






„Það er smá verið að ögra í tískunni núna. Ég hef verið að vinna eftir basic er best en fólk er að þora meira núna en það var hér áður,“ segir Elísabet um tískuna. Hún segir hana sífellt ganga í hringi og nú sé greinilega kominn tími fyrir cargo buxur, kúreka stígvél og mini pils að koma aftur.
Gaman að hafa börnin með
Hún nýtur sín einstaklega vel í Kaupmannahöfn og segir tískuvikuna hafa verið afburða góða: „Rosalega vel heppnuð tískuvika gaman að geta twistað saman við smá frí eftir að maður var búin að upplifa vikuna. Framlengdum aðeins, elskum þetta land og veðrið er ekki að skemma,“ segir hún en þau fjölskyldan framlengdu dvölina eftir tískuvikuna.
Elísabet tók með sér börnin sín í fyrsta skipti á viðburðinn og fannst það dásamleg upplifun að hafa þau með í ferðinni: „Það er búið að vera æðislegt veður og það er geggjað að geta kastað sér í sjóinn með börnunum eftir langan dag, eins og það á að vera. Kannski er það sem koma skal að sameina þetta tvennt.“