Gengu út á hraunið og upp að gígunum Samúel Karl Ólason skrifar 14. ágúst 2022 08:40 Hér má sjá fólkið standa nærri gígunum. Þau eru rétt undir smærri gígnum. Myndband náðist í gær af fólki sem hafði gengið út á glænýtt hraun í Meradölum í gær og upp að gígunum. Fólkið stóð nærri hraunflæðinu þegar maður notaði dróna til að reka þau á brott. Ísak Finnbogason var að streyma drónaskotum af eldgosinu í beinni útsendingu á Youtube í gærkvöldi, þegar hann sá tvo aðila sem hann telur vera ferðamenn standa á nýju hrauni, skammt frá katlinum í Meradölum. Einhverjir af hátt í þúsund áhorfenda Ísaks bentu honum á fólkið og flaug hann drónanum nær þeim til að ganga úr skugga um að það væri rétt. Þá sá hann fólkið vera komið langt út á nýja hraunið og standa við smærri gíginn. Ísak segist í samtali við Vísi ekki hafa ætlað að trúa því að fólkið væri í alvörunni að hætta sér þarna út. Hann hafi ákveðið að reyna að nota drónann til að gera þeim ljóst að þau væru í hættu. Hann segist sjálfur hafa skömmu áður séð hraun skvettast á svæðið þar sem þau stóðu. Hann segir drónann vera appelsínugulan á lit og mögulegt sé að fólkið hafi talið hann á vegum björgunarsveita eða opinberra aðila og þau hafi farið af hrauninu. Hægt er að sjá á myndbandinu hér að neðan hve nærri eldgosinu ferðamennirnir voru. Sambærilegt atvik kom upp í fyrra þegar maður gekk á nýju hrauni til að ná betri myndum af hraunflæðinu. Þá vöruðu almannavarnir við því að fólk væri að fara inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar. Björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar vöruðu fólk ítrekað við því í fyrra að fara ekki út á hraunið, enda geti það verið stórhættulegt. Fjölmargir gerðu það þó samt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08 Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50 Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Ísak Finnbogason var að streyma drónaskotum af eldgosinu í beinni útsendingu á Youtube í gærkvöldi, þegar hann sá tvo aðila sem hann telur vera ferðamenn standa á nýju hrauni, skammt frá katlinum í Meradölum. Einhverjir af hátt í þúsund áhorfenda Ísaks bentu honum á fólkið og flaug hann drónanum nær þeim til að ganga úr skugga um að það væri rétt. Þá sá hann fólkið vera komið langt út á nýja hraunið og standa við smærri gíginn. Ísak segist í samtali við Vísi ekki hafa ætlað að trúa því að fólkið væri í alvörunni að hætta sér þarna út. Hann hafi ákveðið að reyna að nota drónann til að gera þeim ljóst að þau væru í hættu. Hann segist sjálfur hafa skömmu áður séð hraun skvettast á svæðið þar sem þau stóðu. Hann segir drónann vera appelsínugulan á lit og mögulegt sé að fólkið hafi talið hann á vegum björgunarsveita eða opinberra aðila og þau hafi farið af hrauninu. Hægt er að sjá á myndbandinu hér að neðan hve nærri eldgosinu ferðamennirnir voru. Sambærilegt atvik kom upp í fyrra þegar maður gekk á nýju hrauni til að ná betri myndum af hraunflæðinu. Þá vöruðu almannavarnir við því að fólk væri að fara inn á skilgreint hættusvæði við gosstöðvarnar. Björgunarsveitarmenn og lögregluþjónar vöruðu fólk ítrekað við því í fyrra að fara ekki út á hraunið, enda geti það verið stórhættulegt. Fjölmargir gerðu það þó samt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08 Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50 Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fleiri fréttir Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Sjá meira
Landverðir munu létta undir með björgunarsveitum við gosið Landverðir munu framvegis standa vaktina part úr degi til að létta undir með björgunarsveitum við gosstöðvarnar í Meradölum. Landsbjörg hefur kallað eftir því að geta losað sitt fólk undan sífelldri gæslu við gosstöðvarnar enda sjálfboðaliðarnir ekki óþrjótandi auðlind. Mikil umferð er við gosstöðvarnar og gistipláss í Grindavík eru full. 13. ágúst 2022 12:08
Kunna ekki skýringar á minni gosóróa Jarðvísindamenn telja ekki að nýjar gossprungur séu að opnast í Meradölum, líkt og talið var mögulegt í morgun. Samdráttur í gosóróa á svæðinu í morgun vakti grunsemdir vísindamanna. 13. ágúst 2022 09:50
Nokkrum fjölskyldum vísað frá í gær Nokkrum erlendum fjölskyldum var vísað frá gönguleiðinni að eldgosasvæðinu í Meradölum í gær. Var það gert vegna ungs aldurs barna. Eftirlit er sagt hafa gengið vel en gangan mun hafa reynst mörgum erfið í nótt og þurftu margir aðstoð við að komast niður af fjallinu. 13. ágúst 2022 09:39
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent