Djammmyndbönd af finnska forsætisráðherranum valda fjaðrafoki Atli Ísleifsson skrifar 18. ágúst 2022 10:34 Hin 36 ára Sanna Marin tók við embætti forsætisráðherra Finnlands árið 2019. Getty Myndbönd sem sýna finnska forsætisráðherrann dansandi, syngjandi og að skemmta sér hafa valdið nokkru fjaðrafoki í Finnlandi eftir að þau fóru í dreifingu á samfélagsmiðlum og í finnskum fjölmiðlum í gær. Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra landsins frá árinu 2019, segir leitt að myndböndin hafi farið í dreifingu en að ekkert ólöglegt hafi þar átt sér stað. Hún hafi einungis neytt áfengis og segist ekki vita til þess að fólk á staðnum hafi neytt ólöglegra fíkniefna. Á myndböndunum má sjá Marin dansa með vinum sínum og syngja með þar sem finnsk tónlist er spiluð á háum styrk. Er meðal annars sungið með lögum tónlistarmannanna Petri Nygård og Antti Tuiskun. „Mér þykir leitt að myndböndin hafi farið í opinbera dreifingu. Ég varði þessu kvöldi með vinum. Djammaði, vissulega ansi mikið, jú. Dansaði og söng,“ sagði Marin þegar hún ræddi við fjölmiðla í Kuopio í morgun. Hún segir að vinahópurinn hafi þarna neytt áfengis og segist hún ekki vita til þess að nokkur hafi neytt ólöglegra efna. Finland s Prime Minister @MarinSanna is in the headlines after a video of her partying was leaked today.She has previously been criticized for attending too many music festivals & spending too much on partying instead of ruling.The critics say it s not fitting for a PM. pic.twitter.com/FbOhdTeEGw— Visegrád 24 (@visegrad24) August 17, 2022 Aðspurð um „Mjölgengið“ (f. Jauhojengi), sem minnst er á í einu myndskeiðanna, segist hún ekki þekkja til þess. Hún segir að myndböndin hafi verið tekin upp fyrir nokkrum vikum síðan. Hún segist þó ekki vilja upplýsa hvar myndböndin hafi verið tekin upp, eða þá hver kunni að hafa komið þeim í dreifingu. Þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins, Antti Lindtman, segir í samtali við finnska fjölmiðla í dag að forsætisráðherrann njóti enn ótvíræðs stuðnings þingflokksins. Hin 36 ára Marin segir það finnsku þjóðarinnar að ákveða hvað sé æskileg hegðun forsætisráðherra landsins. Hún verji þó, líkt og aðrir á hennar aldri, tíma með vinum sínum og skemmti sér. Hún ætli sér að vera sama manneskja og hún hafi verið til þessa. Finnland Tengdar fréttir Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Sanna Marin, sem hefur gegnt embætti forsætisráðherra landsins frá árinu 2019, segir leitt að myndböndin hafi farið í dreifingu en að ekkert ólöglegt hafi þar átt sér stað. Hún hafi einungis neytt áfengis og segist ekki vita til þess að fólk á staðnum hafi neytt ólöglegra fíkniefna. Á myndböndunum má sjá Marin dansa með vinum sínum og syngja með þar sem finnsk tónlist er spiluð á háum styrk. Er meðal annars sungið með lögum tónlistarmannanna Petri Nygård og Antti Tuiskun. „Mér þykir leitt að myndböndin hafi farið í opinbera dreifingu. Ég varði þessu kvöldi með vinum. Djammaði, vissulega ansi mikið, jú. Dansaði og söng,“ sagði Marin þegar hún ræddi við fjölmiðla í Kuopio í morgun. Hún segir að vinahópurinn hafi þarna neytt áfengis og segist hún ekki vita til þess að nokkur hafi neytt ólöglegra efna. Finland s Prime Minister @MarinSanna is in the headlines after a video of her partying was leaked today.She has previously been criticized for attending too many music festivals & spending too much on partying instead of ruling.The critics say it s not fitting for a PM. pic.twitter.com/FbOhdTeEGw— Visegrád 24 (@visegrad24) August 17, 2022 Aðspurð um „Mjölgengið“ (f. Jauhojengi), sem minnst er á í einu myndskeiðanna, segist hún ekki þekkja til þess. Hún segir að myndböndin hafi verið tekin upp fyrir nokkrum vikum síðan. Hún segist þó ekki vilja upplýsa hvar myndböndin hafi verið tekin upp, eða þá hver kunni að hafa komið þeim í dreifingu. Þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins, Antti Lindtman, segir í samtali við finnska fjölmiðla í dag að forsætisráðherrann njóti enn ótvíræðs stuðnings þingflokksins. Hin 36 ára Marin segir það finnsku þjóðarinnar að ákveða hvað sé æskileg hegðun forsætisráðherra landsins. Hún verji þó, líkt og aðrir á hennar aldri, tíma með vinum sínum og skemmti sér. Hún ætli sér að vera sama manneskja og hún hafi verið til þessa.
Finnland Tengdar fréttir Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira
Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00