi" hjá konunum en hann heitir Arnór Grímsson og sér um að sjóða rabarbarasultuna fyrir markaðinn. Handverkskonurnar í Króksfjarðarnesi í Reykhólasveit, ásamt Arnóri Grímssyni, sem sér um að sjóða rabarbarasultuna fyrir markaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum með alveg svakalega flotta vinnu hjá fólkinu og pössum náttúrulega að hleypa engu inn, sem okkur líst ekki á. Félagsmennirnir eru heimafólk hérna og fólk, sem er tengt okkur, sem sagt er flutt í burtu en hefur einhverjar rætur hérna hjá okkur,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, handverkskona í Garpsdal og ein af stofnendum hópsins. Fyrrverandi alþingismaður býr á svæðinu og er í handverkshópnum. Hún er ánægð með sinn hóp. „Já, þetta mjög flottur hópur og alltaf gaman að koma hérna. Hér er bara allt svo fallegt, allt svo vel upp sett. Ég er nú búin að sjá marga markaði út um landið og ég held að, ég þori ekki að segja að hann sé flottastur en með þeim flottustu,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, handverkskona í Mýrartungu II. Facebooksíða handverkshópsins Handverkskonurnar í Króksfjarðarnesi í Reykhólasveit hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af verkefnisleysi í sumar því það hefur verið meira en nóg að gera hjá þeim á handverksmarkaðnum í gamla kaupfélagshúsinu að selja vörurnar sínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykhólahreppur Handverk Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Handverksmarkaðurinn er í gamla Kaupfélagshúsinu í Króksfjarðarnesi þar sem má finna fjölbreytt og fallegt handverk unnið af konum í sveitinni og í næsta nágrenni. Þar er líka bókamarkaður og nytjamarkaður, og að sjálfsögðu er líka hægt að setjast niður og fá sér kaffi og veitingar. Félag kvennanna heitir "Handverksfélagið Assa", en Ingibjörg Kristjánsdóttir er einn af stofnendum þess. Einn karlmaður fær að vera "laumufélagi" hjá konunum en hann heitir Arnór Grímsson og sér um að sjóða rabarbarasultuna fyrir markaðinn. Handverkskonurnar í Króksfjarðarnesi í Reykhólasveit, ásamt Arnóri Grímssyni, sem sér um að sjóða rabarbarasultuna fyrir markaðinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, við erum með alveg svakalega flotta vinnu hjá fólkinu og pössum náttúrulega að hleypa engu inn, sem okkur líst ekki á. Félagsmennirnir eru heimafólk hérna og fólk, sem er tengt okkur, sem sagt er flutt í burtu en hefur einhverjar rætur hérna hjá okkur,“ segir Ingibjörg Kristjánsdóttir, handverkskona í Garpsdal og ein af stofnendum hópsins. Fyrrverandi alþingismaður býr á svæðinu og er í handverkshópnum. Hún er ánægð með sinn hóp. „Já, þetta mjög flottur hópur og alltaf gaman að koma hérna. Hér er bara allt svo fallegt, allt svo vel upp sett. Ég er nú búin að sjá marga markaði út um landið og ég held að, ég þori ekki að segja að hann sé flottastur en með þeim flottustu,“ segir Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, handverkskona í Mýrartungu II. Facebooksíða handverkshópsins Handverkskonurnar í Króksfjarðarnesi í Reykhólasveit hafa ekki þurft að hafa áhyggjur af verkefnisleysi í sumar því það hefur verið meira en nóg að gera hjá þeim á handverksmarkaðnum í gamla kaupfélagshúsinu að selja vörurnar sínar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykhólahreppur Handverk Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira