„Þá rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu“ Sindri Sverrisson skrifar 4. ágúst 2022 14:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson vill fyrst og fremst að sínir menn sýni hugrekki og þor í kvöld. Stöð 2 „Það getur enginn beðið eftir þessum leik,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, í aðdraganda stórleiksins við Istanbúl Basaksehir í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Þó að Mesut Özil verði ekki á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld þá eru í liði gestanna gríðarlega góðir leikmenn. Óskar nefndi sérstaklega Lucas Biglia, sem á tæplega 60 leiki með argentínska landsliðinu, og Stefano Okaka sem leikið hefur með ítalska landsliðinu. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. Þó að andstæðingurinn sé afar sterkur þá vill Óskar ekki að sínir menn leggist í vörn í kvöld og hverfi þannig frá sínum hefðbundna, skemmtilega og orkumikla leik. „Væntingarnar mínar eru þær að við reynum að halda sem mest í það sem við erum og höfum gert, og hefur komið liðinu þangað sem það er komið. Það er að vera hugrakkir, þora að standa hátt og pressa, þora að halda í boltann,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar fyrir einvígið við Istanbúl Basaksehir Frammistaðan mikilvægari en að vinna „Það er alveg ljóst að leikmenn Istanbúl eru góðir í fótbolta og vilja heldur vera með boltann en án hans. Við þurfum því að passa okkur á að halda í hann. Aðallega finnst mér þetta snúast um að við séum trúir sjálfum okkur – verðum ekki litlir í okkur og hræddir og látum stærð viðburðarins eða styrkleika andstæðingana slá okkur út af laginu. Heldur frekar að þetta verði til þess að valdefla eða styrkja okkur, svo við verðum besta útgáfan af sjálfum okkur. Mér finnst frammistaðan mikilvægari en hvort við vinnum, töpum eða gerum jafntefli. Að ef við töpum þá föllum við á eigin sverð en verðum ekki eftirlíking af einhverjum öðrum,“ sagði Óskar eftir blaðamannafund í gær. Þurfa að þora að senda sendingar sem gætu misheppnast „Við ætlum að mæta þeim hátt og pressa þá grimmt. Við vitum auðvitað að ef við verðum einu skrefi of seinir þá mjög líklega rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu. Við verðum að þora að stíga upp á þá, og þegar við erum með boltann verðum við að þora að halda í hann. Þora að senda sendingar sem gætu mögulega misheppnast. Það er eina leiðin til að opna þá. Við þurfum að vera fljótir að hugsa, fljótir að gera hlutina, og gera þá hratt og vel. Við eigum möguleika en þeir liggja að stærstum hluta í því að við eigum okkar allra, allra, allra besta leik,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir hefst klukkan 18.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira
Þó að Mesut Özil verði ekki á ferðinni á Kópavogsvelli í kvöld þá eru í liði gestanna gríðarlega góðir leikmenn. Óskar nefndi sérstaklega Lucas Biglia, sem á tæplega 60 leiki með argentínska landsliðinu, og Stefano Okaka sem leikið hefur með ítalska landsliðinu. Leikurinn er sýndur á Stöð 2 Sport. Þó að andstæðingurinn sé afar sterkur þá vill Óskar ekki að sínir menn leggist í vörn í kvöld og hverfi þannig frá sínum hefðbundna, skemmtilega og orkumikla leik. „Væntingarnar mínar eru þær að við reynum að halda sem mest í það sem við erum og höfum gert, og hefur komið liðinu þangað sem það er komið. Það er að vera hugrakkir, þora að standa hátt og pressa, þora að halda í boltann,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar fyrir einvígið við Istanbúl Basaksehir Frammistaðan mikilvægari en að vinna „Það er alveg ljóst að leikmenn Istanbúl eru góðir í fótbolta og vilja heldur vera með boltann en án hans. Við þurfum því að passa okkur á að halda í hann. Aðallega finnst mér þetta snúast um að við séum trúir sjálfum okkur – verðum ekki litlir í okkur og hræddir og látum stærð viðburðarins eða styrkleika andstæðingana slá okkur út af laginu. Heldur frekar að þetta verði til þess að valdefla eða styrkja okkur, svo við verðum besta útgáfan af sjálfum okkur. Mér finnst frammistaðan mikilvægari en hvort við vinnum, töpum eða gerum jafntefli. Að ef við töpum þá föllum við á eigin sverð en verðum ekki eftirlíking af einhverjum öðrum,“ sagði Óskar eftir blaðamannafund í gær. Þurfa að þora að senda sendingar sem gætu misheppnast „Við ætlum að mæta þeim hátt og pressa þá grimmt. Við vitum auðvitað að ef við verðum einu skrefi of seinir þá mjög líklega rekja þeir okkur upp eins og illa prjónaða peysu. Við verðum að þora að stíga upp á þá, og þegar við erum með boltann verðum við að þora að halda í hann. Þora að senda sendingar sem gætu mögulega misheppnast. Það er eina leiðin til að opna þá. Við þurfum að vera fljótir að hugsa, fljótir að gera hlutina, og gera þá hratt og vel. Við eigum möguleika en þeir liggja að stærstum hluta í því að við eigum okkar allra, allra, allra besta leik,“ sagði Óskar en viðtalið við hann má sjá hér að ofan. Leikur Breiðabliks og Istanbul Basaksehir hefst klukkan 18.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Sjá meira