Enginn Tvíhöfði í haust Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2022 20:17 Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr skipa Tvíhöfða. Vísir Það verða engir Tvíhöfða-þættir í haust en þættirnir hafa verið á dagskrá á Rás 2 síðan árið 2017. Þættirnir hófu göngu sína árið 1994 en ekki er útilokað að Tvíhöfði snúi aftur seinna. Það eru grínistarnir og leikararnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr sem skipa Tvíhöfða en tæknimaður þeirra Þórður Helgi Þórðarson, oftast þekktur sem Doddi litli eða Love Guru, hefur einnig verið hluti af þáttunum síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa þættirnir verið með þeim vinsælustu hér á landi og sitja einstaka þættir iðulega á topplistum helstu hlaðvarpsveitna. Það verður þó enginn Tvíhöfði í haust. „Tvíhöfði kemur ekki til landsins með haustskipunum eins og áætlað var. Auðvitað og eðlilega er fólk slegið yfir því,“ segir í tilkynningu frá Tvíhöfða sem birt var á Facebook-síðu þáttarins í kvöld. Jón Gnarr er skrifaður fyrir tilkynningunni en hann gefur upp nokkrar ástæður fyrir sambandsslitunum. Hann nefnir illvægilegt líkþorn á vinstri il og að hann vilji einbeita sér að öðrum verkefnum. Kristileg færsla „Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur og langar til að nýta mína skapandi krafta til annars á nýjum og spennandi vettvangi þjóðmálanna, eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu, í Bónus og Costco,“ segir Jón. Færslan er ansi kristileg og er Jesú Kristur oft nefndur á nafn og dæmisögur hans sagðar. Hringadróttinssaga og Hobbitabækurnar koma einnig við sögu í færslunni. „Ég er vissulega fullur af sorg og trega. Ég hafði hlakkað mikið til að kynna ykkur fyrir nýjum manni sem er að berjast við það að hætta að drekka. Ég er með svo mörg ný orð sem mig langaði að deila með ykkur. Ég hlakkaði alveg sérstaklega mikið til að heyra Suðu Sigfús kenna okkur að elda hin fullkomnu súkkulaðisvið,“ segir Jón og bendir á að missir hans sé meiri en missir hlustenda. „Það sem fyrir ykkur eru ónot er fyrir mér kvöl.“ Menning Ríkisútvarpið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Sjá meira
Það eru grínistarnir og leikararnir Sigurjón Kjartansson og Jón Gnarr sem skipa Tvíhöfða en tæknimaður þeirra Þórður Helgi Þórðarson, oftast þekktur sem Doddi litli eða Love Guru, hefur einnig verið hluti af þáttunum síðan árið 2017. Í gegnum árin hafa þættirnir verið með þeim vinsælustu hér á landi og sitja einstaka þættir iðulega á topplistum helstu hlaðvarpsveitna. Það verður þó enginn Tvíhöfði í haust. „Tvíhöfði kemur ekki til landsins með haustskipunum eins og áætlað var. Auðvitað og eðlilega er fólk slegið yfir því,“ segir í tilkynningu frá Tvíhöfða sem birt var á Facebook-síðu þáttarins í kvöld. Jón Gnarr er skrifaður fyrir tilkynningunni en hann gefur upp nokkrar ástæður fyrir sambandsslitunum. Hann nefnir illvægilegt líkþorn á vinstri il og að hann vilji einbeita sér að öðrum verkefnum. Kristileg færsla „Ég hreinlega nenni þessu ekki lengur og langar til að nýta mína skapandi krafta til annars á nýjum og spennandi vettvangi þjóðmálanna, eins og ég hef gert undanfarin ár. Ég hlakka til að sjá ykkur í leikhúsinu, í Bónus og Costco,“ segir Jón. Færslan er ansi kristileg og er Jesú Kristur oft nefndur á nafn og dæmisögur hans sagðar. Hringadróttinssaga og Hobbitabækurnar koma einnig við sögu í færslunni. „Ég er vissulega fullur af sorg og trega. Ég hafði hlakkað mikið til að kynna ykkur fyrir nýjum manni sem er að berjast við það að hætta að drekka. Ég er með svo mörg ný orð sem mig langaði að deila með ykkur. Ég hlakkaði alveg sérstaklega mikið til að heyra Suðu Sigfús kenna okkur að elda hin fullkomnu súkkulaðisvið,“ segir Jón og bendir á að missir hans sé meiri en missir hlustenda. „Það sem fyrir ykkur eru ónot er fyrir mér kvöl.“
Menning Ríkisútvarpið Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Sjá meira