Sveitarfélagið Hornafjörður

Fréttamynd

Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða

Tíu bæjar- og sveitarstjórar mótmæla lokun flugbrautar á Reykjavíkurflugvelli og krefjast þess að hún verði opnuð strax auk þess að tré í Öskjuhlíð, sem skyggja á flugbrautina, verði felld. Þau segja að ekki sé um neitt „tilfinningaklám“ að ræða, líkt og Helga Vala Helgadóttir lögmaður sagði í Silfrinu á RÚV.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­vík er höfuð­borg okkar allra

Við undirrituð, bæjar- og sveitarstjórar á Íslandi, mótmælum öll lokun annarrar af tveimur flugbrautum Reykjavíkurflugvallar með tilheyrandi skerðingu á þjónustu og ógn við innanlandsflug sem þar af hlýst.

Skoðun
Fréttamynd

Loka­til­raun til að bjarga loðnu­ver­tíð

Hafrannsóknastofnun í samvinnu við loðnuútgerðir gerir núna lokatilraun til að finna loðnu við landið í nægjanlegu magni svo unnt sé að gefa út veiðikvóta áður en loðnan hrygnir og drepst. Að öðrum kosti blasir við loðnubrestur, annað árið í röð.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum

Flætt hefur yfir varnargarða og yfir hringveginn við Jökulsá í Lóni með þeim afleiðingum að vegurinn er farinn í sundur. Þá er hringvegurinn við Karlsstaðarvita í Berufirði einnig farinn í sundur. 

Innlent
Fréttamynd

Ekki bara þorra­blót heldur líka Reifiblót

Það var mikil stemning og gleði meðal Hornfirðinga og nærsveitunga á Þorrablóti Hafnar sem var haldið í íþróttahúsi bæjarins síðastliðið laugardagskvöld. Um 500 manns mættu á blótið og skemmtu sér langt fram eftir kvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Gríms­vatna­hlaupi lokið

Órói sem mældist á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli og vatnshæð í Gígjukvísl hafa aftur náð svipuðum gildum og voru fyrir hlaup. Þar með er Grímsvatnahlaupinu, sem hófst fyrir um tíu dögum, lokið.

Innlent
Fréttamynd

Fjögur skip hefja leit að loðnu

Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlaup hafið úr Gríms­vötnum

Undanfarna daga hefur mælst hægt vaxandi hlaupórói á jarðskjálftamælinum á Grímsfjalli. Það bendir til þess að jökulhlaup sé hafið úr Grímsvötnum.

Innlent
Fréttamynd

Sex voru fluttir með þyrlunni

Sex voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann í Fossvogi eftir að tveir bílar rákust á í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. 

Innlent
Fréttamynd

Al­var­legt bíl­slys í Ör­æfum

Harður árekstur varð í nágrenni Fagurhólsmýrar í Öræfum. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglunnar á Suðurlandi þegar klukkan var að ganga eitt. Tveir bílar rákust saman og sex manns voru um borð í báðum bílum.

Innlent
Fréttamynd

Flug­ferðum af­lýst

Öllum flugferðum innanlands í morgun hefur verið aflýst vegna veðurs. Fljúga átti vélum Icelandair til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar fyrir hádegi auk flugvéla frá Mýflugi á Hornafjörð og Norlandair á Bíldudal.

Innlent
Fréttamynd

Rútuslys austan við Hala í Suðursveit

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að umferðarslysið hafi orðið á sjöunda tímanum í kvöld á Þjóðvegi 1 austan við Hala í Suðursveit. Þar hafi rúta með um tuttugu manns farið út af veginum.

Innlent
Fréttamynd

Enn eitt barnið sem dettur ofan í holu

Kona var á gangi með þriggja ára barnabarn sitt á Höfn í Hornafirði í sumar þegar barnið datt ofan í holu. Atvikið var ekki ósvipað því að sem gerðist í Garðabænum á föstudag þegar tveggja ára drengur datt ofan í vatnsbrunn.

Innlent
Fréttamynd

Með húsaflutninga á heilanum

Guðlaug Vilbogadóttir fornleifafræðingur segir ótrúlegt hve Íslendingar hafa verið öflugir að flytja hús landshluta á milli fyrir tíma krana- og flutningabíla. Guðlaug er með húsaflutninga á heilanum og skráir samviskusamlega niður sögu hvers hússins á fætur öðru, og gætir þess að eiginkona húseigenda sé tiltekin hverju sinni.

Lífið
Fréttamynd

Heimila íshellaferðir á ný

Íshellaferðir í Vatnajökulsþjóðgarði verða leyfðar á ný frá og með morgundeginum að uppfylltum nýjum öryggiskröfum. Hlé var gert á slíkum ferðum eftir að bandarískur ferðamaður lést þegar ísveggur hrundi á hann í slíkri ferð í sumar.

Innlent
Fréttamynd

Okkar eigið Ís­land: Skelltu sér í slímuga laug

Félagarnir Garpur I. Elísabetarson, Sigurður Karlsson og Leifur Runólfsson skella sér á Blátind í Morsárdal í nýjasta þættinum af Okkar eigið Ísland. Þá tókst þeim að finna dularfulla náttúrulaug að göngu lokinni sem enginn veit hvar er. Laugin reyndist hálfógeðsleg en það stöðvaði ekki göngugarpana.

Lífið
Fréttamynd

Ljóst að bana­slysið muni hafa af­leiðingar

Fram­kvæmda­stjóri ferðaþjónustufyrirtækis telur að boðið verði upp á íshellaferðir í Breiðamerkurjökli á ný þrátt fyrir banaslysið sem þar varð í ágúst. Vatnajökulsþjóðgarður vinnur að aðgerðum til að tryggja öryggi.

Innlent