Björgunarsveitir skoða að loka gossvæðinu á morgun vegna veðurs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. ágúst 2022 11:52 Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjörns Stöð 2/Egill Lögreglan á Suðurnesjum mun sekta þá sem ekki leggja í merkt bílastæði við gosstöðvarnar frá og með deginum í dag. Þá kemur til greina að svæðinu verði lokað á morgun vegna veðurs. „Þetta gekk ágætlega í nótt, nema bara fólk var ekkert að hlusta nógu vel á okkur því veðrið versnaði og það var mikið af vanbúnu fólki að fara upp,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Hátt í fimm þúsund lögðu leið sína að gosstöðvunum í gær og einstaka ferðamenn slösuðust. Veðrið í gærkvöldi og nótt hafi ekki verið gott og skyggni sérstaklega slæmt á tímabili. Fólk þurfi að vera vel búið og helst með GPS tæki til að rata alla leið. Björgunarsveitarmenn við eldgosið í Merardölum.Vísir/Vilhelm „Í gær endaði það þannig að það sást ekki á milli stika sem við erum búin að setja, við erum nú reyndar að fara í dag og þétta þær og reyna að gera eitthvað úr því,“ segir Bogi. Hafiði orðið vör við það að fólk sé, þrátt fyrir aðvaranir, að fara þarna með börn og gæludýr? „Jájájá, eins og ég segi túrisminn hefur kannski ekki pössun og ber oft á fólki í fjölskylduferðum.“ Þá hafi gengið illa að fá fólk til að leggja í bílastæðin sem komið var fyrir við Suðurstrandarveg í fyrra og fólk leggi enn í vegkantinn. Lögreglan á Suðurnesjum boðar aðgerðir vegna þessa. „Ef ég skildi fréttatilkynningu lögreglunnar rétt þá eru þeir að fara að harka í það og munu sekta alla bíla sem leggja í vegkanntinum.“ Hann biðlar til fólks að fara varlega, þar sem það taki björgunarsveitina meira en klukkustund að komast á bíl upp að gosstöðvunum. „Ef fólk lendir í að vera mikið slasað getum við lent í erfiðleikum með að flytja fólk af fjallinu.“ Á morgun er mikilli ofankomu spáð á svæðinu. „Við erum að skoða það hvort við bara lokum,“ segir Bogi en ákvörðun um það verður tekin í dag. „Miðað við hvernig veðurspáin er verðum við sjálfir í erfiðleikum með að athafna okkur.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37 Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47 Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
„Þetta gekk ágætlega í nótt, nema bara fólk var ekkert að hlusta nógu vel á okkur því veðrið versnaði og það var mikið af vanbúnu fólki að fara upp,“ segir Bogi Adolfsson formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík. Hátt í fimm þúsund lögðu leið sína að gosstöðvunum í gær og einstaka ferðamenn slösuðust. Veðrið í gærkvöldi og nótt hafi ekki verið gott og skyggni sérstaklega slæmt á tímabili. Fólk þurfi að vera vel búið og helst með GPS tæki til að rata alla leið. Björgunarsveitarmenn við eldgosið í Merardölum.Vísir/Vilhelm „Í gær endaði það þannig að það sást ekki á milli stika sem við erum búin að setja, við erum nú reyndar að fara í dag og þétta þær og reyna að gera eitthvað úr því,“ segir Bogi. Hafiði orðið vör við það að fólk sé, þrátt fyrir aðvaranir, að fara þarna með börn og gæludýr? „Jájájá, eins og ég segi túrisminn hefur kannski ekki pössun og ber oft á fólki í fjölskylduferðum.“ Þá hafi gengið illa að fá fólk til að leggja í bílastæðin sem komið var fyrir við Suðurstrandarveg í fyrra og fólk leggi enn í vegkantinn. Lögreglan á Suðurnesjum boðar aðgerðir vegna þessa. „Ef ég skildi fréttatilkynningu lögreglunnar rétt þá eru þeir að fara að harka í það og munu sekta alla bíla sem leggja í vegkanntinum.“ Hann biðlar til fólks að fara varlega, þar sem það taki björgunarsveitina meira en klukkustund að komast á bíl upp að gosstöðvunum. „Ef fólk lendir í að vera mikið slasað getum við lent í erfiðleikum með að flytja fólk af fjallinu.“ Á morgun er mikilli ofankomu spáð á svæðinu. „Við erum að skoða það hvort við bara lokum,“ segir Bogi en ákvörðun um það verður tekin í dag. „Miðað við hvernig veðurspáin er verðum við sjálfir í erfiðleikum með að athafna okkur.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37 Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47 Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Sjá meira
Gasmökkur á leið yfir borgina en óþarfi að óttast Samkvæmt spálíkani Veðurstofunnar mun nokkuð magn gass frá eldgosinu í Meradölum leggja yfir höfuðborgarsvæðið á morgun. Veðurfræðingur segir þó að líkanið eigi það til að ofmeta magn gass sem kemst niður á yfirborð. Því sé engin ástæða til að örvænta. 6. ágúst 2022 10:37
Lítið skyggni við gosið sem mallar áfram Lítil sem engin breyting hefur orðið á eldgosinu í Meradölum í nótt. Ekki viðrar vel til gönguferða að gosstöðvunum í dag enda er mikil þoka á svæðinu og skyggni lítið sem ekkert. 6. ágúst 2022 07:47
Ekki allir sem hlusta Eitthvað hefur borið á minniháttar meiðslum og fótameinum hjá fólki sem leggja leið sína að eldgosinu í Meradölum og dæmi um að einstaklingar togni á ökkla og þurfi aðstoð vegna örmögnunar. Heilt yfir hefur þó gengið nokkuð vel á svæðinu að sögn björgunarsveitarfólks en mikill fjöldi hefur gert sér ferð að gosinu frá því á miðvikudag. Er allur gangur á því hversu vel fólk er búið. 5. ágúst 2022 20:06
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum