Trufluðu tökur, skvettu á tökumann og kýldu hann í andlitið Ólafur Björn Sverrisson skrifar 1. ágúst 2022 15:40 Mannvitsbrekkur í brekkunni virtust hafa það útsetta markmið að lenda í veseni og tókst það er þeir réðust að tökumanni Rúv. Atvikið náðist auðvitað allt á mynband. skjáskot/RÚV Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins, lenti í heldur leiðinlegu atviki við tökur fyrir fréttatíma RÚV á aðfaranótt sunnudags á Þjóðhátíð. Ungir menn sem höfðu verið að trufla tökur hans og Hólmfríðar Dagnýjar Friðjónsdóttur fréttamanns, skvettu drykk yfir Grím og myndavél hans og slógu svo til hans skömmu síðar. Málið er nú í höndum lögreglu. Í samtali við fréttastofu lýsir Grímur því að hann hafi verið að mynda Hólmfríði þegar nokkrir ungir menn byrjuðu að trufla tökurnar fyrir aftan hana. Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins.aðsend „Þannig ég segi við Hólmfríði að við verðum að taka þetta aftur þar sem það voru „einhverjir fávitar að trufla fyrir aftan.“ Þeir heyra það og tóku það óstinnt upp að hafa verið kallaðir fávitar, þrátt fyrir að hafa verið að eyðileggja tökur hjá okkur.“ „Voruð þið að kalla mig fávita?,“ segir einn þeirra í kjölfarið og kastaði drykk yfir myndavél Gríms og hann allan, áður en annar úr hópnum sló til hans. Eðli máls samkvæmt náðist atvikið allt á myndband og var sýnt í fréttatíma RÚV í gær. Fréttatímann má nálgast á vef RÚV, atvikið er sýnt á 9:10. „Svo líða tíu sekúndur og þá er ég kýldur í andlitið, svo hlaupa þeir bara í burtu“ segir Grímur sem er nú með glóðarauga eftir höggið en starfar blessunarlega fyrir aftan myndavélarnar. „Mér sýndist þessir gæjar vera bara með það útsetta markmið að vera með vesen. Eina sem ég bað þá um var að færa sig.“ Lögreglumenn voru fljótir á vettvang sem kváðust vita hvaða menn stóðu að árásinni. Grímur er búinn að kæra atvikið. Margoft verið hótað en aldrei fyrr verið sleginn Í starfi sínu sem tökumaður segir Grímur að honum hafi margoft áður verið hótað en hann hafi aldrei fyrr verið sleginn. Oftast sé það vegna þess að fólk hafi ranghugmyndir um tilgang Gríms með tökunum. Honum hafi verið hótað við tökur á viðkvæmum málefnum en hótanir hafi færst í aukana eftir heimsfaraldur. „Nú hefur mér oft verið hótað vegna þess fólk vill meina að RÚV sé svo mikill falsfréttamiðill. Mér hefur þrisvar eða fjórum sinnum verið hótað fyrir í rauninni ekkert annað en að starfa fyrir RÚV. En þetta um helgina er í fyrsta sinn sem það hefur verið slegið til mín,“ segir Grímur og bætir við að hópur fólks líti á hans starf sem hluta af stærra samsæri Ríkisútvarpsins. Hann hafi þó ekki kippt sér upp við slíkar hótanir hingað til. Grímur segist ekki hafa orðið vitni að neinum öðrum ofbeldismálum um helgina á Þjóðhátíð. „Þetta var hálf pirrandi því þetta var það síðasta sem við ætluðum að gera,“ segir Grímur og hlær. „Við ætluðum bara að taka þetta upp og hætta svo. Þetta var leiðinlegur endir á annars góðum degi.“ Þjóðhátíð í Eyjum Ríkisútvarpið Vestmannaeyjar Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira
Í samtali við fréttastofu lýsir Grímur því að hann hafi verið að mynda Hólmfríði þegar nokkrir ungir menn byrjuðu að trufla tökurnar fyrir aftan hana. Grímur Jón Sigurðsson, tökumaður Ríkisútvarpsins.aðsend „Þannig ég segi við Hólmfríði að við verðum að taka þetta aftur þar sem það voru „einhverjir fávitar að trufla fyrir aftan.“ Þeir heyra það og tóku það óstinnt upp að hafa verið kallaðir fávitar, þrátt fyrir að hafa verið að eyðileggja tökur hjá okkur.“ „Voruð þið að kalla mig fávita?,“ segir einn þeirra í kjölfarið og kastaði drykk yfir myndavél Gríms og hann allan, áður en annar úr hópnum sló til hans. Eðli máls samkvæmt náðist atvikið allt á myndband og var sýnt í fréttatíma RÚV í gær. Fréttatímann má nálgast á vef RÚV, atvikið er sýnt á 9:10. „Svo líða tíu sekúndur og þá er ég kýldur í andlitið, svo hlaupa þeir bara í burtu“ segir Grímur sem er nú með glóðarauga eftir höggið en starfar blessunarlega fyrir aftan myndavélarnar. „Mér sýndist þessir gæjar vera bara með það útsetta markmið að vera með vesen. Eina sem ég bað þá um var að færa sig.“ Lögreglumenn voru fljótir á vettvang sem kváðust vita hvaða menn stóðu að árásinni. Grímur er búinn að kæra atvikið. Margoft verið hótað en aldrei fyrr verið sleginn Í starfi sínu sem tökumaður segir Grímur að honum hafi margoft áður verið hótað en hann hafi aldrei fyrr verið sleginn. Oftast sé það vegna þess að fólk hafi ranghugmyndir um tilgang Gríms með tökunum. Honum hafi verið hótað við tökur á viðkvæmum málefnum en hótanir hafi færst í aukana eftir heimsfaraldur. „Nú hefur mér oft verið hótað vegna þess fólk vill meina að RÚV sé svo mikill falsfréttamiðill. Mér hefur þrisvar eða fjórum sinnum verið hótað fyrir í rauninni ekkert annað en að starfa fyrir RÚV. En þetta um helgina er í fyrsta sinn sem það hefur verið slegið til mín,“ segir Grímur og bætir við að hópur fólks líti á hans starf sem hluta af stærra samsæri Ríkisútvarpsins. Hann hafi þó ekki kippt sér upp við slíkar hótanir hingað til. Grímur segist ekki hafa orðið vitni að neinum öðrum ofbeldismálum um helgina á Þjóðhátíð. „Þetta var hálf pirrandi því þetta var það síðasta sem við ætluðum að gera,“ segir Grímur og hlær. „Við ætluðum bara að taka þetta upp og hætta svo. Þetta var leiðinlegur endir á annars góðum degi.“
Þjóðhátíð í Eyjum Ríkisútvarpið Vestmannaeyjar Lögreglumál Fjölmiðlar Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Fleiri fréttir Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Sjá meira