Skrautleg ferð víkingaskips á sýningarstað í Hornafirði Kristján Már Unnarsson skrifar 28. júlí 2022 22:12 Víkingaskipið í fjörunni undir Horni, sem upphaflega var Horn hið eystra, eða Eystrahorn, en hefur í seinni tíð verið nefnt Vestrahorn. Horn hið vestra var hins vegar notað um Hornbjarg á Vestfjörðum. KMU Víkingaskip, sem smíðað var í Brasilíu eftir norska Gaukstaðaskipinu, hefur eftir skrautlegt ferðalag, meðal annars niður Jökulsá á Breiðamerkursandi, fengið dvalarstað undir Horni við Hornafjörð þar sem það verður hluti af víkingaþorpi. Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá ferðalagi skipsins en við sáum það síðastliðinn mánudag í hinu stórbrotna umhverfi við fjallið Horn, í fjörunni sem liggur þaðan að Stokksnesi. Þar var landeigandinn Ómar Antonsson mættur á gröfu til að búa til rás. Svo sáum við stóra hjólaskóflu koma akandi. Það var greinlega verið að undirbúa það að koma víkingaskipinu á land. Ómar Antonsson, landeigandi Horns, rekur Viking Cafe á jörðinni.KMU „Ég er að flytja það frá Kópavogi og hingað austur í Hornafjörð, að Horni, þar sem það á að vera við víkingabæinn,“ segir Ómar Antonsson, landeigandi á Horni. Víkingaþorpið undir Horni var upphaflega smíðað árið 2009 sem leikmynd fyrir víkingamynd sem aldrei var gerð en þjónar núna því hlutverki að laða að ferðamenn. Víkingaskipinu er ætlað að treysta þann segul en það hafði lengið legið í reiðileysi í Kópavogshöfn. Skipið dregið upp í sandfjöruna undir Horni.Ómar Antonsson Ómar hugðist flytja það austur á flutningabíl sem komst ekki lengra en að Jökulsárlóni því brúin þar reyndist of mjó. „Ég komst ekki í gegnum Jökulsána á Breiðamerkursandi þannig að við urðum að fleyta því þaðan,“ segir Ómar. Fleyta varð víkingaskipinu niður Jökulsá á Breiðamerkursandi þar sem brúin við Jökulsárlón var of mjó til að skipið kæmist yfir á flutningabíl.Ómar Antonsson Lóðsinn á Hornafirði, Björn lóðs, var svo fenginn til að draga skipið frá ósi Jökulsár á Breiðamerkursandi og upp að Horni. Þetta tignarlega fjall er fyrsta örnefnið á Íslandi sem getið er í upphafskafla Landnámabókar en þangað var sögð sjö dægra sigling frá Stað í Noregi. Björn lóðs kemur með skipið að Horni.Sigurjón Andrésson „Horn var náttúrlega þar sem þú kemur fyrst að úr hafinu, ef þú ferð rétta leið hérna á milli Færeyja og Íslands, náttúrlega. Þannig að þetta er landnámsstaðurinn,“ segir landeigandinn. Víkingaskipið var upphaflega smíðað árið 2007 í Brasilíu af áhugamanni um víkingasögur, með norska Gaukstaðaskipið sem fyrirmynd. Það var síðan keypt til Íslands í þeim tilgangi að sigla með ferðamenn úr Reykjavíkurhöfn. Víkingaskipið komið á endanlegan áfangastað í tjörninni neðan við víkingabæinn.Ómar Antonsson Eftir fimmtán ára ferðalag virðist það núna hafa fengið endanlegan samastað undir Horni en eftir er að setja á það mastrið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipið komst í fréttirnar í fyrrahaust þegar það rak úr Kópavogshöfn og strandaði á Bessastaðanesi. Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Landnemarnir Kópavogur Skipaflutningar Tengdar fréttir Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37 Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var sýnt frá ferðalagi skipsins en við sáum það síðastliðinn mánudag í hinu stórbrotna umhverfi við fjallið Horn, í fjörunni sem liggur þaðan að Stokksnesi. Þar var landeigandinn Ómar Antonsson mættur á gröfu til að búa til rás. Svo sáum við stóra hjólaskóflu koma akandi. Það var greinlega verið að undirbúa það að koma víkingaskipinu á land. Ómar Antonsson, landeigandi Horns, rekur Viking Cafe á jörðinni.KMU „Ég er að flytja það frá Kópavogi og hingað austur í Hornafjörð, að Horni, þar sem það á að vera við víkingabæinn,“ segir Ómar Antonsson, landeigandi á Horni. Víkingaþorpið undir Horni var upphaflega smíðað árið 2009 sem leikmynd fyrir víkingamynd sem aldrei var gerð en þjónar núna því hlutverki að laða að ferðamenn. Víkingaskipinu er ætlað að treysta þann segul en það hafði lengið legið í reiðileysi í Kópavogshöfn. Skipið dregið upp í sandfjöruna undir Horni.Ómar Antonsson Ómar hugðist flytja það austur á flutningabíl sem komst ekki lengra en að Jökulsárlóni því brúin þar reyndist of mjó. „Ég komst ekki í gegnum Jökulsána á Breiðamerkursandi þannig að við urðum að fleyta því þaðan,“ segir Ómar. Fleyta varð víkingaskipinu niður Jökulsá á Breiðamerkursandi þar sem brúin við Jökulsárlón var of mjó til að skipið kæmist yfir á flutningabíl.Ómar Antonsson Lóðsinn á Hornafirði, Björn lóðs, var svo fenginn til að draga skipið frá ósi Jökulsár á Breiðamerkursandi og upp að Horni. Þetta tignarlega fjall er fyrsta örnefnið á Íslandi sem getið er í upphafskafla Landnámabókar en þangað var sögð sjö dægra sigling frá Stað í Noregi. Björn lóðs kemur með skipið að Horni.Sigurjón Andrésson „Horn var náttúrlega þar sem þú kemur fyrst að úr hafinu, ef þú ferð rétta leið hérna á milli Færeyja og Íslands, náttúrlega. Þannig að þetta er landnámsstaðurinn,“ segir landeigandinn. Víkingaskipið var upphaflega smíðað árið 2007 í Brasilíu af áhugamanni um víkingasögur, með norska Gaukstaðaskipið sem fyrirmynd. Það var síðan keypt til Íslands í þeim tilgangi að sigla með ferðamenn úr Reykjavíkurhöfn. Víkingaskipið komið á endanlegan áfangastað í tjörninni neðan við víkingabæinn.Ómar Antonsson Eftir fimmtán ára ferðalag virðist það núna hafa fengið endanlegan samastað undir Horni en eftir er að setja á það mastrið. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Skipið komst í fréttirnar í fyrrahaust þegar það rak úr Kópavogshöfn og strandaði á Bessastaðanesi.
Sveitarfélagið Hornafjörður Ferðamennska á Íslandi Landnemarnir Kópavogur Skipaflutningar Tengdar fréttir Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37 Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Innlent Fleiri fréttir Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Sjá meira
Víkingaskip aftur við Bessastaðanes tólf öldum síðar „Líklega eru um 12 aldir eða svo frá því að knörr sást fyrst við Bessastaðanes og senn verða liðnar fjórar aldir frá því að skip sjóræningja frá Alsír strandaði þar um stundarsakir.“ 29. október 2021 15:37
Universal mun framleiða víkingamynd Baltasars Bandaríska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið hefur tryggt sér réttinn á fyrirhugaðri stórmynd Baltasars Kormáks sem á að bera heitið Vikingr. Fjölmiðlar vestanhafs greina frá þessu í dag. 7. október 2014 21:55