Reyndu að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir Eiður Þór Árnason skrifar 29. júlí 2022 13:54 John Snorri og Lína Móey þegar hann kom til landsins árið 2017 eftir að hafa toppað K2 að sumarlagi. Lífsspor K2 Jarðneskar leifar Johns Snorra Sigurjónssonar liggja á einum erfiðasta staðnum á fjallinu K2 og illa hefur gengið að færa þær af gönguleiðinni. Nýfallinn snjór skapar snjóflóðahættu á umræddu svæði og hamlar aðgerðum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu Johns Snorra en hluti hennar er nú staddur í Pakistan. Vonaðist hún til þess að hægt yrði að flytja líkið nær samferðamönnum hans Ali og Juan Pablo sem fórust einnig á fjallinu í febrúar 2021. Teymi sem samanstendur af fjórum fjallgöngumönnum reyndi að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir án árangurs. „Það að flytja hann hefði getað skapað alvarlega öryggishættu fyrir þá yfir 150 einstaklinga sem ætla að klífa K2 í sumar.“ Fjölskyldan bíði eftir frekari upplýsingum um aðstæður á svæðinu áður en hún kanni næstu skref. Vildu þakka fyrir alla veitta aðstoð og stuðning Fjölskyldan leggur áherslu á að hún vilji ekki á neinn hátt stefna öryggi fjallgöngumanna sem koma að verkefninu í hættu. Í yfirlýsingu þakkar Lína Móey, ekkja Johns Snorra, pakistönsku þjóðinni fyrir hlýjar móttökur og veitta aðstoð. Hún segir að vinátta Johns Snorra og hins pakistanska Ali Sadpara hafi verið mjög náin og fjölskyldan viljað heimsækja Pakistan til að þakka öllum þeim sem hafi stutt hana á þessum erfiða tíma. „Ég trúi því innilega og veit það í hjarta mínu að John og Ali náðu á topp K2 í febrúar 2021. Það er ekki auðvelt að útskýra það sorgarferli sem ég og börnin höfum gengið í gegnum eftir fráfall Johns. Það að vera stödd hér í Pakistan er mikilvægur áfangi í okkar vegferð.“ Hún bætir við að hjónin hafi frá upphafi sambands þeirra verið samstíga í því að skapa líf sem væri þess virði að lifa og ferð Johns Snorra og Ali hafi verið hluti af því markmiði. „John hafði fullan og skilyrðislausan stuðning minn þegar kom að því að elta þann bernskudraum að að klífa K2 bæði að sumri og vetri til.“ Lína Móey hefur sagt að með því að fara til Pakistan vilji fjölskyldan ljúka leiðangri hans en hann reyndi að komast fyrstur manna upp fjallið að vetri til. Hefur Lína Móey síðustu daga meðal annars fundað með forseta Pakistan og mætt í fjölmiðlaviðtöl þar í landi. John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Tengdar fréttir „Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48 Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07 Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu Johns Snorra en hluti hennar er nú staddur í Pakistan. Vonaðist hún til þess að hægt yrði að flytja líkið nær samferðamönnum hans Ali og Juan Pablo sem fórust einnig á fjallinu í febrúar 2021. Teymi sem samanstendur af fjórum fjallgöngumönnum reyndi að færa lík Johns Snorra í tvær klukkustundir án árangurs. „Það að flytja hann hefði getað skapað alvarlega öryggishættu fyrir þá yfir 150 einstaklinga sem ætla að klífa K2 í sumar.“ Fjölskyldan bíði eftir frekari upplýsingum um aðstæður á svæðinu áður en hún kanni næstu skref. Vildu þakka fyrir alla veitta aðstoð og stuðning Fjölskyldan leggur áherslu á að hún vilji ekki á neinn hátt stefna öryggi fjallgöngumanna sem koma að verkefninu í hættu. Í yfirlýsingu þakkar Lína Móey, ekkja Johns Snorra, pakistönsku þjóðinni fyrir hlýjar móttökur og veitta aðstoð. Hún segir að vinátta Johns Snorra og hins pakistanska Ali Sadpara hafi verið mjög náin og fjölskyldan viljað heimsækja Pakistan til að þakka öllum þeim sem hafi stutt hana á þessum erfiða tíma. „Ég trúi því innilega og veit það í hjarta mínu að John og Ali náðu á topp K2 í febrúar 2021. Það er ekki auðvelt að útskýra það sorgarferli sem ég og börnin höfum gengið í gegnum eftir fráfall Johns. Það að vera stödd hér í Pakistan er mikilvægur áfangi í okkar vegferð.“ Hún bætir við að hjónin hafi frá upphafi sambands þeirra verið samstíga í því að skapa líf sem væri þess virði að lifa og ferð Johns Snorra og Ali hafi verið hluti af því markmiði. „John hafði fullan og skilyrðislausan stuðning minn þegar kom að því að elta þann bernskudraum að að klífa K2 bæði að sumri og vetri til.“ Lína Móey hefur sagt að með því að fara til Pakistan vilji fjölskyldan ljúka leiðangri hans en hann reyndi að komast fyrstur manna upp fjallið að vetri til. Hefur Lína Móey síðustu daga meðal annars fundað með forseta Pakistan og mætt í fjölmiðlaviðtöl þar í landi.
John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Tengdar fréttir „Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48 Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07 Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
„Hefði viljað vera í grunnbúðum“ Sjerpunum sem fóru upp á K2 tókst ekki að færa jarðneskar leifar fjallagarpsins John Snorra sem fórst í mars 2021 á fjallinu. 28. júlí 2022 19:48
Fjölskylda John Snorra greinir frá missinum í pakistönskum miðlum Fjölskylda fjallagarpsins John Snorra sem fórst á fjallinu K2 á seinasta ári er komin til Pakistan til þess að ganga frá jarðneskum leifum hans. Fjölskyldan hefur farið á fund með forseta Pakistan og talað um missinn í pakistönskum fjölmiðlum. 27. júlí 2022 18:07
Fara til Pakistan á sunnudag til að ljúka leiðangri Johns Snorra Fjölskylda Johns Snorra Sigurjónssonar leggur af stað til Pakistan á sunnudag til að ganga frá jarðneskum leifum fjallagarpsins sem fórst á fjallinu K2 í mars á seinasta ári. 22. júlí 2022 17:33