FIFA ætlar tvöfalda verðlaunafé á HM kvenna 2023 | Styrktaraðilar sjá möguleikana í kvennaknattspyrnu Atli Arason skrifar 20. júlí 2022 19:00 Bandaríkin voru heimsmeistarar árið 2019. Getty Images Verðlaunafé á næsta heimsmeistaramóti kvenna í knattspyrnu gæti farið yfir 60 milljónir Bandaríkjadala samkvæmt aðalritara FIFA, Fatma Samoura. Samoura tilkynnti þetta á viðburði sem fór fram núna í morgun á íslenskum tíma í Sydney í Ástralíu. Viðburðinn var haldinn í því tilefni að aðeins eitt ár er í að HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi hefst í júlí 2023. „Við erum að tala um að tvöfalda verðlaunaféð frá því sem liðin fengu árið 2019 í 100 milljónir [ástralska] dollara,“ sagði Samoura á viðburðinum í morgun. 100 milljónir ástralska dollara eru um 69 milljónir bandaríska dollara eða um 9,4 milljarðar íslenskra króna. Verðlaunaféð sem þátttökuþjóðir á HM berjast um hefur tvöfaldast á síðustu tveimur mótum. Árið 2015 voru samtals 15 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en árið 2019 var verðlaunaféð 30 milljónir dala. Tekið skal fram að hér er verið að ræða um pening sem allar þátttökuþjóðir mótsins deila með sér eftir árangri liðanna. Bandaríkin unnu HM 2019 og fengu 4 milljónir dala í sigurverðlaun. Eftir HM 2019 sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, að stefnan væri að minnsta kosti að tvöfalda verðlaunaféð fyrir HM 2023 og það virðist nú ætla að ganga upp. Á heimsmeistaramóti karla er hins vegar keppst um 400 milljónir Bandaríkjadala. Frakkar, sem unnu síðasta HM karla, fengu 38 milljónir í verðlaunafé sem er meira en allar þjóðir á HM kvenna fengu samanlagt. Samoura segir að kvennaknattspyrnan sé að þróast í rétta átt. „Við erum enn þá svolítið langt frá verðlaunafénu á HM karla en við ættum líka að huga að því að HM karla hófst fyrir næstum 100 árum síðan, árið 1930. HM kvenna hóf göngu sína 61 ári síðar, árið 1991,“ sagði Samoura. Fjárhagslegt landslag kvenna knattspyrnunnar hefur verið að breytast ört á síðustu árum. Það stefnir í að næsta HM kvenna verði sögulegt af þeim sökum að mótið gæti orðið það fyrsta þar sem fjármögnun stuðningsaðila mótsins er ekki tengt HM karla. „Í dag er HM karla sá viðburður sem fjármagnar allar keppnir og viðburði FIFA, þ.m.t. HM kvenna. Núna erum við að sjá breytingar í innkomu. Í fyrsta skipti í sögu HM eru fyrirtæki, eins og VISA, að koma til okkar og láta vita að þau vilji aðeins styðja kvennafótboltann þar sem þau vita möguleikarnir þar eru gífurlegir og eru ekki nýttir til fulls,“ sagði aðalritari FIFA, Fatma Samoura. At celebrations marking one year until the 2023 Women's World Cup #FIFA Secretary General @fatma_samoura said discussions remain ongoing but prizemoney could be doubled to $100 million AUD😮That's incentive for all 32 teams including @TheMatildas #FIFAWWC #Matildas #Football pic.twitter.com/HScaP0noHk— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) July 20, 2022 HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Jafnréttismál Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Samoura tilkynnti þetta á viðburði sem fór fram núna í morgun á íslenskum tíma í Sydney í Ástralíu. Viðburðinn var haldinn í því tilefni að aðeins eitt ár er í að HM í Ástralíu og Nýja Sjálandi hefst í júlí 2023. „Við erum að tala um að tvöfalda verðlaunaféð frá því sem liðin fengu árið 2019 í 100 milljónir [ástralska] dollara,“ sagði Samoura á viðburðinum í morgun. 100 milljónir ástralska dollara eru um 69 milljónir bandaríska dollara eða um 9,4 milljarðar íslenskra króna. Verðlaunaféð sem þátttökuþjóðir á HM berjast um hefur tvöfaldast á síðustu tveimur mótum. Árið 2015 voru samtals 15 milljónir Bandaríkjadala í verðlaunafé en árið 2019 var verðlaunaféð 30 milljónir dala. Tekið skal fram að hér er verið að ræða um pening sem allar þátttökuþjóðir mótsins deila með sér eftir árangri liðanna. Bandaríkin unnu HM 2019 og fengu 4 milljónir dala í sigurverðlaun. Eftir HM 2019 sagði Gianni Infantino, forseti FIFA, að stefnan væri að minnsta kosti að tvöfalda verðlaunaféð fyrir HM 2023 og það virðist nú ætla að ganga upp. Á heimsmeistaramóti karla er hins vegar keppst um 400 milljónir Bandaríkjadala. Frakkar, sem unnu síðasta HM karla, fengu 38 milljónir í verðlaunafé sem er meira en allar þjóðir á HM kvenna fengu samanlagt. Samoura segir að kvennaknattspyrnan sé að þróast í rétta átt. „Við erum enn þá svolítið langt frá verðlaunafénu á HM karla en við ættum líka að huga að því að HM karla hófst fyrir næstum 100 árum síðan, árið 1930. HM kvenna hóf göngu sína 61 ári síðar, árið 1991,“ sagði Samoura. Fjárhagslegt landslag kvenna knattspyrnunnar hefur verið að breytast ört á síðustu árum. Það stefnir í að næsta HM kvenna verði sögulegt af þeim sökum að mótið gæti orðið það fyrsta þar sem fjármögnun stuðningsaðila mótsins er ekki tengt HM karla. „Í dag er HM karla sá viðburður sem fjármagnar allar keppnir og viðburði FIFA, þ.m.t. HM kvenna. Núna erum við að sjá breytingar í innkomu. Í fyrsta skipti í sögu HM eru fyrirtæki, eins og VISA, að koma til okkar og láta vita að þau vilji aðeins styðja kvennafótboltann þar sem þau vita möguleikarnir þar eru gífurlegir og eru ekki nýttir til fulls,“ sagði aðalritari FIFA, Fatma Samoura. At celebrations marking one year until the 2023 Women's World Cup #FIFA Secretary General @fatma_samoura said discussions remain ongoing but prizemoney could be doubled to $100 million AUD😮That's incentive for all 32 teams including @TheMatildas #FIFAWWC #Matildas #Football pic.twitter.com/HScaP0noHk— Tracey Holmes (@TraceyLeeHolmes) July 20, 2022
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi FIFA Jafnréttismál Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira