Ekki gefnar miklar líkur á bata Steinar Fjeldsted skrifar 17. ágúst 2022 14:31 Svavar Viðarsson fékk blóðtappa í heila og greindist með hjartagalla fyrir um ári síðan og voru honum ekki gefnar miklar líkur á bata. „Ég tók það ekki í mál að ég myndi ekki lifa veikindin af eða festast í þessu ástandi. Ég leyfði mér ekki að hugsa út í það neikvæða sem gæti gerst heldur einblýndi ég á það jákvæða í lífinu og hvað ég hlakkaði til að gera þegar ég væri búinn að ná mér, sem var að taka upp og gefa út plötuna mína Engin lengur veit'' - segir Svavar. Það má svo sannarlega segja að sterkt hugarfar hans hafi komið honum í gegnum veikindin á þennan máta þar sem Svavar hafði náð fullum bata skömmu síðar og eltir nú ástríðu sína í tónlist og útivist. Platan hans Engin lengur veit er 7 laga, þýðingarmikil, falleg og djúp plata sem lagt var í blóð, svita og tár. Öll lögin eru þægileg, grípandi og vel útsett og ættu því allir að finna eitthvað að tengja við á plötunni. Nú getur þú bæði fengið diskinn heimsendan eða hlaðið honum í tölvuna/símann. Upptökur fóru fram í desember 2021 – apríl 2022 hjá Nice Productions, apríl 2021 hjá Studio Pros og 2020 hjá Studio Leyni. Hljómsveitin Nostal sá um hljóðfæraleik að mestu en aukalega komu að verkefninu þau Rakel Pálsdóttir (söngur og raddir), Tómas Jónsson (píanó), Sigurður Bjarki Gunnarsson (selló), Matthías Stefánsson (fiðla/víóla) og Vignir S. Vigfússon (kassagítar). Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is. Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun
„Ég tók það ekki í mál að ég myndi ekki lifa veikindin af eða festast í þessu ástandi. Ég leyfði mér ekki að hugsa út í það neikvæða sem gæti gerst heldur einblýndi ég á það jákvæða í lífinu og hvað ég hlakkaði til að gera þegar ég væri búinn að ná mér, sem var að taka upp og gefa út plötuna mína Engin lengur veit'' - segir Svavar. Það má svo sannarlega segja að sterkt hugarfar hans hafi komið honum í gegnum veikindin á þennan máta þar sem Svavar hafði náð fullum bata skömmu síðar og eltir nú ástríðu sína í tónlist og útivist. Platan hans Engin lengur veit er 7 laga, þýðingarmikil, falleg og djúp plata sem lagt var í blóð, svita og tár. Öll lögin eru þægileg, grípandi og vel útsett og ættu því allir að finna eitthvað að tengja við á plötunni. Nú getur þú bæði fengið diskinn heimsendan eða hlaðið honum í tölvuna/símann. Upptökur fóru fram í desember 2021 – apríl 2022 hjá Nice Productions, apríl 2021 hjá Studio Pros og 2020 hjá Studio Leyni. Hljómsveitin Nostal sá um hljóðfæraleik að mestu en aukalega komu að verkefninu þau Rakel Pálsdóttir (söngur og raddir), Tómas Jónsson (píanó), Sigurður Bjarki Gunnarsson (selló), Matthías Stefánsson (fiðla/víóla) og Vignir S. Vigfússon (kassagítar). Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband með því að senda póst á albumm@albumm.is.
Tónlist Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun