Köstuðu flöskum í Kid Cudi sem gekk af sviðinu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2022 19:12 Kid Cudi (t.v.) og Kanye West árið 2019 þegar allt lék í lyndi. EPA/Etienne Laurent Kid Cudi fékk ekki góðar móttökur á tónlistarhátíðinni Rolling Loud sem fer fram í Miami þessa dagana. Cudi gekk af sviðinu eftir að gestir hófu að kasta hlutum í hann. Það vakti mikla athygli þegar tilkynnt var að Kid Cudi yrði stærsta atriði föstudagskvöldsins á Rolling Loud-hátíðinni en rapparinn er hvorki sá þekktasti né vinsælasti í bransanum. Kanye West átti upphaflega að vera stærsta atriði kvöldsins og það er mat margra að hann sé bæði sá þekktasti og vinsælasti í bransanum. Því ekkert sérlega góð skipting fyrir gesti hátíðarinnar. Kanye og Kid Cudi hafa verið miklir vinir í gegnum tíðina en það hefur verið smá heitt á milli þeirra upp á síðkastið. Kid Cudi var rétt byrjaður á fjórða lagi sínu þegar hann öskraði á áhorfendur að hann væri að gefast upp. Þá hafði vatnsflöskum rignt yfir hann nánast frá upphafi. „Ég labba af sviðinu ef þið kastið einum hlut hingað upp. Ég mun fara. Ég mun fara strax,“ sagði Kid Cudi og nánast um leið kastaði annar áhorfandi vatnsflösku í hann. Rapparinn stóð við orð sín og gekk út. @cakesscam Someone hit Kid Cudi in the face with a water pack, and he left #rollingloud #rollingloudmiami2022 #kidcudi #fyp #cakesscam #concerttok original sound - JonnyCakess Það var Kanye sjálfur sem hætti við að spila á tónleikunum eftir að hafa eytt mánuðum í að skipuleggja flutning sinn. Það var því ansi athyglisvert að hann mæti um kvöldið og tók tvö lög ásamt rapparanum Lil Durk. Það ætlaði allt að keyra um koll þegar Kanye mætti en hér fyrir neðan má sjá myndband af honum flytja lögin tvö. Tónlist Bandaríkin Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira
Það vakti mikla athygli þegar tilkynnt var að Kid Cudi yrði stærsta atriði föstudagskvöldsins á Rolling Loud-hátíðinni en rapparinn er hvorki sá þekktasti né vinsælasti í bransanum. Kanye West átti upphaflega að vera stærsta atriði kvöldsins og það er mat margra að hann sé bæði sá þekktasti og vinsælasti í bransanum. Því ekkert sérlega góð skipting fyrir gesti hátíðarinnar. Kanye og Kid Cudi hafa verið miklir vinir í gegnum tíðina en það hefur verið smá heitt á milli þeirra upp á síðkastið. Kid Cudi var rétt byrjaður á fjórða lagi sínu þegar hann öskraði á áhorfendur að hann væri að gefast upp. Þá hafði vatnsflöskum rignt yfir hann nánast frá upphafi. „Ég labba af sviðinu ef þið kastið einum hlut hingað upp. Ég mun fara. Ég mun fara strax,“ sagði Kid Cudi og nánast um leið kastaði annar áhorfandi vatnsflösku í hann. Rapparinn stóð við orð sín og gekk út. @cakesscam Someone hit Kid Cudi in the face with a water pack, and he left #rollingloud #rollingloudmiami2022 #kidcudi #fyp #cakesscam #concerttok original sound - JonnyCakess Það var Kanye sjálfur sem hætti við að spila á tónleikunum eftir að hafa eytt mánuðum í að skipuleggja flutning sinn. Það var því ansi athyglisvert að hann mæti um kvöldið og tók tvö lög ásamt rapparanum Lil Durk. Það ætlaði allt að keyra um koll þegar Kanye mætti en hér fyrir neðan má sjá myndband af honum flytja lögin tvö.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Lífið Fleiri fréttir Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Kraftaverkaaðgerð batt enda á fimm ár af sársauka Eldgosið sem lýsti upp næturhiminninn og lamaði Evrópu Sjá meira