Mike Dean viðurkennir mistök í stórleik Chelsea og Tottenham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 19. ágúst 2022 07:01 Cristian Romero og Marc Cucurella eru líklega ekki bestu vinir eftir leik Tottenham og Chelsea. Chris Brunskill/Fantasista/Getty Images Myndbandsdómarinn Mike Dean viðurkennir að hann hafi gert stór mistök í aðdraganda seinna jöfnunarmarks Tottenham gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Cristian Romero reif Marc Cucurella niður á hárinu. Dean lagði flautuna á hilluna eftir seinasta tímabil eftir 22 ár í ensku úrvalsdeildinni, en sinnir nú myndbandsdómgæslu. Hann var einmitt í VAR-herberginu þegar Chelsea tók á móti Tottenham í stórleik annarrar umferðar um seinustu helgi. Heimamenn í Chelsea komust yfir í tvígang í leiknum, en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir. Seinna jöfnunarmark Tottenham skoraði Harry Kane á sjöttu mínútu uppbótartíma í leik sem bauð upp á allt það sem við sem áhorfendur vonumst eftir í stórleik. Bæði mörk Tottenham voru þó vægast sagt umdeild. Fyrra markið kom eftir að Rodrigo Bentancur virtist brjóta á Kai Havertz í aðdraganda marksins, ásamt því að mögulega hefði verið hægt að dæma rangstöðu á Richarlison þar sem hann stóð í sjónlínu Edouard Mendy, markvarðar Chelsea, þegar Pierre-Emile Hojbjerg skaut að marki. Það síðara var langt frá því að vera minna umdeilt. Gestirnir í Tottenham þurftu sárlega á marki að halda í uppbótartíma til að stela stigi þegar liðið fékk hornspyrnu. Spyrnan rataði á koll Ben Davies sem skallaði að marki, en Mendy varði vel og önnur hornspyrna dæmd. Endursýningar sýndu þó að Christian Romero, varnarmaður Tottenham, hafði rifið harkalega í hár Marc Cucurella í hamagangnum inni á vítateig með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hentist í jörðina. Þrátt fyrir það var ekkert dæmt og Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham á ögurstundu eftir þessa hornspyrnu sem hefði líklega aldrei átt að vera tekin. Mike Dean hefur nú viðurkennt að það hafi verið mistök að biðja Anthony Taylor, dómara leiksin, ekki að fara í skjáinn góða til að skoða atvikið sjálfur. „Ég gat ekki dæmt aukaspyrnu uppi í VAR-herbergi, en ég gat bent Taylor á það að fara í skjáinn til að skoða hvort þetta hafi átt að vera rautt spjald,“ sagði Dean. „Á þessum örfáu sekúndum sem ég hafði til að skoða atvikið þar sem Romero rífur í hár Cucurella mat ég það ekki þannig að þetta hafi verið ofsafengið brot.“ „Síðan þá hef ég skoðað myndbandsupptökur af atvikinu, rætt við aðra dómara og eftir smá umhugsun hef ég komist að því að ég hefði átt að biðja Taylor um að fara í skjáinn til að skoða þetta sjálfur.“ „Dómarinn úti á velli hefur alltaf lokaorðið,“ sagði Dean að lokum. Mike Dean has admitted he made a mistake by not asking Anthony Taylor to review Cristian Romero’s hair pull on Marc Cucurella! pic.twitter.com/VyxnzFTji4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 18, 2022 Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
Dean lagði flautuna á hilluna eftir seinasta tímabil eftir 22 ár í ensku úrvalsdeildinni, en sinnir nú myndbandsdómgæslu. Hann var einmitt í VAR-herberginu þegar Chelsea tók á móti Tottenham í stórleik annarrar umferðar um seinustu helgi. Heimamenn í Chelsea komust yfir í tvígang í leiknum, en í bæði skiptin jöfnuðu gestirnir. Seinna jöfnunarmark Tottenham skoraði Harry Kane á sjöttu mínútu uppbótartíma í leik sem bauð upp á allt það sem við sem áhorfendur vonumst eftir í stórleik. Bæði mörk Tottenham voru þó vægast sagt umdeild. Fyrra markið kom eftir að Rodrigo Bentancur virtist brjóta á Kai Havertz í aðdraganda marksins, ásamt því að mögulega hefði verið hægt að dæma rangstöðu á Richarlison þar sem hann stóð í sjónlínu Edouard Mendy, markvarðar Chelsea, þegar Pierre-Emile Hojbjerg skaut að marki. Það síðara var langt frá því að vera minna umdeilt. Gestirnir í Tottenham þurftu sárlega á marki að halda í uppbótartíma til að stela stigi þegar liðið fékk hornspyrnu. Spyrnan rataði á koll Ben Davies sem skallaði að marki, en Mendy varði vel og önnur hornspyrna dæmd. Endursýningar sýndu þó að Christian Romero, varnarmaður Tottenham, hafði rifið harkalega í hár Marc Cucurella í hamagangnum inni á vítateig með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi hentist í jörðina. Þrátt fyrir það var ekkert dæmt og Harry Kane jafnaði metin fyrir Tottenham á ögurstundu eftir þessa hornspyrnu sem hefði líklega aldrei átt að vera tekin. Mike Dean hefur nú viðurkennt að það hafi verið mistök að biðja Anthony Taylor, dómara leiksin, ekki að fara í skjáinn góða til að skoða atvikið sjálfur. „Ég gat ekki dæmt aukaspyrnu uppi í VAR-herbergi, en ég gat bent Taylor á það að fara í skjáinn til að skoða hvort þetta hafi átt að vera rautt spjald,“ sagði Dean. „Á þessum örfáu sekúndum sem ég hafði til að skoða atvikið þar sem Romero rífur í hár Cucurella mat ég það ekki þannig að þetta hafi verið ofsafengið brot.“ „Síðan þá hef ég skoðað myndbandsupptökur af atvikinu, rætt við aðra dómara og eftir smá umhugsun hef ég komist að því að ég hefði átt að biðja Taylor um að fara í skjáinn til að skoða þetta sjálfur.“ „Dómarinn úti á velli hefur alltaf lokaorðið,“ sagði Dean að lokum. Mike Dean has admitted he made a mistake by not asking Anthony Taylor to review Cristian Romero’s hair pull on Marc Cucurella! pic.twitter.com/VyxnzFTji4— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 18, 2022
Enski boltinn Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Fleiri fréttir Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira