Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Árni Sæberg skrifar 7. ágúst 2022 14:45 Fjölskyldan var í eintómum vandræðum í gærkvöldi. Aðsend/Hermann Valsson Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. Hermann Valsson leiðsögumaður var staddur í Meradölum í gærkvöldi þegar hann varð vitni að því sem hann kallar firringu. Í skriflegri ábendingu til fréttastofu segir hann að vegna rigningar og úða á svæðinu hafi verið erfitt að fóta sig á svæðinu og margir hafi hrasað og dottið á leiðinni að gosstöðvunum. Aðstæður voru ekki góðar á gönguleiðinni að eldgosinu í Meradölum í gærkvöldi.Aðsend/Hermann Valsson „Erlendir ferðamenn, hjón höfðu farið þarna upp með tvö ung börn sín það eldra ca. 6 ára og það yngra ca. 5 ára. Á leiðinni niður þá örmagnast börnin og gátu ekki gengið lengra og þá voru foreldrarnir einnig algjörlega búin á því,“ segir hann. Hermann segist hafa ásamt björgunarsveitarmönnum reynt að stöðva för fólksins og kalla eftir hjálp en fjölskyldufaðirinn hafi ekki viljað óska eftir aðstoð af ótta við að kostnaður hlytist af því. „Eftir mikið tuð og þras gáfu hjónin eftir að stoppa og samþykkja að við myndum kalla eftir hjálp,“ segir Hermann. Aðstoð hafi borist eftir rúmlega hálfa klukkustund og vel hafi verið staðið að henni. Fjölskyldan hafi verið flutt niður af fjallinu á bíl björgunarsveitar og í sjúkrabíl. Ferðamenn hafi enga pössun Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segist ekki hafa heyrt af atvikinu sem Hermann lýsir, í samtali við Vísi. Hann segir þó að algengt sé að fólk fari með börn upp að eldgosinu. „Við skulum bara segja það að túristarnir eru ekki með pössun þannig að þeir náttúrulega upp með börnin. Sum börn eru nú oft í betra formi en sumir foreldrar en það er annað mál. Stundum velja menn bara vitlaus augnablik,“ segir hann. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Hermann Valsson leiðsögumaður var staddur í Meradölum í gærkvöldi þegar hann varð vitni að því sem hann kallar firringu. Í skriflegri ábendingu til fréttastofu segir hann að vegna rigningar og úða á svæðinu hafi verið erfitt að fóta sig á svæðinu og margir hafi hrasað og dottið á leiðinni að gosstöðvunum. Aðstæður voru ekki góðar á gönguleiðinni að eldgosinu í Meradölum í gærkvöldi.Aðsend/Hermann Valsson „Erlendir ferðamenn, hjón höfðu farið þarna upp með tvö ung börn sín það eldra ca. 6 ára og það yngra ca. 5 ára. Á leiðinni niður þá örmagnast börnin og gátu ekki gengið lengra og þá voru foreldrarnir einnig algjörlega búin á því,“ segir hann. Hermann segist hafa ásamt björgunarsveitarmönnum reynt að stöðva för fólksins og kalla eftir hjálp en fjölskyldufaðirinn hafi ekki viljað óska eftir aðstoð af ótta við að kostnaður hlytist af því. „Eftir mikið tuð og þras gáfu hjónin eftir að stoppa og samþykkja að við myndum kalla eftir hjálp,“ segir Hermann. Aðstoð hafi borist eftir rúmlega hálfa klukkustund og vel hafi verið staðið að henni. Fjölskyldan hafi verið flutt niður af fjallinu á bíl björgunarsveitar og í sjúkrabíl. Ferðamenn hafi enga pössun Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segist ekki hafa heyrt af atvikinu sem Hermann lýsir, í samtali við Vísi. Hann segir þó að algengt sé að fólk fari með börn upp að eldgosinu. „Við skulum bara segja það að túristarnir eru ekki með pössun þannig að þeir náttúrulega upp með börnin. Sum börn eru nú oft í betra formi en sumir foreldrar en það er annað mál. Stundum velja menn bara vitlaus augnablik,“ segir hann.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Börn og uppeldi Tengdar fréttir Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13 Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Sjá meira
Áfram lokað til morguns Lokað verður inn á gossvæðið áfram í kvöld vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. 7. ágúst 2022 15:13