Chambers tryggði lærisveinum Gerrards jafntefli gegn United Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2022 11:49 Chambers var hetja Villa-liðsins. Neville Williams/Aston Villa FC via Getty Images Manchester United mistókst að vinna fjórða leik sinn í röð á undirbúningstímabili liðsins. Callum Chambers tryggði Aston Villa 2-2 jafntefli með marki úr síðustu snertingu leiksins. United var töluvert sterkari aðilinn framan af leik og náði forystunni á 25. mínútu. Liðið átti þá laglega sókn þar sem Marcus Rashford fann Luke Shaw sem kom í utanáhlaup vinstra megin í vítateig Aston Villa. Shaw gaf boltann fyrir og fann Jadon Sancho einan á auðum sjó á markteig og honum var eftirleikurinn auðveldur er hann kom liðinu í forystu. A superb @Sanchooo10 volley opens the scoring in Perth! #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 Sancho var aftur á ferðinni á 42. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Villa. Marcus Rashford veitti honum aðstoð og fyrirgjöf Sancho fann Rashford sem skaut boltanum í Matty Cash, varnarmann Villa, hvaðan boltinn fór í netið. 2-0 stóð því í hléi en eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik minnkaði Jamaíkumaðurinn Leon Bailey muninn fyrir Aston Villa með fallegu vinstri fótar skoti frá hægra horni vítateigsins eftir um 30 metra sprett upp hægri kantinn. 2-1 stóð fram á 93. mínútu þegar varnarmaðurinn Callum Chambers jafnaði fyrir Villa með skalla á markteig eftir hornspyrnu Bailey frá hægri. Varnarmenn United og David De Gea telja líklega að þeir hafi getað gert betur í markinu en um var að ræða síðustu snertingu leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan. A stormy encounter so far! Here's how we gained a 2-goal advantage in today's friendly #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 United hefur gert vel á undirbúningstímabilinu en um er að fyrsta leikinn sem liðinu mistekst að vinna. Liðið vann Liverpool 4-0 í Tælandi fyrir 4-1 sigur á Melbourne Victory og 3-1 sigur á Crystal Palace. Rauðu djöflarnir halda nú aftur til Evrópu eftir 12 daga túr um Asíu og Ástralíu en næsti leikur liðsins er við Atlético Madrid á Ullevaal-leikvanginum í Osló 30. júlí. Aston Villa, sem stýrt er af Steven Gerrard, vann 1-0 sigra á Leeds United og Brisbane Roar á Ástralíuferðalagi sínu en eiga einnig næsta leik sinn 30. júlí, þeirra síðasta á undirbúningstímabilinu, gegn Stade Rennais í Frakklandi. Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira
United var töluvert sterkari aðilinn framan af leik og náði forystunni á 25. mínútu. Liðið átti þá laglega sókn þar sem Marcus Rashford fann Luke Shaw sem kom í utanáhlaup vinstra megin í vítateig Aston Villa. Shaw gaf boltann fyrir og fann Jadon Sancho einan á auðum sjó á markteig og honum var eftirleikurinn auðveldur er hann kom liðinu í forystu. A superb @Sanchooo10 volley opens the scoring in Perth! #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 Sancho var aftur á ferðinni á 42. mínútu þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörn Villa. Marcus Rashford veitti honum aðstoð og fyrirgjöf Sancho fann Rashford sem skaut boltanum í Matty Cash, varnarmann Villa, hvaðan boltinn fór í netið. 2-0 stóð því í hléi en eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik minnkaði Jamaíkumaðurinn Leon Bailey muninn fyrir Aston Villa með fallegu vinstri fótar skoti frá hægra horni vítateigsins eftir um 30 metra sprett upp hægri kantinn. 2-1 stóð fram á 93. mínútu þegar varnarmaðurinn Callum Chambers jafnaði fyrir Villa með skalla á markteig eftir hornspyrnu Bailey frá hægri. Varnarmenn United og David De Gea telja líklega að þeir hafi getað gert betur í markinu en um var að ræða síðustu snertingu leiksins og 2-2 jafntefli niðurstaðan. A stormy encounter so far! Here's how we gained a 2-goal advantage in today's friendly #MUFC || #MUTOUR22— Manchester United (@ManUtd) July 23, 2022 United hefur gert vel á undirbúningstímabilinu en um er að fyrsta leikinn sem liðinu mistekst að vinna. Liðið vann Liverpool 4-0 í Tælandi fyrir 4-1 sigur á Melbourne Victory og 3-1 sigur á Crystal Palace. Rauðu djöflarnir halda nú aftur til Evrópu eftir 12 daga túr um Asíu og Ástralíu en næsti leikur liðsins er við Atlético Madrid á Ullevaal-leikvanginum í Osló 30. júlí. Aston Villa, sem stýrt er af Steven Gerrard, vann 1-0 sigra á Leeds United og Brisbane Roar á Ástralíuferðalagi sínu en eiga einnig næsta leik sinn 30. júlí, þeirra síðasta á undirbúningstímabilinu, gegn Stade Rennais í Frakklandi.
Enski boltinn Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Í beinni: Ítalía - Ísland | Strákarnir leita hefnda Körfubolti Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Fleiri fréttir Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Sjá meira