„Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. ágúst 2022 14:01 Þórður Snær er ritstjóri Kjarnans. Vísir/Egill Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans. Í gær var hann yfirheyrður af lögreglunni á Norðurlandi eystra, líkt og til hefur staðið síðan í febrúar, þegar hann og þrír aðrir blaðamenn voru boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu í tengslum við umfjöllun sína um skæruliðadeild Samherja. Hinir þrír eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Sá síðastnefndi fór einnig í yfirheyrslu í gær. Í greinargerð lögreglunnar í tengslum við málið kom fram að blaðamennirnir væru grunaðir um að hafa afritað og dreift kynferðislegu myndefni af Páli Steingrímssyni skipstjóra, en gögnin sem umfjöllun blaðamannanna byggði á voru meðal annars fengin úr síma hans. „Í þessari yfirheyrslu sem var stutt og laggóð, var ekkert spurt um slíkt efni, eða dreifingu á því. Þetta voru spurningar sem snerust um það að reyna að komast að því hverjir heimildamenn fjölmiðla, í þeirri umfjöllun sem við réðumst í í maí í fyrra, voru. Sem við svöruðum að sjálfsögðu ekki, vegna þess að 25. grein laga um fjölmiðla segir það mjög skýrt að vernd heimildamanna er algjör,“ segir Þórður Snær í samtali við fréttastofu. Rannsóknin snúist um fréttir Þórður segist því telja að meint dreifing og varsla kynferðislegs myndefnis sé ekki lengur sakarefni í málinu, og bendir á að almennt séu sakborningar spurðir út í það sem þeim er gefið að sök, þegar þeir eru yfirheyrðir. Þá hafi lögregla viljað fá upplýsingar um hvernig ákvarðanir eru teknar innan ritstjórna um hvaða efni eigi að fjalla, og hvað eigi erindi við almenning. „Þannig að það er algjörlega skýrt að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra snýst fyrst og síðast um það að við höfum skrifað fréttir og hvort það sé tilhlýðilegt og í samræmi við lög að fréttir um það sem við skrifuðum, og byggt á þeim gögnum sem við skrifuðum þær upp úr, séu birtar og lagðar fyrir almenning.“ Þungbært að sitja undir ásökunum Þórður Snær er ekki í vafa um að sú umfjöllun sem undir er í rannsókninni hafi átt erindi við almenning. Hann telji að með rannsókninni sé verið að reyna að hefta tjáningarfrelsi fjölmiðla. Hann telur einnig að fallið verði frá málinu, en segir þungbært að sitja undir ásökunum sem fram hafa komið. „Þess vegna væri ákaflega eftirsóknarvert ef lögreglan myndi ljúka þessari rannsókn sinni gagnvart okkur sem allra fyrst og komast að niðurstöðu, hvorn veginn sem hún er. Vegna þess að ég er í engum vafa um að ég braut engin lög, og það gerðu kollegar mínir ekki heldur.“ Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans. Í gær var hann yfirheyrður af lögreglunni á Norðurlandi eystra, líkt og til hefur staðið síðan í febrúar, þegar hann og þrír aðrir blaðamenn voru boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu í tengslum við umfjöllun sína um skæruliðadeild Samherja. Hinir þrír eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Sá síðastnefndi fór einnig í yfirheyrslu í gær. Í greinargerð lögreglunnar í tengslum við málið kom fram að blaðamennirnir væru grunaðir um að hafa afritað og dreift kynferðislegu myndefni af Páli Steingrímssyni skipstjóra, en gögnin sem umfjöllun blaðamannanna byggði á voru meðal annars fengin úr síma hans. „Í þessari yfirheyrslu sem var stutt og laggóð, var ekkert spurt um slíkt efni, eða dreifingu á því. Þetta voru spurningar sem snerust um það að reyna að komast að því hverjir heimildamenn fjölmiðla, í þeirri umfjöllun sem við réðumst í í maí í fyrra, voru. Sem við svöruðum að sjálfsögðu ekki, vegna þess að 25. grein laga um fjölmiðla segir það mjög skýrt að vernd heimildamanna er algjör,“ segir Þórður Snær í samtali við fréttastofu. Rannsóknin snúist um fréttir Þórður segist því telja að meint dreifing og varsla kynferðislegs myndefnis sé ekki lengur sakarefni í málinu, og bendir á að almennt séu sakborningar spurðir út í það sem þeim er gefið að sök, þegar þeir eru yfirheyrðir. Þá hafi lögregla viljað fá upplýsingar um hvernig ákvarðanir eru teknar innan ritstjórna um hvaða efni eigi að fjalla, og hvað eigi erindi við almenning. „Þannig að það er algjörlega skýrt að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra snýst fyrst og síðast um það að við höfum skrifað fréttir og hvort það sé tilhlýðilegt og í samræmi við lög að fréttir um það sem við skrifuðum, og byggt á þeim gögnum sem við skrifuðum þær upp úr, séu birtar og lagðar fyrir almenning.“ Þungbært að sitja undir ásökunum Þórður Snær er ekki í vafa um að sú umfjöllun sem undir er í rannsókninni hafi átt erindi við almenning. Hann telji að með rannsókninni sé verið að reyna að hefta tjáningarfrelsi fjölmiðla. Hann telur einnig að fallið verði frá málinu, en segir þungbært að sitja undir ásökunum sem fram hafa komið. „Þess vegna væri ákaflega eftirsóknarvert ef lögreglan myndi ljúka þessari rannsókn sinni gagnvart okkur sem allra fyrst og komast að niðurstöðu, hvorn veginn sem hún er. Vegna þess að ég er í engum vafa um að ég braut engin lög, og það gerðu kollegar mínir ekki heldur.“
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Sjá meira
Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent