Minnst einn látinn í röð skotárása í Kanada Eiður Þór Árnason skrifar 25. júlí 2022 15:21 Lögreglumaður stendur nærri lögreglubifreið á vettvangi skotárásar í Langley í dag. Ap/The Canadian Press/Darryl Dyck Skotið var á nokkurn fjölda einstaklinga í röð skotárása í borginni Langley í Bresku-Kólumbíu í morgun að sögn kanadísku lögreglunnar. Minnst einn lést í árásunum og hefur karlmaður verið handtekinn grunaður um aðild að þeim. Langley er staðsett rétt utan við Vancouver, um 40 kílómetra suðaustur af borginni. Um klukkan 6:15 að staðartíma var íbúum á svæðinu tilkynnt að skotárásir hafi átt sér stað á nokkrum stöðum í miðborg Langley og á einum stað í hinu nærliggjandi sveitarfélagi Langley Township. Lögreglan staðfestir við kanadíska ríkisútvarpið CBC að einn hafi verið handtekinn rétt fyrir klukkan 7, eða um 14 að íslenskum tíma. Áfram sé unnið að því að kanna hvort hinn grunaði hafi verið einn að verki. Ekki hefur verið greint frá fjölda fórnarlamba en haft er eftir fulltrúa lögreglunnar að fólkið sé heimilislaust. Ekki er talið að skotmörkin hafi verið valin af handahófi. Í tilkynningu var hinum grunaða lýst sem hvítum karlmanni með dökkt hár sem hafi sést á hvítri bifreið. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi, af því er fram kemur í frétt CBC. B.C. has issued an emergency notification for multiple shootings downtown Langley involving transient victims pic.twitter.com/6Kg9mIMtOB— Andrea Woo | (@AndreaWoo) July 25, 2022 Átti sér stað á minnst þremur stöðum Lögreglan hefur afmarkað nokkra vettvanga í borginni með nokkra kílómetra millibili. Einn við Willowbrook-verslunarmiðstöðina, annan við Cascades-spilavítið nærri Fraser-hraðbrautinni og þann þriðja í nálægð við flóamarkað og strætóstopp við Logan-breiðstræti og Glover-veg. Sjá má för eftir minnst níu byssukúlur utan á svartri lögreglubifreið sem finna má við áðurnefnda verslunarmiðstöð, að sögn fréttastofu CBC. This is Cascades casino parking lot one of multiple shooting scenes in Langley. Police tell me those aren t bodies under there but the scene remains blocked off as police investigate. There are several victims throughout the city. @GlobalBC pic.twitter.com/tHTz7vB2fN— Christa Dao (@ChristaDao) July 25, 2022 Rétt eftir klukkan 7:20 að staðartíma, skömmu eftir að hinn grunaði var handtekinn, sendi lögreglan út aðra tilkynningu þar sem aftur var biðlað til almennings að halda sig frá miðborginni á meðan kannað væri hvort fleiri skotmenn hafi átt þátt í árásunum. Lögreglan hefur lokað vegarkafla sem liggur í gegnum miðborgina og hvatt fólk til að forðast fleiri nálæga staði. Eyewitness attests to policing arresting a suspect close to 200th Street outside Willowbrook mall during unfolding shooting incident in downtown #Langley. pic.twitter.com/AH6V7lDt3m— Sarah Grochowski (@SarahGrochowski) July 25, 2022 Ein skotárásin átti sér stað við Willowbrook verslunarmiðstöðina.Willowbrook Fréttin hefur verið uppfærð. Kanada Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Um klukkan 6:15 að staðartíma var íbúum á svæðinu tilkynnt að skotárásir hafi átt sér stað á nokkrum stöðum í miðborg Langley og á einum stað í hinu nærliggjandi sveitarfélagi Langley Township. Lögreglan staðfestir við kanadíska ríkisútvarpið CBC að einn hafi verið handtekinn rétt fyrir klukkan 7, eða um 14 að íslenskum tíma. Áfram sé unnið að því að kanna hvort hinn grunaði hafi verið einn að verki. Ekki hefur verið greint frá fjölda fórnarlamba en haft er eftir fulltrúa lögreglunnar að fólkið sé heimilislaust. Ekki er talið að skotmörkin hafi verið valin af handahófi. Í tilkynningu var hinum grunaða lýst sem hvítum karlmanni með dökkt hár sem hafi sést á hvítri bifreið. Maðurinn situr nú í gæsluvarðhaldi, af því er fram kemur í frétt CBC. B.C. has issued an emergency notification for multiple shootings downtown Langley involving transient victims pic.twitter.com/6Kg9mIMtOB— Andrea Woo | (@AndreaWoo) July 25, 2022 Átti sér stað á minnst þremur stöðum Lögreglan hefur afmarkað nokkra vettvanga í borginni með nokkra kílómetra millibili. Einn við Willowbrook-verslunarmiðstöðina, annan við Cascades-spilavítið nærri Fraser-hraðbrautinni og þann þriðja í nálægð við flóamarkað og strætóstopp við Logan-breiðstræti og Glover-veg. Sjá má för eftir minnst níu byssukúlur utan á svartri lögreglubifreið sem finna má við áðurnefnda verslunarmiðstöð, að sögn fréttastofu CBC. This is Cascades casino parking lot one of multiple shooting scenes in Langley. Police tell me those aren t bodies under there but the scene remains blocked off as police investigate. There are several victims throughout the city. @GlobalBC pic.twitter.com/tHTz7vB2fN— Christa Dao (@ChristaDao) July 25, 2022 Rétt eftir klukkan 7:20 að staðartíma, skömmu eftir að hinn grunaði var handtekinn, sendi lögreglan út aðra tilkynningu þar sem aftur var biðlað til almennings að halda sig frá miðborginni á meðan kannað væri hvort fleiri skotmenn hafi átt þátt í árásunum. Lögreglan hefur lokað vegarkafla sem liggur í gegnum miðborgina og hvatt fólk til að forðast fleiri nálæga staði. Eyewitness attests to policing arresting a suspect close to 200th Street outside Willowbrook mall during unfolding shooting incident in downtown #Langley. pic.twitter.com/AH6V7lDt3m— Sarah Grochowski (@SarahGrochowski) July 25, 2022 Ein skotárásin átti sér stað við Willowbrook verslunarmiðstöðina.Willowbrook Fréttin hefur verið uppfærð.
Kanada Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira