Alpine kynnti eftirmann Alonso án þess að fá samþykki hans: „Þetta er rangt“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. ágúst 2022 19:27 Oscar Piastri fær tækifærið í Formúlu 1 á næsta tímabili. Mark Thompson/Getty Images Fyrr í dag sendi Alpine-liðið í Formúlu 1 frá sér tilkynningu þar sem Oscar Piastri, varamaður liðsins, myndi taka sæti tvöfalda heimsmeistarans Fernando Alonso. Piastri segir það þó rangt og að hann muni ekki aka fyrir liðið á næsta tímabili. Eftir að Fernando Alonso ákvað að skrifa undir samning við Aston Martin fyrir næsta tímabil þurfti Alpine að leita að eftirmanni Spánverjans. Hinn 21 árs gamli Piastri, ríkjandi meistari í Formúlu 2, virtist hafa verið valinn í hans stað og Alpine sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem núverandi varamaðurinn var kynntur. 2023 driver line-up confirmed: Esteban Ocon 🤝 Oscar PiastriAfter four years as part of the Renault and Alpine family, Reserve Driver Oscar Piastri is promoted to a race seat alongside Esteban Ocon starting from 2023. pic.twitter.com/4Fvy0kaPn7— BWT Alpine F1 Team (@AlpineF1Team) August 2, 2022 Ökumaðurinn sjálfur virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hann væri að fara að aka fyrir liðið á næsta tímabili. Hann hefur nú neitað því að hafa skrifað undir samning við liðið og segir í færslu á Twitter-síðu sinni að hann muni ekki aka fyrir Alpine á næsta tímabili. Piastri segir að Alpine hafi ekki fengið leyfi til að staðfesta samninginn. I understand that, without my agreement, Alpine F1 have put out a press release late this afternoon that I am driving for them next year. This is wrong and I have not signed a contract with Alpine for 2023. I will not be driving for Alpine next year.— Oscar Piastri (@OscarPiastri) August 2, 2022 „Ég sé að Alpine F1 hefur sent frá sér fréttatilkynningu án míns samþykkis þar sem kemur fram að ég muni aka fyrir þá á næsta ári,“ ritaði Piastri. „Þetta er rangt og ég hef ekki skrifað undir samning við Alpine fyrir árið 2023. Ég mun ekki aka fyrir Alpine á næsta ári.“ Piastri hafði verið í viðræðum við McLaren áður en sæti hjá Alpine-liðinu losnaði. Framtíð Daniel Ricciardo hjá McLaren er í lausu lofti og því höfðu hinir ýmsu velt fyrir sér hvort Piastri væri að taka hans sæti í liðinu. Alpine-liðið telur hins vegar að samningur Piastri við liðið geri honum skylt að aka fyrir liðið á næsta ári. Samkvæmt heimildum Sky Sports rann sú klásúla í samningi hans hins vegar út fyrir tveimur dögum, þann 31. júlí, en það hefur þó ekki enn verið staðfest af talsmönnum Alpine. Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira
Eftir að Fernando Alonso ákvað að skrifa undir samning við Aston Martin fyrir næsta tímabil þurfti Alpine að leita að eftirmanni Spánverjans. Hinn 21 árs gamli Piastri, ríkjandi meistari í Formúlu 2, virtist hafa verið valinn í hans stað og Alpine sendi frá sér tilkynningu fyrr í dag þar sem núverandi varamaðurinn var kynntur. 2023 driver line-up confirmed: Esteban Ocon 🤝 Oscar PiastriAfter four years as part of the Renault and Alpine family, Reserve Driver Oscar Piastri is promoted to a race seat alongside Esteban Ocon starting from 2023. pic.twitter.com/4Fvy0kaPn7— BWT Alpine F1 Team (@AlpineF1Team) August 2, 2022 Ökumaðurinn sjálfur virtist þó ekki hafa hugmynd um það að hann væri að fara að aka fyrir liðið á næsta tímabili. Hann hefur nú neitað því að hafa skrifað undir samning við liðið og segir í færslu á Twitter-síðu sinni að hann muni ekki aka fyrir Alpine á næsta tímabili. Piastri segir að Alpine hafi ekki fengið leyfi til að staðfesta samninginn. I understand that, without my agreement, Alpine F1 have put out a press release late this afternoon that I am driving for them next year. This is wrong and I have not signed a contract with Alpine for 2023. I will not be driving for Alpine next year.— Oscar Piastri (@OscarPiastri) August 2, 2022 „Ég sé að Alpine F1 hefur sent frá sér fréttatilkynningu án míns samþykkis þar sem kemur fram að ég muni aka fyrir þá á næsta ári,“ ritaði Piastri. „Þetta er rangt og ég hef ekki skrifað undir samning við Alpine fyrir árið 2023. Ég mun ekki aka fyrir Alpine á næsta ári.“ Piastri hafði verið í viðræðum við McLaren áður en sæti hjá Alpine-liðinu losnaði. Framtíð Daniel Ricciardo hjá McLaren er í lausu lofti og því höfðu hinir ýmsu velt fyrir sér hvort Piastri væri að taka hans sæti í liðinu. Alpine-liðið telur hins vegar að samningur Piastri við liðið geri honum skylt að aka fyrir liðið á næsta ári. Samkvæmt heimildum Sky Sports rann sú klásúla í samningi hans hins vegar út fyrir tveimur dögum, þann 31. júlí, en það hefur þó ekki enn verið staðfest af talsmönnum Alpine.
Akstursíþróttir Mest lesið „Stór nöfn“ sáu Kolbein rifbeinsbrjóta Martinez Sport Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Formúla 1 Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Handbolti Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Íslenski boltinn Undirbýr Liverpool líf án Salah? Enski boltinn Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Fótbolti Hótað lífláti eftir mistökin Formúla 1 Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Enski boltinn Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Handbolti Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Sport Fleiri fréttir Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina Ferrari bílarnir í henglum og verða bara verri Piastri vann sprettkeppnina og dró á Norris Vill ekki hjálpa liðsfélaganum að vinna heimsmeistaratitilinn Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Verstappen vann í Las Vegas og minnkaði forskot Norris Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Sjá meira