Skaut á stóru klúbbana í Englandi fyrir að vilja ekki hýsa leiki á EM kvenna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 11:00 Alex Scott starfaði fyrir BBC í kringum Evrópumótið í Englandi. Getty/Alex Pantling Það voru aðeins fjögur lið í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta sem voru tilbúinn að taka við leikjum á EM kvenna í ár og hin sextán félögin fengu að heyra það frá Alex Scott eftir úrslitaleikinn. Evrópumót kvenna í fótbolta heppnaðist frábærlega og endaði með sögulegum úrslitaleik þar sem meira en 87 þúsund manns fylltu Wembley leikvanginn og sáu ensku stelpurnar koma með bikar heim sem ekkert enskt landslið hafði náð í 56 ár. Mótið fór fram út um allt England en það vakti þó athygli að flestir af stóru klúbbunum lánuðu ekki sína leikvanga í mótið. Einu ensku úrvalsdeildarliðin sem hýstu mótsleiki á sínum leikvöngum voru Manchester United (Old Trafford), Southampton (St Mary’s Stadium), Brighton (Falmer Stadium) og Brentford (Community Stadium). Fyrir vikið þurfti íslenska landsliðið að spila tvo af þremur leikjum sínum á hinum „pínulitla“ Academy Stadium í Manchester og það vakti mikla athygli þegar íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gagnrýndi það harðlega í apríl. Eflaust hefðu mun fleiri Íslendingar mætt út ef að það hefðu verið fleiri miðar í boði á þessa tvo fyrstu leiki íslenska liðsins. Alex Scott er fyrrum ensk landsliðskona og núverandi sjónvarpskona sem hefur líka komið sterk inn í umfjöllun um karlafótboltann í Englandi. Hún starfaði fyrir breska ríkisútvarpið á Evrópumótinu. Eftir úrslitaleikinn þá skaut Alex á ensku klúbbana sem neituðu að halda EM-leiki hjá sér. Here s @AlexScott reminding us all that 4 yrs ago when women s football needed larger stadia, many clubs said NOThey know who they are!! pic.twitter.com/rBWGDIFZ9E— nazir afzal (@nazirafzal) July 31, 2022 Scott var í beinni útsendingu í miðri sigurhátíð enska landsliðsins þegar hún ákvað að láta þessa klúbba heyra það. „Við skulum bara rifja það upp að árið 2018 vorum við að grátbiðja fólk hjá ensku úrvalsdeildarklúbbunum að leyfa okkur að spila EM leiki á þeirra völlum. Svo margir þeirra sem við töluðum við sögu nei. Ég vona að þau séu að horfa á sjálfa sig núna því þau voru ekki nógu hugrökk til að sjá sýnina okkar,“ sagði Scott. Ákvörðunin um leikvangana var tekin árið 2018 en árið eftir héldu Frakkar frábæra heimsmeistarakeppni og þar fóru menn að gera sér betur grein fyrir því í hversu mikilli sókn kvennaknattspyrnan er. Þá voru ensku klúbbarnir hins vegar búnir að segja nei. Enski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira
Evrópumót kvenna í fótbolta heppnaðist frábærlega og endaði með sögulegum úrslitaleik þar sem meira en 87 þúsund manns fylltu Wembley leikvanginn og sáu ensku stelpurnar koma með bikar heim sem ekkert enskt landslið hafði náð í 56 ár. Mótið fór fram út um allt England en það vakti þó athygli að flestir af stóru klúbbunum lánuðu ekki sína leikvanga í mótið. Einu ensku úrvalsdeildarliðin sem hýstu mótsleiki á sínum leikvöngum voru Manchester United (Old Trafford), Southampton (St Mary’s Stadium), Brighton (Falmer Stadium) og Brentford (Community Stadium). Fyrir vikið þurfti íslenska landsliðið að spila tvo af þremur leikjum sínum á hinum „pínulitla“ Academy Stadium í Manchester og það vakti mikla athygli þegar íslenski landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir gagnrýndi það harðlega í apríl. Eflaust hefðu mun fleiri Íslendingar mætt út ef að það hefðu verið fleiri miðar í boði á þessa tvo fyrstu leiki íslenska liðsins. Alex Scott er fyrrum ensk landsliðskona og núverandi sjónvarpskona sem hefur líka komið sterk inn í umfjöllun um karlafótboltann í Englandi. Hún starfaði fyrir breska ríkisútvarpið á Evrópumótinu. Eftir úrslitaleikinn þá skaut Alex á ensku klúbbana sem neituðu að halda EM-leiki hjá sér. Here s @AlexScott reminding us all that 4 yrs ago when women s football needed larger stadia, many clubs said NOThey know who they are!! pic.twitter.com/rBWGDIFZ9E— nazir afzal (@nazirafzal) July 31, 2022 Scott var í beinni útsendingu í miðri sigurhátíð enska landsliðsins þegar hún ákvað að láta þessa klúbba heyra það. „Við skulum bara rifja það upp að árið 2018 vorum við að grátbiðja fólk hjá ensku úrvalsdeildarklúbbunum að leyfa okkur að spila EM leiki á þeirra völlum. Svo margir þeirra sem við töluðum við sögu nei. Ég vona að þau séu að horfa á sjálfa sig núna því þau voru ekki nógu hugrökk til að sjá sýnina okkar,“ sagði Scott. Ákvörðunin um leikvangana var tekin árið 2018 en árið eftir héldu Frakkar frábæra heimsmeistarakeppni og þar fóru menn að gera sér betur grein fyrir því í hversu mikilli sókn kvennaknattspyrnan er. Þá voru ensku klúbbarnir hins vegar búnir að segja nei.
Enski boltinn EM 2022 í Englandi Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Handbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira