Djammið enn með Covid-einkenni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 20:01 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/Vésteinn Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. Verslunarmannahelgin er farin af stað, með tilheyrandi skemmtunum og djammi um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin róleg og virðast hátíðargestir hafa skemmt sér fallega. Tólf fíkniefnamál komu til kasta lögreglu, þar af eitt meiriháttar. Þá var ekkert ofbeldisbrot á borði lögreglunnar í Eyjum eftir gærkvöldið og nóttina. Í samtali við fréttastofu sagði Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, að óvenju lítið hafi verið að gera miðað við fyrri þjóðhátíðir. Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. Samkvæmt upplýsingum þaðan var þó nokkuð um ölvun og vímuefnaneyslu. Heilt yfir hafi fólk þó skemmt sér prúðmannlega. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan nokkuð að gera. „En heilt yfir var bara gærkvöldið mjög gott og það sem stendur aðallega upp úr er að það var ekkert alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys. Það er nú það sem stendur upp úr eftir nóttina,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En hver eru skilaboðin til þeirra sem ætla að taka snúning á djamminu í kvöld? „Bara að skemmta sér og fara varlega.“ Spurning hvort djammið breytist með haustinu Skúli segir skemmtanahald hafa breytt um farveg í faraldrinum, en þær breytingar ekki gengið til baka. „Skemmtanahaldið er nú þannig að fólk fer fyrr út, bæði út að borða og allt það, og fer fyrr út að skemmta sér. Það fer aðeins fyrr heim. En við vitum svo sem ekki hvernig framtíðin á eftir að þróast í þessu, hvort að þetta eigi eftir að breytast með haustinu. Fólk greinilega fer aðeins fyrr heim, það er alveg ljóst.“ Og þið kannski vonið að þetta haldist svona, frekar en ekki? „Ja, þetta er reyndar bara ágætt svona held ég,“ segir Skúli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Verslunarmannahelgin er farin af stað, með tilheyrandi skemmtunum og djammi um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin róleg og virðast hátíðargestir hafa skemmt sér fallega. Tólf fíkniefnamál komu til kasta lögreglu, þar af eitt meiriháttar. Þá var ekkert ofbeldisbrot á borði lögreglunnar í Eyjum eftir gærkvöldið og nóttina. Í samtali við fréttastofu sagði Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, að óvenju lítið hafi verið að gera miðað við fyrri þjóðhátíðir. Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. Samkvæmt upplýsingum þaðan var þó nokkuð um ölvun og vímuefnaneyslu. Heilt yfir hafi fólk þó skemmt sér prúðmannlega. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan nokkuð að gera. „En heilt yfir var bara gærkvöldið mjög gott og það sem stendur aðallega upp úr er að það var ekkert alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys. Það er nú það sem stendur upp úr eftir nóttina,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En hver eru skilaboðin til þeirra sem ætla að taka snúning á djamminu í kvöld? „Bara að skemmta sér og fara varlega.“ Spurning hvort djammið breytist með haustinu Skúli segir skemmtanahald hafa breytt um farveg í faraldrinum, en þær breytingar ekki gengið til baka. „Skemmtanahaldið er nú þannig að fólk fer fyrr út, bæði út að borða og allt það, og fer fyrr út að skemmta sér. Það fer aðeins fyrr heim. En við vitum svo sem ekki hvernig framtíðin á eftir að þróast í þessu, hvort að þetta eigi eftir að breytast með haustinu. Fólk greinilega fer aðeins fyrr heim, það er alveg ljóst.“ Og þið kannski vonið að þetta haldist svona, frekar en ekki? „Ja, þetta er reyndar bara ágætt svona held ég,“ segir Skúli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira